Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 25
Laura Sch. Thorsteinsson og Christer Magnússon, hjúkrunarfræðingar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 'Fj AriAÁm til W.m'tAY’ApY'Ó'þ HASKOLINN A AKUREYHI íslenskum hjúkrunarfræðingum gefst brátt aftur kostur á að stunda nám til meistaragráðu í hjúkrunarfræði við erlendan háskóla án þess að þurfa að yfirgefa land og þjóð. Fjarnám hefst að nýju í janúar 1999 við Háskólann á Akureyri í samvinnu við Royai College of Nursing Institute of Advanced Nursing Education í London, sem er deild innan Manchesterháskóla í Bretlandi. Nú, ertu í „mastersnámi“? Það var með kvíðablandinni eftirvæntingu sem við tvö hófum þetta sama nám í janúar 1997 ásamt 9 öðrum hjúkrunar- fræðingum. Við erum iðulega spurð um námið. Fyrsta spurn- ingin er oft: „I hvaða sérgrein ertu?" Næst verður viðmæl- andinn svolítið vandræðalegur á svipinn, og þá vitum við að hann ætlar að spyrja: „Er eitthvað varið í nám þar sem mað- ur þarf ekki að fara til útlanda? Hvernig er að bara sitja heima og lesa?“ Við viljum gera hér grein fyrir svörum okkar. Uppbygging námsins - námsgreinar Námið er fræðilegt nám, ætlað til að styrkja hjúkrunar- fræðinga á fjórum meginsviðum, þ.e. sem sérfræðinga í hjúkrun, rannsakendur, kennara og ráðgjafa. í náminu fá nemendur m.a. tækifæri til að efla hæfni sína sem sérfræðingar og leiðtogar. Þar sem um fullorðins- fræðslu er að ræða fá nemendur stuðning til að geta sjálfir stýrt námi sínu. Námið er uppbyggt þannig að hægt ér að taka það á 2- 5 árum og því er mögulegt að sinna vinnu að hluta til jafnframt því. Byrjað er á námsgreinunum rannsóknarheim- speki, umfjöllun um kenningar og rannsóknaraðferðir. Síðan taka við greinarnar ráðgjöf, leiðtogahlutverkið og sérfræð- ingshlutverkið (advanced practice). í öllum námsgreinum er skilað verkefnum. Ekki eru kenndar neinar raunvísinda- eða læknisfræðilegar greinar eins og lífeðlisfræði eða sjúkdóma- fræði heldur er ætlast til þess að hver og einn leiti sjálfur þekkingar sem þarf til að leysa verkefni, til dæmis í sér- fræðingsnámskeiðinu. Tímanum er skipt nokkuð jafnt milli námsgreina, þó með áherslu á rannsóknarhlutverkið. Hápunktur námsins er síðan lokarannsóknin. Reiknað er með að sú vinna taki u.þ.b. ár í hlutanámi og fær hver nemandi eigin leiðbeinanda. Þar sem um er að ræða fjarnám, sem byggist á eigin vinnuframlagi nemenda, þarf að beita umtalsverðum sjálfsaga til að árangur náist. í upphafi hvers námskeiðs liggur Ijóst fyrir hvenær á að skila verkefnum og frestur er ekki framlengdur nema mjög góðar og gildar ástæður séu fyrir hendi og sækja þarf skriflega um frest. Nemendur fá í hendur tímaáætlun og vinnuáætlun með hverri námsgrein þar sem settar eru fram tillögur um hvernig best sé að vinna að hverju verkefni. Námsgögn Nemendur fá námsgögn í upphafi hvers námskeiðs, bæði „Study Guide", sem eru n.k. skriflegir fyrirlestrar eða um- fjöllun um viðkomandi námsefni, svo og fjölda greina um efnið ásamt lista yfir frekara lesefni. Mjög ýtarlegar leið- beiningar fylgja varðandi verkefnavinnslu, bæði hvað varðar umfang og uppsetningu. Þá fá nemendur í hendur „Rro- gramme Handbook" með ýmsum hagnýtum upplýsingum. Leiðsögn og samvinna Nemendur hitta leiðbeinanda í hverju námskeiði a.m.k. þrisvar meðan á námskeiðinu stendur í hópumræðum um námsefnið. Þess utan geta nemendur hvenær sem er sent leiðbeinanda tölvupóst með spurningum og vangaveltum, ekki hvað síst um verkefnavinnslu, og leiðbeinendur svara einu sinni í viku. Leiðbeinendur hafa allir verið íslenskir en námsefnið er á ensku og öllum verkefnum er skilað á ensku en tveir háskólakennarar og einn prófdómari í Bretlandi fara yfir verkefnin auk leiðbeinanda. Nemendur hafa myndað smærri hópa eftir búsetu og áhugasviði og hafa hist reglubundið og rætt námsefnið og námið, sótt stuðning hver til annars og skipst á bókum og greinum. Mat Það er mat okkar, sem höfum haft þá ánægju að stunda þetta nám undanfarið eitt og hálft ár, að það sé mjög gott. Öll umgjörð þess er í föstum skorðum. Ákveðnar reglur eru í gildi og vel gerð grein fyrir þeim í upphafi. Námsefni er faglegt og vandað. Leiðbeinendur hafa verið frábærir og samnemendur hjálplegir og skemmtilegir. Mikil viðbrigði voru að sitja svo klukkustundum skipti í einu við lestur fræðigreina. Aðaláhyggjuefni okkar, fyrir utan að eiga eftir eitt námskeið og Ijúka sjálfri lokarannsókninni, er hvernig við getum viðhaldið og aukið við það sem við höfum nú lært. Enn á ný hafa hin gömlu sannindi reynst rétt, að því meira sem maður lærir, því betur sér maður hve lítið maður veit. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.