Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Side 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Side 18
8 tíma námskeið um notkun mælitækisins, eru ábyrgir fyrir matinu en njóta aðstoðar annarra fagstétta eftir því sem við á. Meðaltími við gerð matsins eru 1 1/2-2 klst. Réttmæti og áreiðanleiki RAI-mælitækisins Við hönnun mælitækisins var réttmæti (validity) þess kann- að með því að fá aðra sérfræðinga á sama sviði og hönn- uðirnir til að gagnrýna það og leiðrétta. Á íslandi var mæli- tækið þýtt af greinarhöfundum, endurþýtt frá íslensku yfir á ensku af óháðum aðila og yfirfarið af upprunalegum hönnuðum í Bandaríkjunum. Áreiðanleiki (reliability) gagnasafnsins er mældur með athugun á samræmi milli tveggja matsaðila, þ.e. tveir hjúkrunarfræðingar meta sama einstakiinginn eða sami hjúkrunarfræðingur metur sama einstaklinginn tvisvar. Viðamiklar áreiðanleikaprófanir hafa farið fram í Banda- ríkjunum og hafa verið reiknaðir svokallaðir kappa-stuðlar fyrir hvert atriði, en þeir liggja á bilinu 0 til 1. Stuðull yfir 0,75 er ágætur (40%) og yfir 0,4 er viðunandi (55%). Á íslandi fóru fram áreiðanleikaprófanir er sýndu að 95% breyta voru með viðunandi eða ágætan áreiðanleika, en það er sambærilegt við niðurstöður frá Danmörku og Bandaríkjunum (Anna Birna Jensdóttir o.fl., 1995). Álagsmælingar Álagsmælingar eða RUG-flokkun (Resource Utilization Groups) er flokkunarkerfi tilfella (case-mix) sem sérstak- lega hefur verið hannað til að meta álag umönnunar íbúa á hjúkrunarheimilum. Flokkunarkerfið nýtir upplýsingar úr gagnasafninu og flokkar íbúana í 44 flokka. Einstaklingar í hverjum flokki eru einsleitir með tilliti til umönnunarþarfa. í flokkunarkerfinu eru sjö yfirflokkar sem lýsa þeim þáttum sem eru ríkjandi í þeirri umönnun sem íbúar í þeim flokkum þarfnast. Yfirflokkarnir nefnast endurhæfing, umfangsmikil hjúkrun, sérhæfð hjúkrun, flókin hjúkrun, andleg skerðing, hegðunarvandamál og líkamleg skerðing ( sjá mynd 2). Anna Birna Jensdóttir er hjúkrunarframkvæmdastjóri/sviðstjóri öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur Hlíf Guðmundsdóttir er stoðhjúkrunarfræðingur á öldrunarsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur Hrafn Pálsson er deildarstjóri öldrunarmáladeildar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins Ingibjörg Hjaltadóttir er hjúkrunarframkvæmdastjóri á öldrunarsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur Ómar Harðarson er stjórnmálafræðingur og starfar á Hagstofu Islands Pálmi V. Jónsson er forstöðulæknir/sviðstjóri öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir er forstöðurmaður öldrunarþjónustudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur 210 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.