Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 42
hagræðing, sem kerfið leiðir til, mun koma hjúkrunar- fræðingum til góða í launum. Við gildistöku nýs fram- gangskerfis verða ný starfsheiti tekin upp í stað núverandi. (4. grein í samningi aðlögunarnefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Rsp. og SHR). Auk samningsins var gengið frá samkomulagi um röðun hjúkrunarfræðinga í launaramma og launaflokka sem er til bráðabirgða og gildir fram að upptöku nýs framgangskerfis. Listi yfir helstu atriði þess röðunarkerfis fylgir hér á eftir. Á árinu 1999 verður hið nýja framgangs- kerfi tekið í notkun. Það á m.a. að byggja á klínískum stiga og mati á álagi og menntun, sbr. 4. grein samningsins hér að framan. Þetta nýja framgangskerfi mun því ráða röðun hjúkrunarfræðinga í launaramma og launaflokka út samn- ingstímabilið sem er til 31. október 2000. Samningnum hefur verið dreift á Rsp. og SHR og hægt er að nálgast hann á skrifstofu félagsins. Röðunarkerfi frá 1. febrúar 1998 - 30. desember 1998 Frá 1. febrúar 1998 - 1. júlí 1998 Stór hópur almennra hjúkrunarfræðinga fékk starfsheitið stoðhjúkrunarfræðingur 1 frá 1. febrúar 1998 og því starfs- heiti var raðað í launaflokk 210 í eldra launakerfi. Þetta leiddi til allt að 9% launahækkunar hjá viðkomandi hjúkr- unarfræðingum. Frá 1. febrúar 1998 - 1. júlí 1998 færðust hjúkrunar- fræðingar yfir í nýtt launakerfi á þann máta að þeir röð- uðust í þann launaflokk þar sem launatala í þrepi viðkom- andi hjúkrunarfræðings var jöfn eða hærri en þau dag- vinnulaun sem hann hafði. Þannig áttu almennir hjúkrunar- fræðingar að færast í A-ramma, millistjórnendur í B- ramma og yfirstjórnendur í C-ramma. Við þessa yfirfærslu hækkuðu laun hjúkrunarfræðinga að meðaltali um 3%. Frá 1. júlí 1998 fram að gildistöku nýs framgangskerfis Frá 1. júlí 1998 var tekið upp röðunarkerfið í eftirfarandi töflu sem gildir fram að gildistöku nýs framgangskerfis: Tafla 1. Röðun hjúkrunarfræðinga í launaflokka á Rsp. og SHR frá 1.7.'98 Núverandi starfsheiti Launaflokkur Hjúkrunarfræðingur fyrstu 6 mán í starfi A2 Hjúkrunarfræðingur e. 6 mán. í starfi A3 Hjúkrunarfræðingur e. 5 ár f starfi A5 Deildarhjúkrunarfræðingur 1 B1 Deildarhjúkrunarfræðingur 2 B1 Stoðhjúkrunarfræðingur 1 B1 Stoðhjúkrunarfræðingur 2 B2 Stoðhjúkrunarfræðingur 3 B8 Aðstoðardeildarstjóri 1 B3 Aðstoðardeildarstjóri 2 B4 Deildarstjóri 1 B4 Deildarstjóri 2 B6 Deildarstjóri 3 B9 Starfsheitin deildarhjúkrunarfræðingur 1 og 2 og stoð- hjúkrunarfræðingur 1 eru starfsheiti almennra hjúkrunar- fræðinga. Fyrir gildistöku nýs launakerfis var stór hluti almennra hjúkrunarfræðinga færður upp í starfsheitið stoð- hjúkrunarfræðingur 1 eins og fram hefur komið hér að framan. Þannig leiðir ofangreint röðunarkerfi til þess að u.þ.b. 25% hjúkrunarfræðinga áttu að fara í A-ramma en mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga, eða a.m.k. 75%, áttu að fara í B- og C- ramma. Mat á menntun í grein 2.4 í samningnum er kveðið á um lágmarksmat á menntun. Samkvæmt þeirri grein á að meta sérleyfi eða formlegt viðbótarnám um 1 launaflokk í A-ramma en ekki í B- og C-ramma. Meistaranám eða sambærilegt nám er metið sem 2 launaflokkar í ramma A og B en 1 launa- flokkur í C-ramma. Doktorsnám er metið sem 3 launa- flokkar í ramma A og B en 2 launaflokkar í C-ramma. í nýju framgangskerfi, sbr. 4. grein samningsins, er síðan einnig gert ráð fyrir mati á menntun, þ.m.t. mati á sérleyfum og formlegu viðbótarnámi. Ljósabekkir leigðir út. Engin fyrirhöfn. Bekkurinn keyrður heim og sóttur. Einnig trimform, göngubrautir og fl. 234 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.