Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 36
í byrjun árs 1931 hóf ég hjúkrunarnám við fæðingar- deildina og var þar fram í apríl. Svo fórum við í lokapróf sem gekk mjög vel hjá okkur Elínu. Við úfskrifuðumst ástamt dönskum hjúkrunarnemum síðast í apríl 1931. Það var haldin veisla fyrir okkur í skólanum, við fengum kaffi og kökur. Nú vorum við orðnar útlærðar hjúkrunarkonur með meira en þriggja ára menntun að baki. Ég var ekki tilbúin til að fara heim til Islands og ákvað að láta draum minn rætast." Framhaldsnám í geðhjúkrun „Eftir útskriftina hóf ég framhaldsnám í geðhjúkrun eins og ég hafði ætlað mér. Ég komst í framhaldsnám í byrjun maí 1931. Námið tók hálft ár og síðan útskrifaðist ég sem geð- hjúkrunarkona. Um sama leyti fékk ég starf sem geðhjúkr- unarkona við húð- og kynsjúkdómadeild á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Engin geðdeild var á Ríkisspítalanum á þessum tíma. Á húð- og kynsjúkdómadeildinni var mikið um geðsjúklinga, unga karlmenn sem voru illa farnir eftir sárasótt og þörfnuðust mikillar hjúkrunar. Engin sýklalyf voru til við þessum sjúkdómi en reynt var að notast við silfurmeðferð sem fór misvel í sjúklingana. Nokkuð var um að þeir fengju æðisköst og gat þá verið erfitt að hemja þá. Þetta var reynsluríkur tími. Ég starfaði á deildinni í eitt ár og þá var komin einhver heimþrá í mig. Ég ákvað því að halda heim eftir þriggja ára útivist í Danmörku." Geðhjúkrunarkonan heldur heim „Þegar ég kom heim til (slands fékk ég starf hjá Helga Tómassyni, geðlækni, en hann rak einkastofu fyrir nokkra sjúklinga á Elliheimilinu Grund. Þegar Helgi fékk yfirlæknis- stöðu á Kleppi fylgdi ég honum þangað og hóf að starfa þar sem geðhjúkrunarkona. Ég hafði alltaf svo mikinn áhuga á geðhjúkrun og langaði til að mennta mig enn frekar. Þegar ég frétti að Helgi væri að fara utan til Svíþjóð- ar bað ég hann um að athuga hvort hann gæti útvegað mér starf á sjúkrahúsi þar. Ég var tilbúin til að starfa sem sjálfboðaliði á geðsjúkrahúsi í Svíþjóð. í ferð sinni þangað hitti Helgi læknir vin sinn sem bauðst til að útvega mér starf á einkastofu hjá geðlækni í Berlín. Ég ákvað að taka þessu starfi þó ég kynni ekkert í þýsku. Ég hélt til Þýska- lands árið 1937. Ekki vissi ég þá að þessi ferð átti eftir að breyta lífi mínu. Á meðan ég var þarna úti hafði doktor Bruno Schweizer, málfræðingur og mikill íslandsvinur, samband við mig. Hann starfaði við málfræðileg vísindastörf í Marburg og Munchen. Við höfðum sést áður þegar hann var á ferð á íslandi sumarið 1936. Ég var þá á ferð í Múlakoti í Fljóts- hlíð með vinkonu minni. Á meðan við vorum þar var Bruno Schweizer þar á ferð hjá kunningjafólki sínu. Okkur vinkon- unum og Bruno var boðið í hestaferð til Þórsmerkur. Ég kunni ekkert í þýsku þannig að ég gat lítið talað við Bruno í það skiptið. Þegar hann frétti af mér í Þýskalandi hafði hann samband við mig og bauð mér til sín og ég þáði það. Ári síðar giftum við okkur. Ég hætti að starfa við hjúkrun eftir giftinguna en átti eftir að taka þráðinn aftur upp síðar. Við bjuggum í mörg ár í Bæjaralandi í Þýska- landi. Ég starfaði af og til hjá Rauða krossinum í Þýskalandi. í stríðslok kom ég með drengina okkar tvo til íslands en Bruno varð eftir í Þýskalandi. Ég fékk stöðu á Klepps- spítalanum í desember 1945 til júní 1952. Síðan héldum við aftur til Þýskalands. í nóvember 1958 knúði sorgin dyra hjá mér er eigin- maður minn lést skyndilega úr hjartabilun. Ég heimsótti ís- land af og til eftir að ég varð ekkja en það var svo árið 1989 að ég kom alkomin heim aftur eftir margra ára dvöl í útlöndum." ERGOLINE EUROWAVE ÉLVlíLUcÉNLsLÉLu Tilboð í Eurowave liíeÁwy mánaðar 12 900 eins V' oft koma vilt Þú matt °9 ems 228 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.