Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Síða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Síða 42
hagræðing, sem kerfið leiðir til, mun koma hjúkrunar- fræðingum til góða í launum. Við gildistöku nýs fram- gangskerfis verða ný starfsheiti tekin upp í stað núverandi. (4. grein í samningi aðlögunarnefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Rsp. og SHR). Auk samningsins var gengið frá samkomulagi um röðun hjúkrunarfræðinga í launaramma og launaflokka sem er til bráðabirgða og gildir fram að upptöku nýs framgangskerfis. Listi yfir helstu atriði þess röðunarkerfis fylgir hér á eftir. Á árinu 1999 verður hið nýja framgangs- kerfi tekið í notkun. Það á m.a. að byggja á klínískum stiga og mati á álagi og menntun, sbr. 4. grein samningsins hér að framan. Þetta nýja framgangskerfi mun því ráða röðun hjúkrunarfræðinga í launaramma og launaflokka út samn- ingstímabilið sem er til 31. október 2000. Samningnum hefur verið dreift á Rsp. og SHR og hægt er að nálgast hann á skrifstofu félagsins. Röðunarkerfi frá 1. febrúar 1998 - 30. desember 1998 Frá 1. febrúar 1998 - 1. júlí 1998 Stór hópur almennra hjúkrunarfræðinga fékk starfsheitið stoðhjúkrunarfræðingur 1 frá 1. febrúar 1998 og því starfs- heiti var raðað í launaflokk 210 í eldra launakerfi. Þetta leiddi til allt að 9% launahækkunar hjá viðkomandi hjúkr- unarfræðingum. Frá 1. febrúar 1998 - 1. júlí 1998 færðust hjúkrunar- fræðingar yfir í nýtt launakerfi á þann máta að þeir röð- uðust í þann launaflokk þar sem launatala í þrepi viðkom- andi hjúkrunarfræðings var jöfn eða hærri en þau dag- vinnulaun sem hann hafði. Þannig áttu almennir hjúkrunar- fræðingar að færast í A-ramma, millistjórnendur í B- ramma og yfirstjórnendur í C-ramma. Við þessa yfirfærslu hækkuðu laun hjúkrunarfræðinga að meðaltali um 3%. Frá 1. júlí 1998 fram að gildistöku nýs framgangskerfis Frá 1. júlí 1998 var tekið upp röðunarkerfið í eftirfarandi töflu sem gildir fram að gildistöku nýs framgangskerfis: Tafla 1. Röðun hjúkrunarfræðinga í launaflokka á Rsp. og SHR frá 1.7.'98 Núverandi starfsheiti Launaflokkur Hjúkrunarfræðingur fyrstu 6 mán í starfi A2 Hjúkrunarfræðingur e. 6 mán. í starfi A3 Hjúkrunarfræðingur e. 5 ár f starfi A5 Deildarhjúkrunarfræðingur 1 B1 Deildarhjúkrunarfræðingur 2 B1 Stoðhjúkrunarfræðingur 1 B1 Stoðhjúkrunarfræðingur 2 B2 Stoðhjúkrunarfræðingur 3 B8 Aðstoðardeildarstjóri 1 B3 Aðstoðardeildarstjóri 2 B4 Deildarstjóri 1 B4 Deildarstjóri 2 B6 Deildarstjóri 3 B9 Starfsheitin deildarhjúkrunarfræðingur 1 og 2 og stoð- hjúkrunarfræðingur 1 eru starfsheiti almennra hjúkrunar- fræðinga. Fyrir gildistöku nýs launakerfis var stór hluti almennra hjúkrunarfræðinga færður upp í starfsheitið stoð- hjúkrunarfræðingur 1 eins og fram hefur komið hér að framan. Þannig leiðir ofangreint röðunarkerfi til þess að u.þ.b. 25% hjúkrunarfræðinga áttu að fara í A-ramma en mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga, eða a.m.k. 75%, áttu að fara í B- og C- ramma. Mat á menntun í grein 2.4 í samningnum er kveðið á um lágmarksmat á menntun. Samkvæmt þeirri grein á að meta sérleyfi eða formlegt viðbótarnám um 1 launaflokk í A-ramma en ekki í B- og C-ramma. Meistaranám eða sambærilegt nám er metið sem 2 launaflokkar í ramma A og B en 1 launa- flokkur í C-ramma. Doktorsnám er metið sem 3 launa- flokkar í ramma A og B en 2 launaflokkar í C-ramma. í nýju framgangskerfi, sbr. 4. grein samningsins, er síðan einnig gert ráð fyrir mati á menntun, þ.m.t. mati á sérleyfum og formlegu viðbótarnámi. Ljósabekkir leigðir út. Engin fyrirhöfn. Bekkurinn keyrður heim og sóttur. Einnig trimform, göngubrautir og fl. 234 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.