Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 33
WENR í Helsinki / júlf síðastliðnum var haldin ráðstefna á vegum WENR „Workgroup of European Nurse Researchers“ í Helsinki. Ráðstefnuna sóttu um 600 hjúkrunarfræðingar frá 26 þjóðlöndum í Evrópu og utan. Ráðstefnan var á allan hátt mjög vönduð og fyrirlestrar áhugaverðir og fræðilega vel unnir. Óvenjumargir aðalfyrirlesarar voru á ráðstefnunni og voru þeir með fyrirlestra bæði fyrir og eftir hádegi þá þrjá daga sem hún stóð. Auk þess voru þrír fyrirlestrar á tilkomumik- illi opnunarhátíð. Meðal aðalfyrirlesara má nefna Marianne Arndt, frá Háskólanum í Sterling í Bretlandi, sem haldið hefur fyrirlestra á ráðstefnum hér á íslandi. Aðrir aðalfyrir- lesarar voru Ada Sue Hinshaw frá Háskólanum í Michigan, Miriam J. Hirschfeld frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í Genf, Alison Kitson frá Royal College of Nursing í London, Hanneke van Maanen frá Háskólanum í Bremen í Þýska- landi og Afaf Meleis frá Háskólanum í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Tveir aðalfyrirlesarar voru frá Finnlandi en það voru Marianne Tallberg og Katri Vehviláinen-Julkunen frá Háskólanum í Kuopio. Þessir frábæru fyrirlesarar fjölluðu um kenningar í hjúkrun, þekkingarþróun í hjúkrun og hvernig tengja má rannsóknir og niðurstöður þeirra við hjúkrun sjúklinga. Síðast en ekki síst má nefna Carol Helm- stadter frá Hjúkrunarfélaginu í Ontario í Kanada. Hún hélt afar skemmtilegan fyrirlestur við opnunarhátíðina þar sem hún rakti þróun hjúkrunar í tvær aldir. í fyrirlestrinum greindi hún meðal annars frá aðferðum sem hjúkrunarfræðingar notuðu á 19. öld við meðferð sjúklinga sinna. Notaðar voru blóðtökur, blóðsugur, loftæmd glerglös á húð og sinneps- bakstar sem framkölluðu brunasár á húð sjúklinganna. Var ekki laust við að hrollur færi um viðstadda við lýsingarnar enda Ijóst að aðferðirnar hafa ekki verið þægilegar fyrir sjúklingana. Á milli þess sem aðalfyrirlestrar voru fluttir voru rannsóknarverkefni kynnt með fyrirlestrum í sex söl- um og með veggspjöldum í stórum sal. Mjög áhugaverðar pallborðsumræður fóru fram einn daginn þar sem ritstjórar fagtímarita og rannsakendur leiddu saman hesta sína. Ritstjórarnir, sem voru á pallborði, voru Veronica Bishop frá NT Research, Steve Black frá Nurse Researcher og Nancy Vatre frá Nursing Review. Rannsak- endur sem voru á pallborði voru: Helena Leino-Kilpi frá Háskólanum í Turku, Alison Tierney frá Háskólanum í Edin- borg og William Holzener frá Háskólanum í Kaliforníu. Auk þess að vera rannsakandi sagði William Holzener einnig frá reynslu sinni af því að vera ritrýnir fyrir fagtímarit. Meðal áheyrenda voru einnig fleiri ritstjórar. Miklar og góðar um- ræður spunnust á milli pallborðs og áheyrenda. Rætt var um vanda þeirra er ekki hafa ensku að móðurmáli, bæði hvað varðar þýðingar og þörf fyrir birtingu rannsóknar- greina í fagtímaritum í heimalandi viðkomandi rannsak- anda. Fram kom vilji hjá ritstjórum til að birta aftur greinar sem áður hefður verið birtar í tímaritum á öðrum tungu- málum. í þeim tilfellum yrði tekið fram að greinin hefði verið eða yrði birt í öðru tímariti. Einnig komu fram ráðleggingar frá ritstjórum um að láta minnst þrjá aðila lesa greinar yfir m.t.t. málfars og innihalds áður en þær eru sendar til tímarits. Ritstjórar lýstu sig síðan tilbúna til að vera hjálp- legir við minniháttar málfarsleiðréttingar. Miklar umræður urðu um ritrýni, hversu langan tíma það tæki að fá greinar birtar og kom sú skoðun fram að höfundar ættu að setja tímamörk á tímaritin. Hefði tímaritið ekki gefið svar um hvort það ætlaði að birta greinina eftir tvo mánuði, eða tæki lengri tíma en sex mánuði í ritrýni, þá ætti höfundur að draga greinina til baka og birta í öðru tímariti. Einnig komu fram varnaðarorð frá rannsakendum um að ekki væri ráðlegt að birta heilu mælitækin í tíma- ritsgrein því að þá myndi tímaritið öðlast birtingarrétt „copyright“ á mælitækinu. WENR ráðstefnan að þessu sinni var afar áhugaverð og segja þeir er til þekkja það bera vott um miklar framfarir frá því fyrir 10 árum. Næsta ráðstefna verður haldin í Reykjavík 25. - 27. maí árið 2000. Umgjörð hennar verður sérstök því sama ár verður Reykjavík ein af menningar- borgum Evrópu og haldið verður upp á 1000 ára afmæli kristni á íslandi. Ingibjörg Hjaltadóttir WENR á íslandi 25. - 27. maí 2000 10. ráðstefna starfshóps hjúkrunarrannsakenda í Evrópu Efni ráðstefnunnar er: Verkefni hjúkrunarfræðinga á 21. öld: Heilsuefling, fyrirbygging, afskipti Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.