Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 31
Þorgerður Ragnarsdóttir Aðdragandi að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði (sj^nÁílbðY'í nýrratíma - heimsókn Mariu P. Tito de Moraes Stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands árið 1973 átti sér töluverðan aðdraganda. Umsagnir ráð- gjafa sem koma frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í byrjun 8. áratugarins höfðu töluverð áhrifá gang mála. Fyrstur þeirra var Maria P. Tito de Moraes, sem þá var framkvæmdastjóri hjúkrunarmáladeildar Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) í Evrópu (HÍ, 1976). Hún kom áríð 1970 að undirlagi þáverandi landlæknis og formanns skólanefndar Hjúkrunarskóla íslands, dr. Sigurðar Sigurðs- sonar. Tilgangur heimsóknar hennar var að veita sérfræði- ráðgjöf varðandi fyrirkomulag og framtíðarskipan hjúkrunar- Aðaiinngangur Aiþjóðaheiibrigðismáiastofnun- , , , , , arinnar í Genf. nams her a iandi, serstaklega nams i heilsuvernd. I áliti hennar kom skýrt fram að nauðsynlegt væri að stofna til háskólanáms í hjúkrunarfræði til þess að tryggja góða menntun hjúkrunarfræðinga fyrir viss vandasöm og sérhæfð störf og kennslu í hjúkrunar- fræði (Tito de Moraes, 1970; HÍ, 1976). Þetta álit hennar var hvatning að frekari umræðu um hjúkr- unarnám á háskólastigi sem loks leiddi til stofnunar námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Ástæður heimsóknarinnar Ástæður heimsóknar Maríu P. Tito de Moraes hingað voru þær að hér vantaði hjúkrunarfræðinga til starfa og hjúkrun- arkennara til að hægt væri að mennta fleiri til starfsins. í því sambandi varð umræðan um hjúkrunarnám í háskóla stöðugt áleitnari. Talið er að Vilmundur Jónsson, landlæknir hafi fyrstur sett fram hugmynd um hjúkrunarnám við Háskóla íslands. Hann skrifaði í Hjúkrunarkvennablaðið árið 1942: „Þarf ekki nema einn pennadrátt í háskólareglugerðina til þess, að hjúkrunarfræði verði viðurkennd háskólagrein til B.A.- prófs. Er ekki álitamál fyrir hjúkrunarkvennastéttina að vinna að því, að það verði gert. Stéttin sjálf hefur brýna þörf vel menntaðra og lærðra hjúkrunarkvenna í sínum hópi. Þannig ætti hún að setja sér það mark í framtíðinni að hafa alltaf á að skipa háskólalærðum hjúkrunarkonum til forstöðu og kennslu við hjúkrunarkvennaskólann." (Vilmundur Jónsson, 1942). Þessari grein Vilmundar var lítill gaumur gefinn þar til á sjöunda áratugnum þegar mannekla meðal hjúkrunarfræð- inga var orðin meira áberandi en áður, m.a. vegna þess að heilbrigðisstofnanir voru orðnar fleiri, vinnutími hafði styst um 16%, úr 48 tímum á viku í 40, og nemendum fjölgaði lítið í Hjúkrunarskóla íslands vegna kennaraskorts. Það leiddi til umræðna um þessi mál á fræðslunámskeiði Hjúkrunarfélags íslands árið 1966 og á heilbrigðisráð- stefnu á vegum Læknafélags íslands árið 1968. Lækna- félag Reykjavíkur ræddi einnig menntun hjúkrunarfræðinga árið 1968 og þar kom sömuleiðis fram sú skoðun að nauðsynlegt væri að hefja hjúkrunarnám í háskóla (HÍ, 1976). Þá hnigu skýrslur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar einnig að sömu niðurstöðu. í 5. skýrslu sérfræðinganefnd- ar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem var birt árið 1966, var lagt til að öll menntun hjúkrunarkvenna, bæði grunnnám og framhaldsmenntun, yrði sem fyrst innan vébanda æðri menntastofnana. Þar stóð einnig að rann- sóknir á sem „fullkomnastri hjúkrun“ skyldu taldar eitt af veigamestu atriðum í sambandi við skipulag heilbrigðis- þjónustunnar og að með styrkjum o.fl. væri hjúkrunarkon- um „veitt tækifæri til að læra vísindalegar rannsóknir og hagnýta sér þær“. (María Þétursdóttir, 1967, 1968). Þessar umræður voru því ofarlega í hugum manna þegar Maria Tito de Moraes kom til íslands að tilstuðlan landlæknis. Maria er portúgölsk að uppruna og stundaði nám í hjúkrun í Bandaríkjunum og heilsuvernd í Kanada. Hún lauk licensiatgráðu frá háskólanum í Lissabon í Þortúgal og meistaragráðu frá Columbia-háskóla í New York í Bandaríkjunum. María hóf störf hjá Alþjóðaheil- 223 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.