Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Qupperneq 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Qupperneq 12
Johnson (1995) leggur áherslu á að kerfisbundnu ofbeldi gegn konum megi líkja við skipulagða „hryðjuverka- starfsemi". Þetta ofbeldi magnast yfirleitt með tímanum og felst ekki aðeins í líkamlegu, heldur einnig fjárhagslegu ofbeldi, hótunum, einangrun og öðrum stjórnunar- og valdaaðgerðum. Ofbeldi gegn konum á rætur sínar að rekja til hefða ættfeðra í vestrænum samfélögum þar sem karl- maðurinn telur konuna vera sína eign og þar af leiðandi að hann ráði algjörlega yfir henni (Johnson, 1995). Pence og Paymar (1993) hafa sett fram líkan til að skýra ofbeldis- mynstur karla gegn konum (ath. hefur þó einnig fundist í lesbískum samböndum þótt það sé ekki eins algengt). í líkaninu leggja þeir áherslu á að ofbeldismaðurinn noti hverja þá samsetningu af valda- og stjórnunaraðferðum sem hann þurfi til að ráða yfir maka sínum og fullnægja þörf sinni fyrir að sýna sjálfum sér og öðrum vald sitt. Þessar valda- og stjórnunaraðferðir fela meðal annars í sér: (a) að hafa fjárhagslegt vald yfir konunni, (b) að nota forréttindi karla, (c) nota börnin, t.d. til að flytja skilaboð til konunnar, (d) draga úr ofbeldinu, afneita því og ásaka hana um að hafa orsakað það, (e) nota einangrun (s.s. stjórna því hvað hún gerir, hverja hún hittir og hverja hún talar við), (f) nota andlegt ofbeldi (niðurlægja konuna, láta henni líða illa vegna sjálfrar sín, uppnefna hana, láta hana halda að hún sé gengin af göflunum og láta hana finna til sektarkenndar), (g) nota ógnanir og þvinganir og (h) beita valdi og hótunum. Að auki notar ofbeldismaðurinn svo líkamlegt og kynferðis- legt ofbeldi til að hafa algjört vald yfir konunni. Ofbeldi gegn konum á þennan hátt snýst því um það að hafa algjört vald og að geta stjórnað konunum og má því með réttu segja að um skipulagða niðurrifsstarfsemi sé að ræða af hálfu ofbeldismannsins þar sem sjálfstraust og sjálfsákvörðunar- réttur kvennanna eru markvisst brotin niður. Kona sem hefur lengi verið beitt ofbeldi hefur ýmis andleg og líkamleg einkenni vegna þess, s.s. ótta, kvíða, leiða, streitu, þunglyndi, vanmetakennd, langvarandi sárs- auka og verki (t.d. höfuðverk) og beinbrot (s.s. handleggs- brot) (Carlson, 1997). Vegna þess hve niðurbrotnar á sál og líkama þessar konur eru eftir langvarandi ofbeldi, reynist það þeim oft mjög erfitt að yfirgefa eiginmenn sína. Ýmsir ytri og innri þættir geta komið í veg fyrir að kona slíti samband við mann sem beitir hana ofbeldi, t.d. skortur á stuðningi frá fjölskyldu og vinum, takmarkanir á að fá vinnu úti á vinnumarkaðinum, sjálfsásökun, fá úrræði og andleg vanlíðan. Þessir þættir hafa e.t.v. þróast út af ofbeldinu en með markvissri meðferð er stundum unnt að breyta þeim. Margir rannsakendur hafa velt því fyrir sér hvað bindur ungar konur við karlmenn sem beita þær ofbeldi. Rosen (1996) rannsakaði 22 ungar ógiftar konur sem áttu kær- asta sem beitti þær ofbeldi og komst að því að konurnar voru áfram í sambandinu m.a. vegna þess að kærastinn var stundum góður við þær og þó að þær sveifluðust milli þess að vera hamingjusamar og vongóðar og þess að 156 vera vonlausar og niðurlægðar, þá voru það góðu stund- irnar sem voru þeim ofar í huga en þær slæmu og héldu þeim í sambandinu. Sumar kvennana töluðu um að þær reyndu að gleyma ofbeldisatvikinu, að þær afneituðu því að það væri ofbeldisverk. Aðrar konur töluðu um að kærastinn elskaði þær stundum og þótt hann hefði barið þær þá væri það tilfinningin um að þær væru stundum elskaðar sem hélt þeim áfram í sambandinu. Eins nefndu sumar konurnar að eftir ofbeldisverk yrðu þær háðar vingjarnlegri og hlýlegri hlið kærastans, en kærastarnir lofuðu yfirleitt betrumbót og gáfu konunum gjafir eftir að hafa beitt þær ofbeldi. Kona sem hefur lengi verið beitt ofbeldi hefur fátt um að velja, sér margar hindranir gegn því að nota þau úrræði sem hún hefur og hefur oft takmarkaða félagslega og fjár- hagslega aðstoð. Þegar ofbeldið er orðið langvarandi geta hótanir eiginmannsins verið nægjanlegar til að valda henni ótta og það kemur í veg fyrir að hún grípi til aðgerða til að binda enda á ofbeldið. Það er við slíkar aðstæður sem kon- urnar verða að skoða þau úrræði og þá möguleika sem þær hafa og meta stöðu sína, en oft eru þær orðnar örmagna vegna ástandsins og þurfa því á utanaðkomandi aðstoð að halda. Samkvæmt Carlson (1997) nota konur sem beittar hafa verið langvarandi ofbeldi mismunandi úrræði í tengslum við það ofbeldi sem þær hafa þurft að þola. Til að byrja með trúa margar konur að ofbeldið sé þeim að kenna og einkennast viðbrögð þeirra þá af sektar- kennd og sjálfsásökun (þær trúa því að þær hafi gert mistök sem gaf eiginmanninum ástæðu til að beita þær ofbeldi). Úrræði kvennanna á þessu stigi eru því meira tengd jákvæðum þáttum sambandsins en neikvæðum og þær tala oft um að margar konur hafi það miklu verra en þær. Ef ofbeldið heldur áfram þrátt fyrir tilraunir konunnar til að breyta því heldur Carlson (1997) því fram að konan geri sér oft grein fyrir því að ofbeldið sé ekki afleiðing hennar eigin gerða heldur sé það tengt hegðun eiginmannsins (en konan heldur oft í þá von að hún geti breytt hegðun eigin- mannsins, t.d. með því að stjórna drykkju hans því ofbeldi á sér oft stað í kjölfar drykkju). Ef ofbeldið hættir ekki vegna íhlutunar konunnar er líklegt að það magnist og verði tíðara og alvarlegra og þá átta margar konur sig á því að eiginmaðurinn einn á sök á ofbeldinu og hún getur ekkert gert til að breyta honum. Konur sem lengi hafa liðið fyrir ofbeldi verða því með tímanum örvæntingarfullar og vonlausar og finnst oft lítið eða ekkert jákvætt orðið eftir í sambandi þeirra makans. Því leita þessar konur til kvenna- athvarfs, lögreglu eða heilbrigðiskerfisins (t.d. slysavarð- stofu) eftir hjálp til að lina eigin þjáningar og vanlíðan. Það er því mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga að hafa í huga, ef kona sem beitt er langvarandi ofbeldi leitar til þeirra hvort sem er innan heilsugæslunnar, í mæðravernd eða annars staðar í heilbrigðiskerfinu, að mikilvægt er að sýna aðstæðum konunnar skilning og vinna út frá forsendum Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.