Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Page 14
káhars^íÍMÍ
Vigdís Magnúsdóttir var gerð að heiðursfélaga Félags
ísienskra hjúkrunarfræðinga á fulltrúaþingi sem haldið
var 20.-21. maí sl. Vigdís er fædd 19. febrúar 1931.
Hún lauk framhaldsnámi í spítalastjórn við Norges
Sykepleierhöyskole Ósló desember 1972. Vigdís var
hjúkrunarfræðingur á skurðstofunni á St. Jósefsspítal-
anum í Hafnarfirði 1961-1970 og St. Jósefsspítalanum
í Kaupmannahöfn í þrjá mánuði sumarið 1967. Hún var
aðstoðarforstöðukona á Landspítalanum 1970-1971,
og í janúar til júlí 1973. Hjúkrunarforstjóri var hún frá
1973 til 1995 er hún varð forstjóri ríkisspítalanna. Peirri
stöðu gegndi hún þar til um áramót '98-'99 og er nú í
hálfri stöðu við að vinna ýmis sérverkefni.
Endurmenntunarstofnun HÍ
Ofbeldi barna og unglinga
Áhættuþættir-forvarnir
Líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum hefur verið vax-
andi vandamál á undanförnum árum. Ofbeldisáverk-
um hefur einnig farið fjölgandi á íslenskum heimilum.
Ofbeldi ætti að vera auðvelt að fyrirbyggja í siðmennt-
uðu þjóðfélagi.
Námskeiðið skiptist í fjóra flokka:
1. Áhættuþættir
2. Forvarnir
3. Rannsóknir
4. Siðfræði
Umsjón: Helga Hannesdóttir, barnageðlæknir.
Tími: 31. ágúst og 1. september 1999 kl. 9.00-16.00
Verð: 14.500 kr.
Barnavernd il
Kynferðislegt ofbeldi
Umsjón: Marta Bergmann
Kennari: Martin A. Finkel, D.O. prófessor í klíniskum
barnalækningum og lækningaforstjóri hjá Center for
Children’s support, Speciality Care Center í
Bandaríkjunum.
Efni: Fjallað um hvaða ályktanir hægt er að draga af
rannsóknargögnum á sviði læknisfræðinnar.
Tími: 21. júní kl. 8.30-12.30
Verð: 5.900 kr.
íslenski þroskalistinn
Kennarar:
Einar Guðmundsson, sálfræðingur, forstöðumaður
Rannsóknastofnunar uppeldismála og Sigurður J.
Grétarsson, sálfræðingur, dósent við Háskóla ísiands.
Tími: 3.,15. og 20. september kl. 9.00-16.00
Verð: 8.500 kr.
Medical Card - nýjung frá Danmörku
Upplýsingar um sjúkling geta skipt höfuðmáli er fólk verður fyrir óhöppum, geta jafnvel ráðið úrslitum um líf eða dauða. Danska
fyrirtækið Medical Consult Corporation hefur hafið framleiðslu á plastkortum sem eru á stærð við greiðslukort og hafa þau að
geyma allar nauðsynlegustu upplýsingar sem að gagni koma í neyðartilfellum, svo sem hvort viðkomandi sé haldinn alvarlegum
sjúkdómum, þurfi að taka inn lyf, hafi ofnæmi, hvaða blóðflokk hann tilheyri, hvern eigi að hafa samband við í neyðartilfellum
og fleira þessháttar. Upplýsingar á kortinu eru á ensku, og geta allir pantað þau hvar sem þeir eru búsettir í heiminum.
Með kortinu fylgja upplýsingar á tungumáli þess lands sem umsækjandi býr í.
158
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999