Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 40
'fé.éfálnÁi og skrtUuv heilbrigðisstarfsmanna Hér á eftir fer útdráttur úr umsögn stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um drög að frumvarpi til laga um réttindi og skyldur heilbrigðisstarfs- manna. Félagið bendir á að í frumvarpinu eru siíkir gallar að ekki verður við unað. Stjórnin leggur til að athugað verði að setja rammalög um réttindi og skyldur starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar er varða atriði sem eru sameiginleg starfsmönnum innan hennar, en leggur áherslu á að slík löggjöf verði smíðuð kringum þau lög sem eru nú í gildi um heilbrigðis- starfsmenn. Um skörun starfa heilbrigðisstétta Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir eindreginni and- stöðu við það að í frumvarpinu er gert ráð fyrir að heil- brigðisstarfsmaður, hvort sem hann tilheyrir löggiltri eða viðurkenndri heilbrigðisstétt, geti starfað á sviði annarrar heilbrigðisstéttar án þess að hafa réttindi til starfa á við- komandi sviði, hafi hann „faglega færni til að sinna störfurn sem að öðru jöfnu teljast tilheyra verksviði löggiltrar heil- brigðisstéttar". Samkvæmt frumvarpinu eru lækningar þó undanskyldar en aðrir heilbrigðisstarfsmenn en hjúkrun- arfræðingar eiga að geta starfað sjálfstætt við hjúkrun, metið þörf fyrir hjúkrun og skipulagt hana. Loks er gert ráð fyrir að heilbrigðisstarfsmenn starfi hver á sínu sviði og beri sjálfir ábyrgð á störfum sínum nema á annan veg sé ákveðið í reglugerð fyrir viðkomandi heilbrigðisstétt. Verði frumvarpið að lögum óbreytt er Ijóst að sumum heilbrigðisstéttum er færð ábyrgð sem þær hafa ekki for- sendur til að axla. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur til að frumvarpið verði tekið til gagngerrar endur- skoðunar með tilliti til ábyrgðar fagstétta. Rökstuðningur 1. Löggiltu starfsfólki innan heilbrigðisþjónustunnar má skipta í tvo hópa: Fagstéttir (professionals) sem hafa sérhæft háskólanám að baki og aðrar heilbrigðisstéttir sem hafa menntað sig til starfa sem aðstoðarfólk til- tekinna fagstétta, t.d. sjúkraliðar, lyfjatæknar, læknaritarar og aðstoðarfólk tannlækna (tanntæknar). Viðurkennt er að einstaklingar innan fagstéttar hafi full- nægjandi þekkingu og vald til að taka bindandi ákvarðanir innan síns fagsviðs með hagsmuni skjólstæðinga í fyrir- rúmi. Fagstéttir hafa lagalegt sjálfræði og bera sjálfar ábyrgð á störfum sínum. Heilbrigðisstéttir, sem falla ekki undir skilgreiningu fag- stéttar, hafa nægjanlega þekkingu til að framkvæma tiltekin atriði samkvæmt ákvörðunum einstaklinga innan fagstéttar. Þessar stéttir bera ábyrgð á störfum sínum gagnvart þeirri fagstétt sem þær eru menntaðar til að starfa með. í frumvarpinu, sem hér er til umfjöllunar, er lögð til grundvallarbreyting á ábyrgð og ábyrgðarskyldu heil- brigðisstétta með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir heil- brigðisþjónustuna. 2. Nákvæm skilgreining á störfum fagstétta er ekki til en ábyrgð fagstétta er oftast skilgreind. T.d. bera hjúkr- unarfræðingar ábyrgð á hjúkrun, læknar á læknisfræðilegri meðferð og tannlæknar á tannlækningum. Starfssvið fag- stétta breytast oft með samkomulagi milli stétta. Ekki er þörf stjórnvaldsboða til þess að leysa ágreyning sem upp kann að koma vegna verkaskiptingar fagstétta. 3. Meginmarkmið frumvarpsins, er að tryggja að heil- brigðisstarfsmaður sé fær um að sinna störfum sínum á fullnægjandi hátt; að efla og styrkja ábyrgt samstarf milli heilbrigðisstétta og heilbrigðisstarfsmanna; og að tryggja gæði heilbrigðisþjónustunnar og þar með öryggi sjúklinga. Með hliðsjón af þessu er Ijóst að ákvæði í frumvarpinu stríða gegn þessum meginmarkmiðum og stefna þeim í voða. Sem dæmi má nefna að samkvæmt frumvarpinu mega aðrar heilbrigðisstéttir, t.d. sjúkraliðar, starfa sjálfstætt við hjúkrun. Slík tilhögun brýtur öll meginmarkmið frumvarpsins. Aðrar athugasemdir Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gerir ýmsar at- hugasemdir við aðrar greinar frumvarpsins sem ekki verða raktar hér í smáatriðum. Til dæmis er lagt til að bætt verði við ákvæði þess efnis að samráð verði haft við fagstétt- arfélög við mótun reglugerða um skilyrði sem uppfylla þarf til að hljóta leyfi til að kalla sig heiti löggiltrar heilbrigðis- stéttar og starfa sem slíkur. Þá eru gerðar athugasemdir við greinargerð um hlutverk hjúkrunarráðs. Þar er látið að því liggja að eina hlutverk hjúkrunarráðs sé að veita um- sögn um umsóknir í stöðu hjúkrunarforstjóra. í reynd er hlutverkið mun víðtækara og felur m.a. í sér að það er heilbrigðisráðuneytinu til ráðgjafar um ýmis málefni hjúkr- unar og hjúkrunarfræðinga. Útdráttur Þ.R. Hægt er að fá umsögnina í heild hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. 232 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.