Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 46
vYAwimAurvíð tr Nýr samningur Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga við Tryggingastofnun ríkisins var undirrit- aður 30. apríl sl. Samningsgerð hafði tekið langan tíma þar sem óvissa ríkti um áframhald starfsemi sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga. Fyrsti samningur um greiðslur fyrir hjúkrun í heimahúsum vegna alvarlegra og langvinnra sjúkdóma og slysa var gerður árið 1989. Fram til ársins 1993 gilti samningurinn um almenna heimahjúkrun en því voru gerðar á honum grundvallarbreytingar. Samkvæmt þeim skyldi þjónustan fela í sér tiltekin sérsvið hjúkrunar, þ.e. hjúkrun dauðvona sjúklinga, hjúkrun sjúklinga með alnæmi, geðhjúkrun, barna- hjúkrun, hjúkrun aldraðra, hjúkrun fjölfatlaðra, hjúkrun sjúkl- inga með kviðraufun (stómíu), og hjúkrun sjúklinga með sár. Samningurinn gilti fyrir 20 stöðugildi hjúkrunarfræð- inga. Flann var undirritaður 22. febrúar 1993 en var sagt upp af Tryggingastofnun ríkisins og var hann laus frá því í maí 1995. 20. febrúar 1997 var hann framlengdur óbreytt- ur til 31. desember 1997. Viðræður um gerð nýs samings hófust í ágúst 1997 eins og samkomulag var um. í desember 1996 skilaði nefnd skipuð af heilbrigðisráð- herra áliti um „Starfssvið og starfsleyfi sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga í heimahúsum" og var útdráttur úr því birtur ÍTÍmariti hjúkrunarfræðinga, febrúarhefti 1997. Helstu niðurstöður nefndarinnar voru að þjónusta sjálfstætt starf- andi hjúkrunarfræðinga væri sérhæfð hjúkrunarþjónusta í háum gæðaflokki og að stefna bæri að frekari þróun hennar. í samninganefnd félagsins voru eftirtaldir: Hjúkrunarfræð- ingarnir Ásta Möller, Aðalbjörg Finnbogadóttir, Bryndís Konráðsdóttir, Erna Haraldsdóttir, Kristín Vigfúsdóttir, auk Vigdísar Jónsdóttur, hagfræðings félagsins. Þá var leitað ráðgjafar Birgis Björns Sigurjónssonar framkvæmdastjóra BHM og hjúkrunarfræðinga sem eru starfandi skv. samn- ingnum. Hjúkrunarfræðingarnir Ágústa Benný Herbertsdóttir, Helga H. Bjarnadóttir, Maríanna Haraldsdóttir og Bryndís Konráðsdóttir unnu að skilgreiningum á hjúkrunarálagi sem er fylgiskjal með samningnum. Helstu breytingar í hinum nýja samningi eru eftirfarandi: • Samningurinn gildir til 1. maí árið 2001 en honum má segja upp með 6 mánaða fyrirvara frá 1. janúar árið 2000. • Gerð var ný gjaldskrá sem byggist á nýjum skilgrein- ingum á hjúkrunarálagi l-IV, sjá meðfylgjandi gjaldskrá og skilgreiningar á hjúkrunarálagi. • Gjaldskráin hækkar um 5% 1. janúar 1999, 4% 1. janúar 2000 og 2,5% 1. janúar 2001. • Nýr gjaldskrárliður bætist við um eftirfylgd sem veitir hjúkrunarfræðingi, sem starfar skv. samningnum, heimild til að fara í eina stuðningsvitjun til aðstandenda sjúkl- ings eftir fráfall hans. Markmið vitjunar er að veita ráð- gjöf og stuðning á fyrstu stigum sorgarferlis og draga úr líkum á óeðlilegum sorgarviðbrögðum og leiðbeina aðstandendum með áframhaldandi stuðning. • Starfsleyfi miðast við tiltekinn fjölda vitjana á mánuði (hámark 60 vitjanir á mánuði sem er fullt starfsleyfi) í stað þess að miðað var eingöngu við fullt eða hálft starfsleyfi. • Hjúkrunarfræðingur með starfsleyfi getur ráðstafað allt að 15% af hámarksfjölda vitjana sinna til annarra hjúkr- unarfræðinga vegna orlofa. Hjúkrunarfræðingar, sem sinna þessum afleysingum, skulu sækja um tíma- bundið leyfi til TR vegna þeirra. í reglum Tryggingaráðs sem fylgja samningnum, eru auk þess eftirtalin nýmæli: • Beiðni um þjónustu skal berast frá hjúkrunarforstjóra heilsugæslustöðvar, hjúkrunarfræðingi á sjúkrastofnun eða lækni. Afrit af beiðni skal berast til heilsugæslu- stöðvar viðkomandi sjúklings. Þetta ákvæði kemur í stað ákvæðis um að samráð skuli haft við hlutaðeig- andi heilsugæslustöð áður en sjúklingur fær þjónustu frá sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingi. • Hjúkrunarfræðingur, sem hefur starfsleyfi getur lagt leyfi, sitt tímabundið inn þegar fyrir liggja gildar ástæður s.s. veikindi, barnsburðarleyfi eða námsleyfi, þó aldrei lengur en 2 ár. Leyfi, sem lagt er inn tímabundið, má veita öðrum hjúkrunarfræðingum innan sama sviðs til jafnlangs tíma og leyfið hefur verið lagt inn. Með undirritun þessa samnings í lok apríl sl. var samn- ingi félagsins við TR, um hjúkrun í heimahúsum vegna langvinnra sjúkdóma og slysa, komið af tilraunastigi. Með samningnum gefast hjúkrunarfræðingum með starfsleyfi fleiri tækifæri til að tengjast heilbrigðisstofnunum og sérdeildum þeirra. Þar með geta þeir tryggt sjúklingum, sem vilja vera heima en þurfa að vera í tengslum við sjúkrastofnanir, samfelldari þjónustu. 238 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.