Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Side 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Side 31
Þorgerður Ragnarsdóttir Aðdragandi að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði (sj^nÁílbðY'í nýrratíma - heimsókn Mariu P. Tito de Moraes Stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands árið 1973 átti sér töluverðan aðdraganda. Umsagnir ráð- gjafa sem koma frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í byrjun 8. áratugarins höfðu töluverð áhrifá gang mála. Fyrstur þeirra var Maria P. Tito de Moraes, sem þá var framkvæmdastjóri hjúkrunarmáladeildar Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) í Evrópu (HÍ, 1976). Hún kom áríð 1970 að undirlagi þáverandi landlæknis og formanns skólanefndar Hjúkrunarskóla íslands, dr. Sigurðar Sigurðs- sonar. Tilgangur heimsóknar hennar var að veita sérfræði- ráðgjöf varðandi fyrirkomulag og framtíðarskipan hjúkrunar- Aðaiinngangur Aiþjóðaheiibrigðismáiastofnun- , , , , , arinnar í Genf. nams her a iandi, serstaklega nams i heilsuvernd. I áliti hennar kom skýrt fram að nauðsynlegt væri að stofna til háskólanáms í hjúkrunarfræði til þess að tryggja góða menntun hjúkrunarfræðinga fyrir viss vandasöm og sérhæfð störf og kennslu í hjúkrunar- fræði (Tito de Moraes, 1970; HÍ, 1976). Þetta álit hennar var hvatning að frekari umræðu um hjúkr- unarnám á háskólastigi sem loks leiddi til stofnunar námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Ástæður heimsóknarinnar Ástæður heimsóknar Maríu P. Tito de Moraes hingað voru þær að hér vantaði hjúkrunarfræðinga til starfa og hjúkrun- arkennara til að hægt væri að mennta fleiri til starfsins. í því sambandi varð umræðan um hjúkrunarnám í háskóla stöðugt áleitnari. Talið er að Vilmundur Jónsson, landlæknir hafi fyrstur sett fram hugmynd um hjúkrunarnám við Háskóla íslands. Hann skrifaði í Hjúkrunarkvennablaðið árið 1942: „Þarf ekki nema einn pennadrátt í háskólareglugerðina til þess, að hjúkrunarfræði verði viðurkennd háskólagrein til B.A.- prófs. Er ekki álitamál fyrir hjúkrunarkvennastéttina að vinna að því, að það verði gert. Stéttin sjálf hefur brýna þörf vel menntaðra og lærðra hjúkrunarkvenna í sínum hópi. Þannig ætti hún að setja sér það mark í framtíðinni að hafa alltaf á að skipa háskólalærðum hjúkrunarkonum til forstöðu og kennslu við hjúkrunarkvennaskólann." (Vilmundur Jónsson, 1942). Þessari grein Vilmundar var lítill gaumur gefinn þar til á sjöunda áratugnum þegar mannekla meðal hjúkrunarfræð- inga var orðin meira áberandi en áður, m.a. vegna þess að heilbrigðisstofnanir voru orðnar fleiri, vinnutími hafði styst um 16%, úr 48 tímum á viku í 40, og nemendum fjölgaði lítið í Hjúkrunarskóla íslands vegna kennaraskorts. Það leiddi til umræðna um þessi mál á fræðslunámskeiði Hjúkrunarfélags íslands árið 1966 og á heilbrigðisráð- stefnu á vegum Læknafélags íslands árið 1968. Lækna- félag Reykjavíkur ræddi einnig menntun hjúkrunarfræðinga árið 1968 og þar kom sömuleiðis fram sú skoðun að nauðsynlegt væri að hefja hjúkrunarnám í háskóla (HÍ, 1976). Þá hnigu skýrslur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar einnig að sömu niðurstöðu. í 5. skýrslu sérfræðinganefnd- ar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem var birt árið 1966, var lagt til að öll menntun hjúkrunarkvenna, bæði grunnnám og framhaldsmenntun, yrði sem fyrst innan vébanda æðri menntastofnana. Þar stóð einnig að rann- sóknir á sem „fullkomnastri hjúkrun“ skyldu taldar eitt af veigamestu atriðum í sambandi við skipulag heilbrigðis- þjónustunnar og að með styrkjum o.fl. væri hjúkrunarkon- um „veitt tækifæri til að læra vísindalegar rannsóknir og hagnýta sér þær“. (María Þétursdóttir, 1967, 1968). Þessar umræður voru því ofarlega í hugum manna þegar Maria Tito de Moraes kom til íslands að tilstuðlan landlæknis. Maria er portúgölsk að uppruna og stundaði nám í hjúkrun í Bandaríkjunum og heilsuvernd í Kanada. Hún lauk licensiatgráðu frá háskólanum í Lissabon í Þortúgal og meistaragráðu frá Columbia-háskóla í New York í Bandaríkjunum. María hóf störf hjá Alþjóðaheil- 223 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.