Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Qupperneq 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Qupperneq 11
skiptum fööur og barns með því að brjóta gróflega á mannréttindum barnsins. Ofbeldi gegn konum Fjölskyldurannsakendur og rannsakendur í kvennafræðum hefur oft greint á um mikilvæga þætti innan ofbeldis- rannsókna er varða ofbeldi á konum, en staðreyndin er sú að þessi tvö fræðasvið rannsaka ofbeldi á konum frá ólíku sjónarhorni og með ólíkri aðferðafræði. Fjölskyldurannsak- endur hafa oft safnað gögnum af handahófi úr íbúaskrám ákveðins samfélags, þar sem áherslan hefur verið á mismunandi form fjölskylduofbeldis, þátt streitu í ofbeldi innan fjölskyldunnar og hlut almennings í að samþykkja sumar tegundir fjölskylduofbeldis (s.s. niðurlægjandi orð- bragð, andlegt ofbeldi o.s. frv.). Að auki hafa fjölskyldu- rannsakendur einnig lagt áherslu á að kanna gagnkvæmt ofbeldi milli kynjanna. Kvennafræðirannsakendur hafa aftur á móti frekar safnað gögnum frá konum sem leita til kvennaathvarfa eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi maka síns. Kvennafræðingar hafa því einkum lagt áherslu á yfirráð og valdbeitingu karla yfir konum og eins á þær hindranir sem gera konum (sem eru reglulega og á kerfis- bundinn hátt beittar ofbeldi af maka sínum) erfitt fyrir að losa sig úr sambandinu. Þó báðar fyrrtaldar rannsóknar- aðferðir séu mikilvægar er brýnt að hafa í huga að niður- stöður rannsókna um ofbeldi gegn konurm markast af þeirri aðferðafræðilegu nálgun sem stuðst er við í rann- sókninni. Ofbeldi í fjölskyldum hefur verið skilgreint sem sérhver verknaður eins eða fleiri fjölskyldumeðlima sem leiðir til alvarlegra líkamlegra eða andlegra áverka á einhverjum öðrum innan fjölskyldunnar (Wallace, 1996). Ofbeldi gegn konum er eitt form fjölskylduofbeldis þar sem kona innan fjölskyldunnar er meðvitað beitt röð andlegra, líkamlegra og eða kynferðislegra aðgerða sem valda henni áverka. Tíðni ofbeldis gegn konum er mjög breytileg og fer oft eftir þeirri skilgreiningu á ofbeldi sem stuðst er við. Rannsak- endur vestanhafs hafa haldið því fram að 16-40% kvenna þjáist vegna ofbeldis maka síns (Denham, 1995; Campbell, Harris og Lee, 1995; Straus og Gelles; 1990) og að konur hljóti sjáanlega áverka vegna ofbeldis 13 sinnum oftar en karlar (Campbell, Harris og Lee, 1995). Ofbeldi gegn konum hefur þó lítið verið rannsakað hér á landi, en í ársskýrslu Kvennaathvarfsins (1998) kemur fram að 11-14% íslenskra kvenna leita til Kvennaathvarfsins vegna ofbeldis og í skýrslu dóms- og kirkjumálaráðuneyt- isins (1997) er talað um að 9% ofbeldisáverka sem með- höndlaðir voru á slysavarðstofu Borgarspítalans árið 1979, hafi einhverjir í fjölskyldunni valdið. Þegar orsakir ofbeldiskenndrar hegðunar innan fjöl- skyldna eru skoðaðar kemur í Ijós að ástæður hennar geta átt rætur sínar að rekja til flókinna félagslegra og/eða sálrænna fyrirbæra. Campbell, Harris og Lee (1995) hafa sett fram þrjár hugmyndir um orsakir ofbeldis: (a) að ofbeldið eigi sér undirliggjandi atferlislegar og sálrænar (geðrænar) orsakir hjá einstaklingn- um; (b) að rætur ofbeld- isins megi rekja til reynslu úr eigin fjölskyldu því ýmsir telja ofbeldi lærast í barnæsku og að það berist milli kynslóða (m.ö.o. börn sem verða fyrir ofbeldi beita ofbeldi er þau vaxa úr grasi); og (c) að við erfiðleika í fjölskyldunni (t.d. atvinnuleysi, fæðingu nýs barns o.s.frv.) bregðist gerandinn við streitunni með því að beita ein- hvern í fjölskyldunni ofbeldi. Einstaklinginn sem beitir ofbeldinu skortir þá þjálfun í að nota önnur ráð til að tak- ast á við streituvekjandi aðstæður. Ofbeldi gegn maka (karl/kona) og ofbeldi gegn konum eru ólíkar tegundir af fjölskyldu- ofbeldi hvað varðar upp- runa ofbeldisins, alvöru og hversu lengi ofbeldið varir. Johnson (1995) rannsakaði muninn á para- og/eða hjóna- ofbeldi (common couple violence) og ofbeldi sem beitt er markvisst gegn konum (patriarchal terrorism). Samkvæmt Johnson er para- eða hjónaofbeldi það ofbeldi sem er oft svörun við ágreiningi daglegs lífs. Slíkt ofbeldi orsakast oft vegna þarfa um að hafa stjórn á ákveðnum aðstæðum, en ekki til að hafa stjórn yfir hjónabandinu. Þara- eða hjónaofbeldi er ekkert frekar af völdum karlmannsins en kvenmannsins, en ágreiningur milli hjóna getur stundum farið úr böndunum og getur þá leitt til ofbeldis. Litlar líkur eru á að slíkt ofbeldi magnist eða að það vari í langan tíma. Það er því ekki talið eins alvarlegt og á sér stað sjaldnar í hjóna- bandinu en ofbeldi sem eingöngu er beitt gegn konum (patriarchal terrorism). Náttúrulegt Sótthreinsiafl Bakteríubaninn mild sótthreinsisápa án alkóhóls Dreifíng: Niko ehf. Simi: 568-0945 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999 155
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.