Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Page 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Page 55
Opinn EQuÍP fundur Hótel Sögu, Reykjavík 5. nóvemberfrá kl. 10-17. Fundurinn er á vegum gæöaráös Félags íslenskra heim- ilislækna í samvinnu við heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið og er ætlaður heimilislæknum og öðru starfs- fólki heilsugæslunnar. Aðrir læknar og heilbrigðisstarfs- menn eru velkomnir. Fundurinn er styrktur af Thorarensen- Lyf, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og Heilsu- gæslunni í Reykjavík. Hann er haldinn í tengslum við vísindaþing FÍH sem verður 6/11 og 7/11. EQuiP er vinnuhópur evrópskra heimilislækna um gæðaþróun. Allir fyrirlesarar eru heimilislæknar. Gestafyrirlesarar eru frá Svíþjóð. Dagskrá: 10:00-10:05 10:05-10:35 10:35-11:05 11:05-11:35 11:35-12:15 12:15-13:30 13:30-13:45 13:45-14:05 14:05-14:25 14:25-14:45 14:45-15:05 15:05-15:35 15:35-15:55 15:55-16:15 16:15-16:35 16:35-16:40 Fundarsetning - Katrín Fjeldsted, formaður FÍH Leiðir til gæðaumbóta - Leif Persson, Svíþjóð Gæðaþróun og gæðahópar á heilsu- gæslustöðvum - Luis Pisco, Portúgal Gæðaþróun og sérstakir gæðahópar (MAAG) - Richard Baker, Bretlandi Pallborðsumræður. Matarhlé Þróun gæðastarfs FÍH - Gunnar Helgi Guðmundsson Gæðaráð heilsugæslustöðva - Bjarni Jónasson EUROPEP niðurstöður kynntar- Ásmundur Jónasson Audit projekt ísland - Jón Bjarni Porsteinsson Þroskaraskanir - Reynir Þorsteinsson Kaffi Þjónustukönnun á Seltjarnarnesi - Sigriður Dóra Magnúsdóttir Eyrnabólgur hjá börnum - Ingvar Þóroddsson Símaþjónusta á heilsugæslu- stöðinni í Fossvogi - Katrín Fjeldsted Fundarslit - Gunnar Helgi Guðmunds- son, formaður gæðaráðs FÍH Ráðstefna um hjúkrun þvagfærasjúkra Urologisk hjúkrunarráðstefna verður haldin í samvinnu við þing norrænna þvafæraskurðlækna, dagana 10.-12. júní 1999 í Reykjavík. Ráðstefnuna munu sækja hjúkrunarfræðingar frá öllum Norðurlöndunum og er opið öllum hjúkrunarfræðing- um. Ráðstefnan verður nánar auglýst síðar. Ný fagdeild Stofnuð hefur verið fagdeild hjúkrunarfræðinga tengdum þvagfærahjúkrun. Unnið hefur verið að stofnun þessa félags frá því snemma í vor. Formlegur stofnfundur var haldinn 22. september 1998. Hugmynd að stofnun þessarar fagdeildar hefur verið að veltast í hugum margra undanfarin ár þar sem þvagfæravandamál eru algeng og finnast víða innan hjúkrunar. Markmið deildarinnar eru: 1. að stuðla að bættri hjúkrun einstaklinga með vandamál tengd þvagfærum með því að: a) stuðla að bættri menntun félagsmanna b) stuðla að aukinni fræðslu og forvörnum c) fylgjast með nýjungum og koma þeim á framfæri d) stuðla að nánara samstarfi við aðra hjukrunarfræðinga og aðrar starfstéttir; 2. að kynna og koma á framfæri aukinni þekkingu á þvagfæravandamálum jafnt meðal hjúkrunar- fræðinga og almennings. 3. hvetja til rannsókna á þessu sviði. í stjórn voru kosnir: Gunnjóna Jensdóttir Hildur Magnúsdóttir Katrín Blöndal Kristín Úlfljótsdóttir Guðrún Jóhannsdóttir Varamenn: Ásdís Ingvarsdóttir Alma Harðadóttir Hjúkrunarfræðingar innan félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga geta orðið félagar þessarar nýstofnuðu fagdeildar. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998 247

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.