Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 38
sjúkraskrám en eins og málin standa er óákveðið hvernig þær verða meðhöndlaðar. Þó ýmis, gögn sem hjúkrunar- fræðingar safna, fari örugglega þangað, t.d. upplýsingar um lífsmörk, lyfjagjöf og meðferð, verða hjúkrunarfræðingar ekki hafðir með í ráðum um hvernig verður farið með hjúkrunarskýrslur. Sumum hjúkrunarfræðingum finnst það skylda stéttarinnar að sjá til þess að hjúkrunarupplýsingar fari í gagnagrunninn ef hann verður til. Burtséð frá því leikur ekki vafi á að upplýsingar í gagnagrunninum geta komið að notum í hjúkrun. Uppiýsingar um lengd dvalar á sjúkra- stofnunum, hvert sjúklingar fara af sjúkrastofnunum, hversu oft er leitað til hjúkrunarfræðinga og um meðferð geta komið að gagni við skipulagningu hjúkrunar eins og raunar heilbrigðisþjónustunnar allrar. Fyrir hjúkrunarfræðinga, sem stunda rannsóknir, er mikilvægt að vita gjörla hvaða að- stöðu til vísindarannsókna er verið að skapa með gagna- grunninum, hversu áreiðanlegar upplýsingar þar er að fá og með hvaða hætti þeir geta fengið aðgang að þeim. 4. Trúnaðarsamband Ýmsar persónubundnar upplýsingar fara í gagnagrunninn og það getur haft áhrif á trúnaðarsamband hjúkrunar- fræðinga og skjólstæðinga þeirra. Hvað getur sjúklingurinn sagt mikið? Hvað á hjúkrunarfræðingurinn að skrá mikið af því sem honum er trúað fyrir? Við lestur umsagnar Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga er því rétt að hafa í huga að hjúkrunarfræðingar hafa fyrst og fremst hagsmuna skjólstæðinga sinna að gæta gagnvart frumvarpinu. Ekki verður séð að þeir getí grætt fjárhagslega á því að gagnagrunnurinn verði til. Faglegur ávinningur af miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði, umfram það sem gert er ráð fyrir í stefnumótun heilbrigðis- ráðuneytisins innan heilbrigðiskerfisins frá 1997, er um- deilanlegur gð margra mati. Umsögn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga - útdráttur Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið óskaði eftir um- sögn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um drög að frumvarpi um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Umsögn félag- sins byggist á niðurstöðu nefndar á vegum stjórnar og siðanefndar félagsins sem fjallaði um málið. í umsögn sinni fagnar félagið því að fá frumvarpið til umsagnar áður en það er lagt fyrir Alþingi og að betur hefur verið vandað til þess en frumvarpsins sem lagt var fyrir á vorþingi. Félagið telur hins vegar mikilvægt að boðað frumvarp um lífsýni verði lagt fram jafnhliða því frumvarpi sem hér er til umfjöllunar, þar sem nauðsynlegt er að skoða þau í samhengi. 1. Markmið og ávinningur Þegar kostir og gallar miðlægs gagnagrunns á heilbrigðis- 230 sviði eru metnir þarf að taka tillit til siðferðilegra, lagalegra og vísindalegra atriða ásamt almennum mannréttindum og réttindum sjúklinga. í greinargerð með frumvarpinu leggja frumvarpshöfundar áherslu á að meginávinningur sé „öflun nýrrar þekkingar um eðli heilsu og sjúkdóma, aukin gæði og sparnaður í heilbrigðiskerfum, uppbygging hátækni- iðnaðar á íslandi og þar með atvinna menntaðs fólks í landinu, og möguleikar á því að laða til íslands starfsemi sem tengist gagnagrunninum". Það er mat Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að þessum atriðum megi ná án þess að búa til miðlægan gagnagrunn með þeim hætti sem frumvarpið leggur til, með eðlilegri upplýsingatæknivæð- ingu heilbrigðiskerfisins, eins og fram kemur í stefnumótun heilbrigðisráðuneytisins í upplýsingamálum innan heil- brigðiskerfisins, sbr. rit 1-1997. Þegar allar heilbrigðis- stofnanir verða komnar með sjúkraskrárkerfi og eigin gagnagrunna mun það auðvelda gagnaöflun til vísinda- rannsókna á heilbrigðissviði, bæði rannsóknir líftækni- fyrirtækja og annarra aðila. Frumvarpið tekur ekki til gagnagrunna sem nú þegar eru til, þ.e. „sjúkraskrárkerfa einstakra heilbrigðis- og rannsóknastofnana, gagnasafna vegna vísindarannsókna á einstökum sjúkdómum eða sjúkdómaflokkum eða skráa sem stjórnvöld á sviði heilbrigðis- og tryggingamála halda um notendur heilbrigðisþjónustu og rekstur heilbrigðis- kerfisins." Taka þarft skýrt fram að þetta eigi bæði við núverandi og framtíðargagnagrunna af þessu tagi og tryggja þarf að slíkum gagnagrunnum verði bæði hægt að koma á laggirnar og að þeir geti starfað án árekstra við rekstrarleyfishafa miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði. 2. Kostir miðlægs gagnagrunns Kostir miðlægs gagnagrunns felast fyrst og fremst í því að heilsufarsgögn um alla landsmenn, sem heimila það, eru á einum stað, þannig að vísindamenn og stjórnendur heil- brigðiskerfisins þurfa ekki að leita til nema eins aðila, rekstrarleyfishafa, til að nálgast upplýsingar úr sjúkra- skrám. Hins vegar er hugsanlegt að misnota upplýsingar úr miðlægum gagnagrunni á alvarlegri og skaðlegri hátt en þegar sömu upplýsingar eru geymdar í dreifðum gagna- grunnum. Þó má fullyrða að tæknilega sé auðveldara að verja gögnin í einum gagnagrunni en mörgum dreifðum. 3. Samþykki einstaklinga Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga telur algerlega óviðun- andi að ekki verði leitað heimildar einstaklinga fyrir að heilsufarsgögn þeirra verði færð í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Eins og fram kemur í lögum um réttindi sjúklinga er það grundvallarréttur sjúklinga að leitað sé eftir samþykki þeirra fyrir þátttöku í vísindarannsóknum. Það að sjúklingar eigi sjálfir að hafa alla fyrirhöfn af því að koma í veg fyrir að gögn þeirra fari í miðlægan gagnagrunn er algerlega óásættanlegt. Allir einstaklingar verða að fá að Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.