Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Page 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Page 5
Sumarið '98 verður mörgum hjúkr- unarfræðingum sunnanlands minnis- stætt. Ekki fyrst og fremst fyrir fá- dæma veðurblíðu heldur mun fremur stormasama baráttu hjúkrunarfræð- inga á stóru sjúkrahúsunum og nokkr- um heilsugæslustöðvum í Reykjavík fyrir bættum kjörum. Þeirri orrahríð lauk með verulegum kjarabótum þeim til handa þótt ekki væru allir sáttir. Kjaradeilan í sumar var að mörgu leyti einstök. Hjúkrunarfræðingar stóðu betur saman en nokkru sinni fyrr. Þeir náðu að kynna málstað sinn á málefnalegan máta, og það skilaði sér m.a. í meðbyr og stuðningi frá samfélaginu og jákvæðri umfjöllun fjölmiðla um mikilvægi hjúkrunar í heilbrigðisþjónustunni. Samstaða stéttarinnar byggðist ekki eingöngu á einarðri réttlætiskröfu um hækkun launa heldur einnig þeirri víðtæku skynjun hjúkrunarfræðinga að vegið væri að sjálfsvirðingu stéttar- innar með því að skilgreina almenn störf þeirra í A-ramma í nýju iaunakerfi. Með stuðningi frá samfélaginu fengu kröfur hjúkrunarfræðinga byr undir báða vængi. Væntingar um 25% launahækkun, sem margir hjúkrunarfræðingar byggðu ákvörðun sína um uppsögn á, jukust eftir því sem nær dró 1. júlí. Hjúkrunarfræð- ingar trúðu því að með samstöðu stéttarinnar og áframhaldandi stuðn- ingi almennings fengist launahækkun sem næmi mörgum tugum prósenta. Ýmsir hjúkrunarfræðingar voru ósáttir við að félag þeirra skyldi verða við beiðni stjórnvalda um að Ijúka gerð aðlögunarnefndarsamnings nokkrum klukkustundum áður en uppsagnarfrestur rann út. Ákvörðunin byggðist á mati stjórnar félagsins, trúnaðarmanna og viðræðunefnda hjúkrunarfræðinga á þessum stofnunum um að frekari ávinningur fengist ekki með því að ganga út. Það er staðreynd að hjúkrunarfræð- ingar hafa með baráttu sinni náð veru- legum kjarabótum. Samningsbundnar launahækkanir skv. kjarasamningi félagsins frá júní 1997, auk launa- hækkana í kjölfar uppsagna hjúkrunar- fræðinga, færa þeim u.þ.b. 35-40% hækkun launa á samningstímabilinu sem er frá maí 1997 til október árið 2000. Laun gætu þar að auki hækk- að meira vegna nýs framgangskerfis sem tekur gildi á næsta ári. Hjúkrunar- fræðingar mega því vel við una miðað við aðstæður. Þrátt fyrir verulegar launahækkanir eru sumir hjúkrunarfræðingar ósáttir við sinn hlut. Sérstaklega á það við um þá hjúkrunarfræðinga sem enn eru í A-ramma í nýju launakerfi. Því miður tóku margir hjúkrunarfræðingar ákvörðun um að hverfa frá störfum vegna þess. Kjarabarátta tekur aldrei enda. Stöðugt er stefnt fram á við. Hjúkr- unarfræðingar tóku stórt skref í sumar og sýndu hvers þeir eru megnugir þegar þeir standa saman. Sú þekk- ing, sem hjúkrunarfræðingar öðluðust á kjaramálum sínum, mun nýtast þeim um langan tíma. Þeir eru farnir að feta sig á þeirri braut að verðleggja störf sín og gera kröfur um laun sem eru í samræmi við menntun þeirra, sérhæfni og ábyrgð. Hjúkrunarfræð- ingar eru á réttri leið og geta horft bjartsýnir fram á veginn. Zofran Glaxo Wellcome STUNGULYF iv; 1 ml inniheldur: Ondansetronum INN, klónð, díhýdrat, 2,5 mg, samsvarandi Ondansetronum INN 2 mg, Acidum citri- cum mónóhýdrat, 0,5 mg, Natrii citras 0,25 mg, Natrii chloridum 9 mg, Aqua ad iniectabilia q.s. ad 1 ml. TÖFLUR: Hver tafla inniheldur: Ondansetronum INN, klórið, díhýdrat, 5 mg eða 10 mg, samsvarandi Ondanse- tronum INN 4 mg eða 8 mg. Eiginleikar: Ondansetrón er sértækur, mjög virkur 5-HT3 viðtækja-blokkari. Verkunarmáti lyfsins er annars ekki vel þekktur, en það virðist hindra losun á 5-HT (serótónín), bæði í miðtaugakerfi og útlægum taugum. Lyfið hefur enga slæv- andi verkun. Frásog frá meltingarvegi er um 60%; helm- ingunartími er u.þ.b. 3 klst. Lyfið er umbrotið að mestu í lifur. Niðurbrotsefni útskiljast bæði í saur og þvagi. Abendingar: Til að fyrirbyggja og til meðferðar á ógleði og uppköstum af völdum krabbameinslyíja eða geislameðferðar. Til vamar ógleði og uppköstum eftir skurðaðgerðir. Frábendingar: Ofnæmi fyrir lyfinu. Ondansetrón veldur ekki fósturskemmdum í dýrum, en engin reynsla er af notkun Iyfsins hjá bamshafandi konum. Því á ekki að nota lyfið á meðgöngu, sérstaklega ekki á fyrstu 3 mánuðunum, nema brýna nauðsyn beri til. Lyfið hefur fundist í mjólk í rottum. Er því mælt með því, að mjólkandi konur gefi bömum ekki brjóst meðan á lyfjameðferð stendur. Aukaverkanir: Aukaverkanir eru sjaldséðar. Höfuðverkur, hitatilfinning í höfði og hægðatregða koma fyrir auk of- næmisviðrigða, sem geta verið alvarleg. Tímabundin hækkun lifrarenzýma hefur sést. Tímabundnar sjónUuflanir eftir hraða inngjöf í æð. Athugið: Stungulyfmu má blanda í allar algengar, tærar inn- rennslislausnir og skal lausnin varin Ijósi. Skammtastærðir handa fullorðnum: Við mikla hœttu á ógleði, t.d. við cisplatíngjöf: 8 mg gefín hægt (15 mín.) í æð rétt fyrir krabbameinslyfjagjöf: síðan 1 mg/klst. í sídreypi í allt að 24 klst. eða 8 mg á 4 klst. fresti tvívegis í 15 mínútna dreypi. Einnig má gefa einn skammt, 32 mg, þynnt í 50-100 ml af ísótónísku saltvatni og gefíð á 15 mínútum rétt fyrir krabbameinslyfjagjöf. Eftir það 8 mg til inntöku tvisvar sinnum á dag í allt að 5 daga. Við minni hœttu á ógleði, t.d. við cýklófosfamíð- eða doxórúbicíngjöf: Eins og áður fyrir lyfjagjöf, síðan 8 mg til inntöku tvisvar sinnum á dag í allt að 5 daga. Við geislameðferð: 8 mg til inntöku tvisvar sinnum á dag. Fysta skammt skal gefa 1-2 klst. fyrir fystu geisla- meðferðarinnar. Verkun lyfsins eykst, ef sterar eru gefnir sam- tímis, t.d. dexametasón 20 mg í æð rétt fyrir krabbameins- lyQagjöf. Niðurbrot lyfsins minnkar talsvert við lifrarbilun og hjá slflkum sjúklingum á heildardagsskammtur ekki að fara yfir 8 mg. Skert nýmastarfsemi hefur hins vegar engin áhrif á útskilnað lyfsins. 77/ vamar ógleði og uppköstum eftir skurð- aðgerðir: 8 mg til inntöku 1 klst. fyrir svæfingu og síðan tvis- var sinnum á 8 klst. fresti eða 4 mg með hægri inngjöf í æð við upphaf svæfíngar. Engin reynsla er af notkun lyfsins hjá bömum við þessari ábendingu og takmörkuð reynsla við notkun hjá öldruðum. Skammtastærðir handa bömum: Reynsla af lyfínu er lítil hjá bömum, en virðist gefa góða ráun hjá bömum yfír 4 ára aldri. 5 mg/nv líkamsyfirborðs gefíð í 15 mínútna dreypi rétt fyrir krabbameinslyljagjöf, síðan 4 mg til inntöku tvisvar sinnum á dag í allt að 5 daga. Pakkningar og verð: Stungulyf 2 mg/ml: plastlykja 2 ml x 5 - 6.262 kr.; plastlykja 4 ml x 5 - 9.375 kr. Töflur 4 mg: 100 stk. - 69.800 kr. Töflur 8 mg: 15 stk. (þynnupakkað) - 16.540 kr.; - 100 stk. 99.691 kr. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998 197 Ljósm.: Lára Long

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.