Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 49
Frá landlækni Um lAÁÍMkutAAUMtðferð Landlæknir hefur sett eftirfarandi reglur um nálastungumeðferð. 1. Einungis viðurkenndar heilbrigðis- stéttir hafa heimild til að stunda nálastungumeðferð. Öllum þeim, sem hyggjast stunda nálastungu- meðferð, ber að sækja um leyfi til slíks til landlæknis. 2. Heimild til að stunda nálastungu- meðferð á Islandi hafa læknar sem lokið hafa viðurkenndu námi í slíkum lækningum. 3. Landlæknir metur hvaða aðrar heilbrigðisstéttir hafa leyfi til að stunda nálastungumeðferð enda hafi viðkomandi lokið viður- kenndu námi í nálastungumeð- ferð en hafa verður tilvísun frá lækni til að stunda slíka meðferð. Greinargerð Nálastungumeðferð hefur á undan- förnum árum öðlast nokkra viður- kenningu sem gild læknisfræði en Ijóst er að örvun með nálastungu- meðferð getur breytt verkjaskynjun og linað sársauka með svipuum hætti og raferting á húð (TENS, transcutane nerve stimulation). Aðrar ábendingar eru ekki skilgreindar með fullnægjandi hætti. Því ber ávallt að hafa hliðsjón af þekkingu og niður- stöðum vísindarannsókna á hverjum tíma. Við nálastungumeðferð ber að gæta þess að rétt sjúkdómsgreining sé fyrir hendi eða að sjúkdómar sem krefjast annarrar meðferðar séu ekki til staðar þannig að meðferð á ein- kennum tefji ekki greiningu og meðferð sjúkdóms sem einkenn- unum veldur. Einnig verður að hafa í huga að nálastungumeðferð getur valdið vefjaskemmdum, sýkingum og loftbrjósti þótt sjaldgæft sé ef rétt er að málum staðið. Landlæknir ætlast til þess að þeir sem til þess eru bærir geri grein fyrir því gegn hvaða sjúkdómum þeir hyggjast beita nálastungumeðferð þegar sótt er um leyfi til að stunda þá meðferð og jafnframt ef breyting verður á ábendingu enda sé erindið rökstutt. Nálastungur gerðar samkvæmt reglum þessum eru greiðsluhæfar sem læknisverk. Bólusetning í haust Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ráðleggur að influenzubóluefni 1998-1999 innihaldi eftirtalda stofna: A/Sydney/5/97(H3N2)-líkur stofn A/Beijing/262/95(H1N1)-líkur stofn B/Beijing/184/93-líkur stofn Hverja á að bólusetja? • Alla einstaklinga eldri en 60 ára. • Öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna-, og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. • Starfsfólk heilbrigðisþjónustu og aðra þá sem daglega annast fólk með aukna áhættu. Brýnt er að bólusetning Ijúki eigi síðar en í nóvemberlok. Frábendingar: • Ofnæmi gegn eggjum, formalíni eða kvikasilfri. • Bráðir smitsjúkdómar. • Bólusetning gegn pneumó kokkasýkingum Sóttvamalæknir vill einnig minna á bólusetningar gegn pneumókokka- sýkingum á 10 ára fresti til handa öllum sem eru eldri en 60 ára og 5 ára fresti einstaklingum sem eru í sérstökum áhættuhópum. Sóttvarnalæknir Sókn besta vörnin £ Á ráðstefnunni „Hlutverk heilbrigðisstarfsmanna í tóbaks- vörnum" sem haldin var á Egilsstöðum 21. og 22. ágúst sl. kom m.a. fram að samkvæmt nýrri norrænni könnun virðast íslenskir foreldrar reykja meira yfir börnum sínum en foreldrar á hinum Norðurlöndunum. Um 30% fullorð- inna karla og kvenna á íslandi reykja og hefur hlutfallið ekki minnkað í nokkur ár. Ákvæði tóbaksvarnarlaga um afgreiðslu og sölu viðsjáðverðs nef- og munntóbaks eru þverbrotin hér á landi og þrátt fyrir ábendingar aðhafast heilbrigðiseftirlit og lögregla lítið sem ekkert. Á ráðstefnunni voru samþykktar nokkrar ályktanir. Samþykkt var að ráðstefnan legði til að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Ljósmæðrafélag íslands, Læknafélag íslands og Tannlæknafélag íslands skipi starfshóp heil- brigðisstarfsmanna um tóbaksvarnir. Þá var lagt til að tryggja ákveðnar forvarnir og fylgja eftir lögum um tóbaksvarnir og íslenskri heilbrigðisáætlun frá 1991 með áframhaldandi einkaleyfi hins opinbera á sviði innflutn- ings og dreifingar á tóbaki og háu tóbaksverði. Ráðstefnan var haldin á vegum Heilbrigðisstofnun- arinnar á Egilsstöðum og Krabbameinsfélags Héraðs- búa. Þátttakendur voru 75, flestir heilbrigðisstarfsmenn. Þeir sýndu efninu mikinn áhuga og margir lýstu því að þeir teldu að í tóbaksvörnum væri sókn besta vörnin. Tímarit hjúkrunarfræöinga • 4. tbl. 74. árg. 1998 241
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.