Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 14
Tafla 3. Áhættuhlutföll og 95% öryggisbil (95% ÖB) ýmissa vinnutengdra breyta í hópi 55 brjóstakrabba- meinstilfella og 116 viðmiða meðal íslenskra hjúkrunarfræðinga á árunum 1955-1994. Aðlagað með tilliti til fæðingarárs, brjóstakrabbameins hjá móður eða systur, hjúskaparstöðu og barnleysis Vinnutengdar breytur Fjöldi tilfella Áhættu- hlutföll 95% ÖB Áhættu- hlutföll 95% ÖB Hjúkrun að aðalstarfi 41 0,79 0,33-1,85 0,82 0,34-2,01 Hjúkrun oftast í fullu starfi 38 1,39 0,65-2,95 1,16 0,50-2,67 Hjúkrun >20 ár 38 0,78 0,35-1,75 0,86 0,36-2,06 Sérhæfing í hjúkrun 34 1,33 0,65-2,72 1,23 0,56-2,67 Sérhæfing I miðað við ósérhæfðar* 5 0,40 0,10-1,67 0,38 0,09-1,64 Sérhæfing II miðað við ósérhæfðar” 31 2,02 0,93-4,39 1,95 0,84-4,54 Mikil streita í starfi 24 1,34 0,64-2,81 1,16 0,53-2,53 Mikið vinnuálag 40 1,72 0,76-3,91 1,54 0,65-3,64 Lítið ákvörðunarvald í vinnunni 25 1,43 0,67-3,06 1,51 0,67-3,36 * Sérhæfing I. [ þeim hópi voru hjúkrunarfræðingar sem höfðu sérhæft sig í: gjörgæslu-, krabbameins-, röntgen-, skurðstofu- eða svæfingarhjúkrun. ” Sérhæfðing II. [ þeim hópi voru hjúkrunarfræðingar sem höfðu sérhæft sig I: barna-, geð-, handlæknis-/lyflæknis-, öldrunarhjúkrun, heilsugæsluhjúkrun eða „annarri hjúkrun". Aðlagað með tilliti fæðingarárs I töflu 3 má sjá niðurstöðurnar þegar litið var til tengsla brjóstakrabbameins og vinnu hjúkrunarfræðinga. Fyrst eru niðurstöðurnar sýndar þegar aðeins var tekið tillit til fæð- ingarárs í útreikningunum, en í aftari dálkinum var einnig tek- ið tillit til brjóstakrabbameins hjá nánum kvenkyns ættingja, hjúskaparstöðu og barnleysis. Eins og sjá má breytti ekki miklu þótt tekið væri tillit til þessara atriða í útreikningunum. Að taka tillit til þessara atriða kallast hér aðlögun (adjust- ment). Aðlagað áhættuhlutfall hjá þeim sem höfðu unnið sem hjúkrunarfræðingar mestan hluta ævinnar var 0,82 (95% ÖB 0,34-2,01), og aðlagað áhættuhlutfall hjá þeim sem höfðu unnið við hjúkrun 20 ár eða meira var svipað. Aðlagað áhættuhlutfall hjá þeim sem höfðu sérhæft sig í gjörgæslu-, krabbameins-, röntgen-, skurðstofu- eða svæf- ingarhjúkrun var 0,38 (95% ÖB 0,09-1,64), en aðlagað áhættuhlutfali meðal þeirra sem höfðu sérhæft sig í barna-, geð-, handlæknis-/lyflæknis-, öldrunar-, heilsugæslu- eða „annarri hjúkrun" var 1,95 (95% ÖB 0.84-4.54). Fleiri úr hópi tilfella en viðmiða töldust hafa orðið fyrir mikilli streitu í vinnu, verið undir miklu vinnuálagi og haft lít- inn ákvörðunarrétt í vinnunni. í töflu 4 má sjá útkomuna þegar tekið var tillit til vinnu á hinum ýmsu spítaladeildum eða í heilsugæslu. Aðlagað áhættuhlutfall var hæst meðal þeirra sem höfðu unnið við að gefa frumuhemjandi lyf eða 1,65 (95% ÖB 0,53-5,17) og meðal þeirra sem höfðu unnið á barnadeildum, aðlagað áhættuhlutfall 1,47 (95% ÖB 0,63-3,41) en lægst var aðlagaða áhættuhlutfallið hjá þeim sem höfðu unnið í heilsugæslu eða 0,44 (95% ÖB 0,20-0,96). Niðurstöðurnar voru svipaðar þegar lagskipt var eftir aldri. Umræða Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa ekki tilefni til full- yrðinga um áhættuþætti í vinnuumhverfi hjúkrunarfræð- inga. Fjölskyldusaga um brjóstakrabbamein og lífsstíls- atriði, sem ef til vill tengjast náms- eða starfsferli, vógu þyngst eins og sést hefur í öðrum rannsóknum á kvenna- hópum (Colditz, 1993; Harris o.fl., 1992; Kelsey, 1993; Negri o.fl., 1988; Petrakis o.fl., 1982; Tulinius o.fl., 1992). Þekktir áhættuþættir svo sem brjóstakrabbamein hjá nánum kvenkyns ættingjum, barnleysi, að hafa ekki gifst, góð þjóðfélagsstaða (metin eftir menntun eiginmanns hjá giftum konum) og að hafa neytt fituríkrar fæðu tengdust áhættuhlutfalli sem var hærra en 1,50. Fituríkt fæði er reynd- ar umdeildari áhættuþáttur en það sem á undan er talið. Reykingar virtust ekki auka á hættuna. Við tókum ekki tillit til óbeinna reykinga (Morabia, Bernstein, Héritier og Khatchatrian, 1996) eða aldurs við upphaf reykinga, en það gæti skipt máli ef áreiti snemma á lífsleiðinni eru afdrifaríkust (Colditz og Frazier, 1995). Þótt rannsóknarhópurinn væri lítill og tölfræðileg óvissa því mikil voru niðurstöðurnar um atriði, sem ekki tengjast vinnunni, yfirleitt í samræmi við niðurstöður annarra rann- sókna (Colditz, 1993; Harris o.fl., 1992; Kelsey, 1993; Negri o.fl., 1988; Petrakis o.fl., 1982; Tulinius o.fl., 1992). Það gefur til kynna að gefa beri gaum að niðurstöðunum varðandi vinnutengdu þættina. Á óvart kom að Sérhæfing II leiddi til hærri áhættuhlut- falla en Sérhæfing I sem við höfðum fyrirfram talið áhættu- meiri vegna ýmissa hugsanlegra áhættuþátta í vinnuum- hverfinu. Útkoman varðandi meðhöndlun frumuhemjandi 206 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.