Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 18
8 tíma námskeið um notkun mælitækisins, eru ábyrgir fyrir matinu en njóta aðstoðar annarra fagstétta eftir því sem við á. Meðaltími við gerð matsins eru 1 1/2-2 klst. Réttmæti og áreiðanleiki RAI-mælitækisins Við hönnun mælitækisins var réttmæti (validity) þess kann- að með því að fá aðra sérfræðinga á sama sviði og hönn- uðirnir til að gagnrýna það og leiðrétta. Á íslandi var mæli- tækið þýtt af greinarhöfundum, endurþýtt frá íslensku yfir á ensku af óháðum aðila og yfirfarið af upprunalegum hönnuðum í Bandaríkjunum. Áreiðanleiki (reliability) gagnasafnsins er mældur með athugun á samræmi milli tveggja matsaðila, þ.e. tveir hjúkrunarfræðingar meta sama einstakiinginn eða sami hjúkrunarfræðingur metur sama einstaklinginn tvisvar. Viðamiklar áreiðanleikaprófanir hafa farið fram í Banda- ríkjunum og hafa verið reiknaðir svokallaðir kappa-stuðlar fyrir hvert atriði, en þeir liggja á bilinu 0 til 1. Stuðull yfir 0,75 er ágætur (40%) og yfir 0,4 er viðunandi (55%). Á íslandi fóru fram áreiðanleikaprófanir er sýndu að 95% breyta voru með viðunandi eða ágætan áreiðanleika, en það er sambærilegt við niðurstöður frá Danmörku og Bandaríkjunum (Anna Birna Jensdóttir o.fl., 1995). Álagsmælingar Álagsmælingar eða RUG-flokkun (Resource Utilization Groups) er flokkunarkerfi tilfella (case-mix) sem sérstak- lega hefur verið hannað til að meta álag umönnunar íbúa á hjúkrunarheimilum. Flokkunarkerfið nýtir upplýsingar úr gagnasafninu og flokkar íbúana í 44 flokka. Einstaklingar í hverjum flokki eru einsleitir með tilliti til umönnunarþarfa. í flokkunarkerfinu eru sjö yfirflokkar sem lýsa þeim þáttum sem eru ríkjandi í þeirri umönnun sem íbúar í þeim flokkum þarfnast. Yfirflokkarnir nefnast endurhæfing, umfangsmikil hjúkrun, sérhæfð hjúkrun, flókin hjúkrun, andleg skerðing, hegðunarvandamál og líkamleg skerðing ( sjá mynd 2). Anna Birna Jensdóttir er hjúkrunarframkvæmdastjóri/sviðstjóri öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur Hlíf Guðmundsdóttir er stoðhjúkrunarfræðingur á öldrunarsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur Hrafn Pálsson er deildarstjóri öldrunarmáladeildar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins Ingibjörg Hjaltadóttir er hjúkrunarframkvæmdastjóri á öldrunarsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur Ómar Harðarson er stjórnmálafræðingur og starfar á Hagstofu Islands Pálmi V. Jónsson er forstöðulæknir/sviðstjóri öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir er forstöðurmaður öldrunarþjónustudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur 210 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.