Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Side 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Side 35
sóttum. Störf hjúkrunarkvenna og hjúkrunarnema voru áhættusöm vegna smithættu. Eftir að hafa verið tæpt ár á Nýja-Kleppi fékk ég gleði- legar fréttir þegar Sigríður Eiríksdóttir, formaður félagsins, hafði samband við mig og tilkynnti mér að ég ætti að „supplera" á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn." Á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn „Viðbótarnámið, sem við urðum að taka í Danmörku eða Noregi, kallaðist „supplering“ og var það lokaáfangi náms- ins. Formaður Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna sá um að útvega okkur hjúkrunarnemunum vist á sjúkrahúsum í Danmörku eða í Noregi. Og þegar kallið kom um að nemi hefði fengið námsvist á spítala í Danmörku eða í Noregi varð neminn að bregðast skjótt við og fara út. Þegar farið var að síga á seinni hluta námsins hér heima var ég farin að bíða eftir því að komast út. Við fórum tvær samtímis, Elín Ágústsdóttir og ég. Það var gott að við vorum þarna saman. Á Ríkisspítalanum voru þó fleiri íslenskir hjúkr- unarnemar en á öðrum spítölum í Kaupmannahöfn. Lítill sem enginn samgangur var á milli okkar þar sem við höfðum allar mikið að gera í vinnunni og í náminu. Inngangur á Rikisspitaiann i Kaupmannahöfn. Myndin er tekin árið 1930. Ég hóf nám við handlækningadeild á Ríkisspítalanum í mars 1930 og var þar í 8 mánuði. Þar sem ég hafði ekki farið á neitt almennt sjúkrahús heima fannst mér ég vera alveg utangátta þegar ég hóf minn námstíma á handlækninga- deildinni á Ríkisspítalanum. En þetta kom allt saman fljótt. Og danskan var mér Þrándur í Götu til að byrja með en ég náði fljótt tökum á henni. Ég þurfti að minnsta kosti að vera ein á næturvakt með 28 sjúklinga aðeins þremur vikum eftir að ég kom út. Þó vissi ég alltaf að yfirhjúkrunarkonan svaf í herbergi ekki svo fjarri deildinni og ég mátti kalla á hana ef eitthvað óvænt gerðist á næturvöktunum en allt gekk þetta að óskum. Samt þótti mér gott að vita af henni. Við bjuggum á heimavist við sjúkrahúsið sem var mjög stórt. Forstöðukonan hét fröken Judith Wang. Hún var ströng við okkur nemana. Sérstakar útivistarreglur voru á Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 74. árg. 1998 Séð inn á deild á Ríkisspítalanum 1930. heimavistinni. Við máttum ekki koma seint heim á kvöldin og ef við ætluðum til dæmis í leikhús þurftum við að fá leyfi hjá sérstökum vaktmanni spítalans. Hann kallaðist „portör". Við fórum á fætur klukkan sex á morgnana. Ég man að það voru kruðurnar sem við fengum með morgun- matnum sem drifu okkur nemana á fætur. Þær voru svo góðar og svo fengum við te. Vaktin á deildinni byrjaði klukkan sjö. Við nemarnir vorum í bláum stutterma kjólum með hvíta svuntu og hvítan kappa á höfðinu. Á meðan ég var á handlækningadeildinni urðum við allar að vera í gúmmísvuntum þegar við hjúkruðum þeim sjúku. Það mátti ekki sjást í bera handleggi þannig að sumar tóku á það ráð að hekla sér sjal sem þær breiddu yfir sig til að hylja handleggina undir svuntunni. Störf hjúkrunarnemanna voru eins og á öðrum sjúkra- húsum, þ.e. almenn aðhlynning svo sem að búa um rúm, klæða þá sjúklinga sem þess þörfnuðust, bera matinn til þeirra og mata þá sem þurfti, fylla út skýrslur um hita og þess háttar. Síðan fengum við fyrirlestra einu sinni í viku. Læknar og hjúkrunarkonur héldu þessa fyrirlestra fyrir okkur nemana og var þetta mjög lærdómsríkt. Kennslustofa i Rikisspítalanum i Kaupmannahöfn 1930. 227

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.