Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 8
Með Margréti Þórhildi Danadrottningu sem heiðraði Alþjóðaheilbrigðismálaþingið með nærveru sinni. ekki. Hún vakti athygli hvert sem hún fór og er enn þekkt nafn í alþjóðastarfi hjúkrunarfræðinga." Að námi loknu réði Ingibjörg sig í stuttan tíma á Sjúkrahúsið á Akranesi. „Ég hugðist fara í nám til Dan- merkur og hafði fengið skólavist. Ég frestaði þeirri för vegna þess að ég hitti manninn minn - og er sem sagt ekki farin enn.“ Maðurinn sem fékk Ingibjörgu til að breyta áformum sínum á svo afdrifaríkan hátt heitir Haraldur Sturlaugsson og er framkvæmdastjóri hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi. Þau rugluðu saman reytum sínum og eiga fjóra syni á aldrinum 9 til 25 ára. Sjúkrahúsið á Akranesi naut því áfram starfskrafta Ingibjargar um hríð. „Þar reyndi ég allt sem hægt var að vinna við á hjúkrunarsviðinu, allt frá gjör- gæslu til heilsugæslu. Það skorti tilfinnanlega hjúkrunar- fræðinga og 22 ára gömul varð ég deildarstjóri á hand- lækningadeild sem sinnti mikilli skurðlækningaþjónustu. Fyrir mig var það mikil reynsla. Að morgni vissi ég aldrei hvort ég fékk einhvern á kvöldvaktina. Fengist enginn var ekki um annað að ræða en að standa vaktina áfram. Vegna þessarar reynslu sé ég hlutina núna í öðru Ijósi. Þó að við legðum okkur allar fram við að gera eins vel og við gátum myndi það aldrei standast þær kröfur sem við gerum til hjúkrunar núna. Kröfurnar um mannafla eru meiri, menntunin breytt og aðgerðir orðnar flóknari í tæknilegum skilningi. Vandinn nú á tímum er ekki sambærilegur við það sem var fyrir 25 - 30 árum.“ Fyrir Alþingiskosningarnar árið 1979 var Ingibjörg beðin um að taka 5. eða 6. sæti á lista Framsóknarflokksins í Vesturlandskjördæmi. Með þriðja soninn á brjósti vann hún fyrir kosningarnar eins og hún væri í efstu sætum listans. Reynslan af þeirri vinnu efldi hana og hvatti til að láta meira til sín taka. „Það fór ekki á milli mála hvernig karlar litu á konur í stjórnmálastarfi," segir Ingibjörg. „Ef ég var að tala um sjávarútvegsmál á fundum hikuðu menn ekki við að segja að „kallinn" hefði skrifað ræðuna fyrir mig. Svona athugasemdir dugðu vel til að herða mig og 1982 var ég kosin í bæjarstjórn Akraness. Þá gerðist það að við Steinunn Sigurðardóttir, báðar hjúkrunarfræðingar af Skaganum, urðum samferða inn í bæjarstjórn. Engin kona hafði áður verið í bæjarstjórn í 40 ára sögu Akranesskaupstaðar. Það hjálpaði að við vorum tvær og gátum styrkt hvor aðra. Ekki veitti af. Ég fann að karlarnir í bæjarstjórn héldu að við værum komnar upp á punt en þegar þeir sáu að okkur var dauðans alvara með vinnu okkar fóru þeir í hálfgerða flækju. Þeir reyndu stundum að gera lítið úr okkur en það tókst nú ekki. Við hlæjum oft að þessu vinkonurnar." Ingibjörg var 10 ár í bæjarstjórn, þar af forseti bæjarstjórnar í nokkur ár. Árið 1991 tók hún þátt í forvali til Alþingis og náði 1. sæti. „Fyrsta árið mitt á þingi keyrði ég daglega fram og til baka á milli Akraness og Reykjavíkur. Þá var yngsti strákurinn minn 2ja ára og Með Gro Harlem Brundtland er hún tók við embætti framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar 1998. fjölskyldan stór. Ég var fyrst 4 ár sem almennur þingmaður og á þeim tíma hafði ég tíma til að vera mikið í kjör- dæminu. Þannig kynnist maður mannlífinu vel. Það er í rauninni sérstakt að vera í þeirri aðstöðu að geta bankað upp á hvern einasta sveitabæ og heimsótt vinnustaði. í 200 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.