Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 11
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Thor Aspelund, Þorlákur Karlsson, Vilhjálmur Rafnsson Greinin hefur áður birst í Journal of Occupational and Environmental Health Mögulegir áhættuþættir b'áóstAk.rAbbA'múiA.s tengdir vinnu kjúkruiA.Ar{rÆÓiiÆAA Útdráttur Mögulegir áhættuþættir brjóstakrabbameins tengdir vinnu hjúkrunarfræðinga voru athugaðir með tilfella-viðmiðarann- sókn. Samkvæmt upplýsingum úr Krabbameinsskrá höfðu 59 islenskir hjúkrunarfræðingar fengið brjóstakrabbamein en 118 hjúkrunarfræðingar, sem ekki höfðu fengið brjósta- krabbamein, voru valdir af handahófi til samanburðar úr hópi hjúkrunarfræðinga. Svörun var tæp 97%. Áhættuhlut- föll (odds ratios), voru reiknuð með 95% öryggisbilum (95% ÖB). Vægi mögulegra truflandi þátta var metið með óskilyrtri, lógfskri aðhvarfsgreiningu (unconditional logistic regression). Áhættan á brjóstakrabbameini var mest þegar hjúkrunarfræðingarnir áttu systur sem höfðu fengið brjósta- krabbamein eða 2,83 (95% ÖB 1,03-7,81). Áhættuhlutfall- ið var 1,95 (95% ÖB 0,84-4,54) hjá þeim sem höfðu sér- hæft sig I barna-, geð-, handlæknis-Zlyflæknis-, öldrunar-, heilsugæslu-, eða „annarri hjúkrun" en spurt var um. Þegar litið var til vinnu á einstökum deildum var áhættu- hlutfallið hæst meðal þeirra sem höfðu unnið við að gefa frumuhemjandi lyfeða 1,65 (95% ÖB 0,53-5,17) og meðal hjúkrunarfræðinga sem höfðu unnið á barnadeild eða 1,47 (95% ÖB 0,63-3,41). Lægsta áhættuhlutfallið var meðal hjúkrunarfræðinga sem höfðu unnið I heilsugæslu eða 0,44 (95% ÖB 0,20-0,96). Útkoman var svipuð þegar lagskipt var eftir aldri. Hópurinn var lítill og ekki var hægt að ful/yrða um tengsl brjóstakrabbameins og áhættu í vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga. í rannsóknum á heilsufari kvenna er æski- legt að líta ekki aðeins til vinnunnar heldur einnig lífstíls sem tengst getur tilteknum þjóðfélags- og vinnuhópum. 1 Odds ratio hefur verið kallað „áhættuhlutfall" og verður notast við það orð í þessari grein. Nákvæmari þýðing væri þó ef til vill „mismunahlut- fall“. Um er að ræða muninn á hlutfallstölunum hjá tilfellum og viðmið- um þegar metin eru hugsanleg áhrif áreitisins sem um er að ræða hverju sinni. Eftir því sem talan er hærri er munurinn meiri og þar með hugsanlega áhrif áreitisins. Áreiti getur verið af ýmsum toga, t.d. að hafa unnið á tiltekinni sjúkradeild, að eiga systur sem hefur fengið brjóstakrabbamein o.s.frv. Miðað er við að áhættan sé jöfn ef áhaáttu- hlutfallið er = 1. Nýgengi brjóstakrabbameins fer vaxandi bæði í iðnríkjum og þróunarlöndum (Harris, Lippman, Veronesi og Willett, 1992; Tulinius, Sigvaldason, Ólafsdóttir og Tryggva- dóttir, 1992). Árið 1994 var nýgengi brjóstakrabbameins á (slandi 87 af 100.000 þegar aldur var staðlaður við heims- staðalinn (Segi, 1960) og var það langalgengasta krabba- mein meðal kvenna (Krabbameinsfélagið. Skýrsla, 1996). Víðtækar rannsóknir á hugsanlegum orsökum brjósta- krabbameins hafa leitt í Ijós að ýmis atriði virðast skipta máli í þessu samhengi svo sem: aldur, fjölskyldusaga eða arfgengi, frjósemisheilbrigði (þar með brjóstagjöf og tíðasaga) hormónanotkun, þjóðfélagsstaða, hjónabands- staða, mataræði, áfengisneysla, reykingar, geislun, hreyf- ing og sálrænir þættir (Colditz, 1993; Gammon og John, 1993; Kelsey, 1993; Negri o.fl., 1988; Petrakis, Ernster og King, 1982; Thorlacius o.fl., 1997; Tulinius o.fl., 1992). í yfirlitsgrein um áhættuþætti brjóstakrabbameins meðal kvenna (Goldberg og Labréche, 1996) er bent á að þar eð nýgengi brjóstakrabbameins haldi stöðugt áfram að auk- ast sé vel þess virði að velta fyrir sér hvort áhættuþættir tengdir vinnu eigi hlut að máli. f greininni er getið 115 rann- sókna á tengslum brjóstakrabbameins kvenna og vinnu, en þær rannsóknir, sem hér um ræðir, voru birtar á ára- bilinu 1971-1994. Aðeins fjórar þessara rannsókna voru tilfella-viðmiðarannsóknir. Þegar við gerðum rannsóknina vissum við ekki til þess að athugað hefði verið hvort eitthvað í vinnuumhverfi eða störfum hjúkrunarfræðinga gæti aukið áhættuna á brjóstakrabbameini í þeirra hópi. Vitað er þó að ýmiss konar líffræðilegir, efnislegir og sálfræðilegir áhættuþættir Dr. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir starfar við faraldursfræðilegar rannsóknir á atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins. Thor Aspelund, M.Sc., stundar doktorsnám í stærðfræðilegri tölfræði við Department of Statistics & Actuarial Science við háskólann í lowa í Bandaríkjunum. Dr. Þorlákur Karlsson er rannsóknarstjóri Gallups á íslandi. Dr. Vilhjálmur Rafnsson er prófessor í heilbrigðisfræði við Há- skóla íslands. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998 203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.