Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 26
+íj ú kru í í Zó fcc Að sigrast á efasemdum og fordómum Dr. Guðrún Kristjánsdóttir Á þessu hausti hefst 25. ár háskólanáms í hjúkrunarfræði. Tímamótunum var fagnað með hátíðadagskrá í Háskólabíói 3. október sl. Nám í hjúkrunarfræði til B.S. gráðu hófst 2. október 1973 í fyrsta sinn á Norðurlöndum við Háskóla íslands. Þeir sem að þessu námi stóðu og þeir sem fylgdu uppbyggingarstarfi þeirra eftir hafa háð marga hildi, þó aðallega gegn efa- semdum og fordómum hvers konar innan sem utan hjúkr- unar. Grunnnám í háskóla hefur reynst hjúkrunarfræðingum nauðsyn ekki síður en öðrum samstarfsstéttum í heil- brigðisgeiranum. Nú á mótum aldarfjórðunga viljum við líta til framtíðar hlaðin margvíslegri reynslu og skólun fortíðar. Þá er mikilvægt að árétta að framtíð hjúkrunar og hjúkr- unarfræðinnar byggir á tryggð við menntunina og hug- sjónir hjúkrunar að líkna og styrkja. Menntun hjúkrunar- fræðinga hlýtur í æ ríkari mæli að verða fræðileg, bæði á bókina en einnig klínískt, og krefst sífellds viðhalds. Starfs- nám og starfsþjálfun þarf einnig í auknum mæli að halda áfram að skólagöngu lokinni til að koma til móts\ið harðnandi kröfur um sérhæfingu í starfi. Á þessu afmælisári stendurtil að styrkja þessa þætti í hjúkrunarfræðinámi, m.a. með aukinni tölvuvæðingu og kennslu í notkun þeirra til að safna og vinna úr upplýsingum til náms og starfa. Sér- fræðinám og sérfræðiþjálfun er nú einnig talin nauðsynleg fyrir framþróun hjúkrunar í nýjum heimi þar sem nýsköpun og þekking haldast fast í hendur. Það gleður okkur því mjög að nýverið hófu 8 hjúkrunarfræðingar nám og rann- sóknaþjálfun á fjölbreyttum sviðum hjúkrunar til meistara- gráðu við Háskóla íslands. Framhaldsnám á háskólastigi verður án efa vaxtarbroddur í hjúkrunarmenntun í fram- tíðinni. í 25 ár hafa kennarar, nemendur og starfsfólk náms- brautar í hjúkrunarfræði unnið mikið uppbyggingar- og þróunarstarf í kennslu og námskrárgerð en ekki síður á sviði rannsókna. Rannsóknir á sviðum hjúkrunar og ým- issa samstarfsfræðigreina hafa tekið stakkaskiptum, bæði með bættri aðstöðu og betur menntuðu starfsfólki. Stúd- entum er í auknum mæli gert kleift að ganga inn í verkefni kennara til að kynna sér nýsköpun og rannsóknir í hjúkr- 218 unarfræði. Við státum af nýstofnaðri rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði sem er staðfesting á því að við hyggjumst leggja aukna áherslu á rannsóknir í hjúkrun. Rannsókna- starfsemi er þungamiðja í allri háskólastarfsemi og einnig í hjúkrunarfræði. Rannsóknastarfsemi vex, þróast og þrosk- ast í samræmi við þau skilyrði sem henni eru búin. Því beinum við því til hjúkrunarfræðinga um allt land að styðja við starfsemi okkar með þátttöku í nýstofnuðu hollvina- félagi hjúkrunarfræðinnar við Háskóla íslands. Vísindastarfsemi í hjúkrun hefur slitið barnsskónum og þarf að losna fyrir fullt og allt úr viðjum fordóma og minni- máttarkenndar. Fon/itnin þarf að vera í fyrirrúmi í formi þekkingarmiðlunar jafnt sem þekkingarleitar. Hjúkrunar- fræðina þarf að færa á bók, bæði í stóru og smáu. Því verður það verkefni okkar við námsbraut í hjúkrunarfræði að auka útgáfustarfsemi í hjúkrunarfræði, m.a. í gegnum það tímarit sem þessi orð eru rituð í. Við horfum til næstu 25 ára með tilhlökkun og vonum að okkur hafi tekist að skilja við vantrú og fordóma fortíðar og hefja nýtt tímabil í sögu hjúkrunarmenntunar við Há- skóia íslands. Grunnurinn að akademísku námi og vísinda- starfsemi í hjúkrun hefur verið lagður og eftir er að hefja öflugt nýsköpunarstarf íslenskrar hjúkrunar til eflingar heil- brigðis þjóðarinnar og viðhalds velferðar hennar. Þetta verður best gert í náinni samvinnu við fólkið í landinu. Eftir- sóknarvert þarf að vera að nema og starfa við hjúkrun, helga sig hjúkrunarstarfi og njóta þjónustu hjúkrunar í samfélaginu. Til hamingju með tímamótin. Dr. Guðrún Krístjánsdóttir, formaður stjórnar námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.