Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 9
starfinu gefst einstakt tækifæri til að kynnast og tengjast atvinnulífinu og fólkinu náið. í kjördæminu finn ég að er gott og traust fólk sem veitir nauðsynlegan yl og stuðning í nepjunni. Ég varð fyrsta konan á íslandi til að verða fyrsti þingmaður í kjördæmi. Það er framsýni íbúa Vesturlands að þakka.“ Ingibjörg er ekki í vafa um að hjúkrunarmenntunin hefur komið að gagni í starfi sínu sem stjórnmálamaður. „í hjúkrun kynnist maður öllum þáttum mannlífsins og lærir að meta lífið öðruvísi. Þetta er þroskandi starf sem kemur að góðu gagni í manniegum samskiptum. í erfiðu starfi heilbrigðisráðherra er mér ómetanlegt að sjá hlutina frá mörgum sjónarhornum. Ég þekki grunninn og veit hvar við stöndum á íslandi meðal annarra þjóða. Miðað við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins sem miðar að jöfnu aðgengi fyrir alla er hvergi veitt betri þjónusta. Hér eru ekki spöruð hin dýru lyf, eða dýrar læknisaðgerðir takmarkaðar við tiltekinn aldur, eins og sums staðar í nálægum löndum. Ef ég yrði mikið veik er ég ekki í vafa um hvar í heiminum ég vildi vera stödd. Hér og hvergi annars staðar. Þetta eru staðreyndir. Heilbrigðisráðuneytið er auðvitað í sífelldri baráttu við að ná fram nauðsynlegum breytingum til að vera í takt við tímann og víst er að hagsmunaaðilar eru alltaf tilbúnir að mótmæla. En þótt hjúkrunarfræðingar skammi mig til dæmis opinberlega hafa þeir líka reynst mér sterkur bakhjarl." Þegar talað er um stuðning hjúkrunarfræðinga er ekki úr vegi að spyrja hvernig starf Félags ísienskra hjúkrunar- fræðinga horfi við Ingibjörgu þar sem hún situr á ráð- herrastóli. Um samstöðu hjúkrunarfræðinga segir hún: „Það er ótrúlega gott lím f þessu félagi. Það er með áhrifaríkari stundum sem ég hef lifað þegar félögin sameinuðust fyrir nokkrum árum. Það sýndi styrkleika og félagslegan þroska hvernig það fór fram og mér finnst það fylgja félagsmönnum. Sé litið um öxi höfum við haft alveg geysilega sterka leiðtoga. Kannski er það því að þakka. Á erfiðum stundum reynist þetta félagslím eins og „Tonnatak". Ég leita til hjúkrunarfræðinga eins og annarra heilbrigðis- stétta, en ég hygli ekki einni stétt á kostnað annarrar. Raddirnar eru margar og það verður að hlusta vel.“ Ingibjörg tekur skýrt fram að hún líti ekki á sig sem fulltrúa hjúkrunarfræðinga í ráðherrastóli. Hún starfi í þágu almannaheilla og það eigi einnig að koma heilbrigðis- stéttum til góða. „Þegar teknar eru ákvarðanir t.d. um uppbyggingu heilsugæslunnar, eins og hefur verið gert núna, kemur það bæði notendum þjónustunnar og starfs- fólki til góða, líka hjúkrunarfræðingum," segir hún. Ráðherra segist oftast vera sáttur við samskipti sín við hjúkrunarfræðinga. „Mér finnst til dæmis að nú, þegar okkur vantar tugi hjúkrunarfræðinga til starfa að félagið eigi að ganga í lið með heilbrigðisráðuneytinu til að stuðla að því að fleiri fái skólavist og þeim fjölgi stórlega sem útskrifast. Mér þykir einnig rétt að félagsmenn ræði meira um jákvæða þætti hjúkrunar. Þótt deila megi um laun og starfskjör, þá er vart hægt að hugsa sér starf sem gefur meiri lífsfyllingu. Ég tel reyndar að hin nýja aðferð við kjarasamninga, með aðlögunarnefndarsamningum, hafi mistekist. Vonirnar, sem bundnar voru við þessa leið hafa brostið í fyrstu tilraun. Samningarnir voru óljósir og leiddu til óánægju, úlfúðar og uppsagna. Það sér ekki fyrir endann á ólgunni meðal heilbrigðisstétta í kjölfar þessara kjarasamninga. Þetta var átakamikil samningahrota, sem reyndi mikið á leiðtogahæfileika formannsins, Ástu Möller, og sannaðist þá hversu sterk hún er. Kröfur hjúkrunar- fræðinganna, sem sögðu upp, voru svo ekki alveg raun- sæjar. Þeir töldu að þeir gætu hækkað um 50% í einni lotu. Það var ekki raunsætt mat.“ Enginn lætur sér detta í hug að starf heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sé dans á rósum. Hvað skyldi vera erfiðast? „Mér finnst erfiðast allt sem snertir trygginga- bótamál og tek það nærri mér þegar mér finnst ekki takast að tryggja fólki sæmilega fjárhagslegt öryggi. Þetta veldur mér sífelldum áhyggjum og bollaleggingum um hvernig við getum nálgast þá sem mest þurfa á að halda." En það eru samt margir Ijósir punktar við ráðherradóminn líka: „Ég er stolt af að geta framfylgt stefnu frá 1996 um uppbyggingu f heilsugæslunni. Á tveimur árum hefur tekist að gjörbylta heilsugæslunni á stöðum sem hafa setið á hakanum lengi t.d. Reykjavíkursvæðinu. Þá er ánægjulegt að geta kynnt ný fjárlög þar sem megináhersla er lögð á aldraða og langsjúk börn. Ég tel að þar sé mest þörf á að gera bragarbót núna. Á næstunni verður kynnt áætlun um hjúkrunarrými fyrir aldraða. Samkvæmt henni eigum að geta fullnægt þörfinni um aldamót, eftir aðeins tvö ár. Síðast en ekki síst fáum við brátt að sjá Barnaspítalann rísa. Okkur er ekkert að vanbúnaði en bíðum endanlegs leyfis frá borginni. Næstu daga verður vonandi hægt að taka fyrstu skóflustunguna og það mun síðan taka þrjú ár að byggja fullkominn spítala. Það er gert ráð fyrir að Barnaspítalinn verði tilbúinn 2001 en þessi bygging verður að rísa svo brýn er þörfin. Fjármögnun er tryggð og áformin ættu því að verða að veruleika." Ekki er lengur til setunnar boðið. Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra á líka annríkt á laugardögum. Tveir af bestu stuðningsmönnunum, eiginmaðurinn og yngsti son- urinn, eru mættir til að fara með á völlinn og fylgjast með bikarúrslitaleik kvenna í knattspyrnu á milli KR og Breiða- bliks. Ráðherrann á að afhenda bikarinn í rigningunni. Blikarnir unnu 3:2. ( vor keppir Ingibjörg hins vegar aftur um ráðherrasætið. Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 74. árg. 1998 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.