Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 41
Jto'fMH-A.s Amm haaý á Rsp. og SHR Aðdragandi samninganna Eins og hjúkrunarfræðingum er kunnugt var gengið frá samningi í aðlögunarnefnd fyrir Ríkisspítala (Rsp.) og Sjúkrahús Reykjavíkur (SHR) 30. júní sl. Aðlögunarnefndir félagsins, SHR og Rsp. höfðu um nokkurra mánaða skeið reynt árangurslaust að komast að samkomulagi um reglur um röðun hjúkrunarfræðinga í nýju launakerfi, en það átti að taka gildi 1. febrúar 1998. i mars 1998 tóku um 700 hjúkrunarfræðingar á SHR og Rsp. hins vegar ákvörðun um að segja upp starfi sínu frá og með 1. apríl 1998 vegna óánægju með launakjör. Þá þegar hafði komið í Ijós að hugmyndir stofnananna um röðun hjúkrunarfræðinga í nýtt launakerfi myndu leiða til þess að hjúkrunarfræðingar hefðu mun lægri taxtalaun en margir aðrir háskólamenn í opinberri þjónustu. Þá lágu fyrir margir samningar aðlögunarnefnda hjá öðrum háskóla- mönnum og í þeim kom í Ijós mikill launamunur milli hjúkr- unarfræðinga og margra annarra háskólamanna, sérstak- lega hópa sem eru að meirihluta til skipaðir körlum, s.s. verk- og tæknifræðingar. Þessi launamunur varð fyrst sýni- legur í hinu nýja launakerfi vegna þess að í því gafst tækifæri til að færa yfirborganir ýmissa hópa háskóla- manna inn í launataxta. Almennir hjúkrunarfræðingar á höfuðborgarsvæðinu hafa hins vegar yfirleitt ekki notið yfirborgana. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga áttu að taka gildi 1. júlí 1998. Stofnanirnar höfðu heimild lögum sam- kvæmt til að framlengja uppsagnarfrest hjúkrunarfræðinga til 1. október en þær ákváðu að nýta sér ekki þá heimild. í byrjun apríl var samningsgerð félagsins vísað til úrskurðarnefndar en vinnu nefndarinnar var frestað um miðjan maí þar sem ákveðið var að bíða eftir niðurstöðu í máli Félags íslenskra náttúrufræðinga fyrir Félagsdómi. Þegar nær leið 1. júlí skipaði ríkisstjórnin nefnd þriggja manna til að leita lausna í deilu hjúkrunarfræðinga og við- komandi stofnana. Þessi nefnd var skipuð ráðuneytis- stjórum í heilbrigðis- og fjármálaráðuneyti og hagstofustjóra og var hún nefnd ráðuneytisstjóranefndin í fjölmiðlum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lá ekki á þeirri skoðun sinni að það væri reiðubúið hvenær sem er að taka upp viðræður við fulltrúa stofnananna eða stjórnvöld í þeim tilgangi að Ijúka gerð stofnanasamninga og taldi það reyndar skyldu sína, yrði það til lausnar deilu hjúkrunar- fræðinga og viðkomandi stofnana. Slík beiðni kom til félagsins frá sk. ráðuneytisstjóranefnd tæplega tveimur vikum fyrir 1. júlí. Voru óformlegar viðræður í gangi þar til helgina fyrir 1. júlí að ráðuneytisstjóranefndin ákvað að leita annarra leiða til að vinna að lausn málsins. Við það tilkynnti stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að afskipti félagsins af málinu væri úr sögunni enda var félagið mjög ósátt við starfsaðferðir ráðuneytisstjóra- nefndarinnar til lausnar deilunni og reyndar kom í Ijós að þær leiddu ekki til árangurs. Á hádegi 30. júní kom fram beiðni til félagsins frá ráðu- neytisstjóranefndinni um að félagið kæmi aftur að málinu með það að markmiði að Ijúka aðlögunarnefndarsamningi. Að höfðu samráði við trúnaðarmenn og viðræðunefndir hjúkrunarfræðinga tók stjórn félagsins ákvörðun um að verða við beiðni ráðuneytisstjóranefndarinnar. Aðlögunar- nefndarsamningur var síðan undirritaður kl. 16. samdæg- urs og hann kynntur fyrir hjúkrunarfræðingum á fundum á báðum sjúkrahúsunum. Efni samningsins í samningnum er kveðið á um að störfum og starfs- mönnum skuli raðað í launaramma að teknu tilliti til þess hvers starfið krefst af starfsmanni og því skuli raðað í launaflokka að teknu tilliti til þátta eins og umfangs starfs, verkefna, umfangs faglegrar ábyrgðar, álags, áhættu og hæfniskrafna. Einnig skuli tekið mið af umfangi stjórnunar- legrar-, rekstrarlegrar og fjárhagslegrar ábyrgðar. í 4. grein samningsins er kveðið á um að á næsta ári skuli tekið upp nýtt framgangskerfi fyrir hjúkrunarfræðinga: Hjúkrunarstjórnendur innan Rsp. og SHR munu í samráði við fulltrúa Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vinna að mótun nýs framgangskerfis fyrir hjúkrunar- fræðinga. Þetta kerfi byggi m.a. á klínískum stiga, mati á álagi og menntun, þar með talið sérleyfa. Byrjað verði að taka kerfið í notkun 7. janúar 1999 og stefnt að því að það verði að fullu komið til framkvæmda í lok þess árs. í upphafi verði lögð sérstök áhersla á mat á störfum hjúkrunarfræðinga sem ganga þrískiptar vaktir. Jafnframt felur kerfið í sér framgang innan hvers launaramma og að auki geta hjúkrunarfræðingar sótt til hjúkrunarforstjóra um breytingu á starfi og þar með flutning milli ramma. Sú Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 74. árg. 1998 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.