Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Side 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Side 13
spurt var um vinnu á ýmsum deildum, hjónabands- og þjóðfélagsstöðu (sem metin var eftir formlegri menntun makans meðal giftra hjúkrunarfræðinga), barneignir, brjósta- gjöf, tíðasögu, notkun getnaðarvarnarpillu, notkun tíða- hvarfahormóna, góðkynja brjóstaæxli, krabbamein í ætt, líkamlega hreyfingu, vítamínneyslu, mataræði, reykingar, áfengisneyslu, streitu í starfi, álag og ákvarðanarétt í starfi. Allir hjúkrunarfræðingarnir fundust í þjóðskrá og þar mátti sjá hverjir þeirra voru enn á lífi. Tuttugu og einn hjúkrunarfræð- ingur var látinn eða 36% af þeim 59 sem höfðu fengið brjóstakrabbamein. Fimmtán hjúkrunarfræðingar af viðmið- unum 118 voru látnir, þ.e. 13%. Haft var samband við nána ættingja allra hinna látnu. Fjórar konur, þ.e. þrír þjálfaðir spyrj- endur og einn rannsakenda (HKG), tóku viðtölin við hjúkrun- arfræðingana eða náinn aðstandanda þeirra. Mestur hluti viðtalanna fór fram á þremur dögum í sömu vikunni. Svör fengust hjá 93% tilfellanna og 98% viðmiðanna, þannig að þátttakan var tæp 97% þegar á heildina var litið. Aðstandendur áttu í erfiðleikum með að svara ýmsum spurningum en margir þeirra lögðu sig mjög fram um að afla upplýsinganna sem óskað var. Við ákváðum að fylla upp í svörin varðandi starfstíma og vinnu á hinum ýmsu deildum með því að nota upplýsingar úr Hjúkrunarkvenna- tali og Hjúkrunarfræðingatölum (Hjúkrunarfélag íslands, 1969; Hjúkrunarfélag íslands, 1979; Hjúkrunarfélag ís- lands, 1992) sem geyma upplýsingar um starfssögu allra íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 1920-1979, þótt þær upplýsingar séu ekki tæmandi. Samkvæmt upplýsingum frá ritnefnd hjúkrunarfræðingatalanna veittu hjúkrunarfræð- ingarnir sjálfir þessar upplýsingar í langflestum tilfellum. Sömu aðferð var beitt bæði við látin viðmið og tilfelli. Upp- lýsingar fengust hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins um aldur við upphaf tíða, aldur við tíðahvörf, notkun getnaðar- varnarpillu og notkun tíðahvarfahormóna meðal nokkurra látinna hjúkrunarfræðinga, en um það bil 80% kvenna á aldrinum 25-69 ára fara á leitarstöðina á ári hverju (Tryggva- dóttir, L, Tulinius, H., Lárusdóttir, M., 1994). Upplýsingar varðandi hormónatöku voru þó af skornum skammti, en hafa ber í huga að margar í hópnum voru komnar af barnseignaaldri þegar getnaðarvarnarpillan kom á markað og tíðahvarfahormón ekki á boðstólum. Með þessu móti var leitast við að bæta í eyðurnar og leiðrétta minnis- skekkjur hjá aðstandendum (Stewart og Stewart, 1994). Tölfræðiforritið S-plús var notað við úrvinnslu á gögn- um (Statistical Sciences, 1995). Við reiknuðum áhættu- hlutföll og 95% öryggisbil og mátum vægi nokkurra mögu- legra truflandi þátta með óskilyrtri, lógískri aðfallsgreiningu (Kleinbaum, Kupper og Chambles, 1982). Þegar svar vantaði var því sleppt. í útreikningunum var ævinlega tekið tillit til fæðingarárs, þannig að konur, sem fæddar voru um svipað leyti, voru metnar saman. Aldursdreifingin sést í töflu 1. Við athuguðum hvort fæðingarárið skipti máli fyrir útkomuna og við lagskiptum eftir aldri. Tafla 1. Aldursdreifing rannsóknarhópsins, 55 tilfelli brjóstakrabbameins, 116 viðmið í hópi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fæðingarár 1889-1900 1901-1920 1921-1940 1941-1956 Tilfelli 3 (5,4%) 15(27,3%) 24 (43,6%) 13 (23,6%) Viðmið 5 (4,3%) 13 (11,2%) 29 (25,0%) 69 (59,5%) Niðurstöður Þegar litið var til ýmissa breyta kom í Ijós að áhættan á brjóstakrabbameini var mest þegar brjóstakrabbamein hafði greinst hjá nánum kvenkyns ættingjum, meðal barn- lausra, ógiftra, meðal þeirra sem voru giftar mönnum með framhaldsmenntun og meðal þeirra sem höfðu neytt fitu- ríkrar fæðu (tafla 2). Áhættuhlutfall var lágt meðal reyk- ingakvenna. Tafla 2. Áhættuhlutföll og 95% öryggisbil (95% ÖB) ýmissa breyta hjá 55 tilfellum og 116 viðmiðum í hópi hjúkrunarfræðinga á árunum 1955-1994. Aðlagað með tilliti til fæðingarárs Ýmsar breytur Áhættuhlutföll 95% ÖB Brjóstakrabbamein í ætt Nánasti ættingi * 2,58 0,96-6,94 Systir 2,83 1,03-7,81 Náinn eða fjarskyldari ættingi ** 2,55 1,12-5,81 Fjarskyldari ættingi *** 1,37 0,60-3,12 Barneignir Barnleysi 1,51 0,56-4,05 Aldur frumbyrju >25 ár 1,24 0,52-2,97 Tíðasaga Aldur við fyrstu tíðir >15 ár 1,20 0,33-4,34 Aldur við tíðahvörf >50 ár 0,60 0,23-1,59 Hormónanotkun Einhver notkun getnaðarvarnarpillu 1,23 0,48-3,13 Einhver notkun tíðahvarfahormóna 0,79 0,33-1,92 Hjúskapar- og þjóðfélagsstaða Hefur aldrei gifst 1,79 0,65-4,92 Maki með framhaldsmenntun 1,66 0,74-3,71 Önnur atriði Fituríkt fæði 2,62 0,91-7,52 Fiskríkt fæði 0,53 0,12-2,35 Reykti um einhvern tíma 0,35 0,16-0,76 Neytti eitthvað áfengis 0,66 0,23-1,91 * Nánustu ættingjar eru móðir eða systir. ** Nánir eða fjarskyldir ættingjar eru: móðir, systir eða fjarskyldari ættingar. *** Fjarskyldir ættingjar eru: fjarskyldari ættingjar en móðir eða systir. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998 205

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.