Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Síða 19
Tafla 3
Samanburður á sjálfsáliti fyrir og eftir meðferð*
Fyrir meðferð Eftir meðferð
Sjálfsálit n M SF n M SF t P
(paired t-test) Sjálfsálit 5 13,4 1,82 5 13,4 1,34 .00 1
(group t-test) 9 12,55 2,24 8 13,87 1,36 -1.44 .17
'Munur á þessum útreikningum felst í því að sá fyrri felur í sér saman-
burð á mælingum á sömu einstaklingunum fyrir og eftir meðferð. Sá
síðari felur í sér að mælingar á meðferðarhópnum í heild fyrir meðferð
eru bornar saman við mælingar á hópnum í heild eftir meðferð.
Ánægjulegt og skemmtilegt
Öllum konunum nema einni fannst ánægjulegt og
skemmtilegt að taka þátt í fundunum og engin kom með
neikvæðar athugasemdir um þá. Þessari einu fannst að
fundirnir væru svo sem ekkert slæmir en ekkert sérstakir
heldur og sagðist ekki sækjast eftir því að fara á svona
fundi í framtíðinni. Almennt fannst konunum hins vegar
upplyfting í því að taka þátt í fundunum. Lestur úr ævi-
minningunum var skemmtilegur og fyndinn, þeim fannst
gaman að ræða atburði sem þær höfðu upplifað og einnig
fannst þeim gaman að heyra aðra segja frá atburðum sem
þeir höfðu upplifað. Ein sagði: „Svo náttúrlega hió maður
eins og ég veit ekki hvað." Önnur sagði: „Það var svo
margt ánægjulegt sem skeði á fundunum, konurnar töluðu
og sögðu frá ýmsu og við gátum hlegið, það var alveg
ómetanlegt."
Fundirnir vöktu einnig tilhlökkun hjá þátttakendum og
eftir að þeim lauk söknuðu sumar kvennanna fundanna.
Ein sagði: „Maður hlakkaði til að þessi dagur kæmi."
Önnur sagði: „Ég er mjög ánægð með þetta [fundinaj og
mér finnst synd að þetta sé hætt. Þetta hélt manni gang-
andi, maður hlakkaði til.“
Að líða vel
Fram kom, að konunum fundust fundirnir „notalegir" og
„yndislegir" og þeim leið vel á meðan á þeim stóð. Mikil ró
ríkti á fundunum og ein líkti þeim við „friðarstund". Slökun-
inni sem notuð var í upphafi líkti ein kona við „nokkurs
konar bæn“. Almennt upplifðu konurnar mikla afslöppun,
þótt annars konar vellíðan kæmi einnig fram. Ein talaði um
að það hefði haft mjög góð áhrif á sig að sjá ánægjuna
sem skein úr andlitum hinna kvennanna. Ein sagði: „Ég
slakaði voðalega vel á. Ég held að við höfum allar gert
það.“ Önnur sagði: „Mér fannst alveg dásamlegt - bara
afslöppunin." Þriðja sagði: „Mér leið bara vel inni í mér og
við sátum þarna að tala saman af því að það gerist nú ekki
svo mikið hér innan dyra.“ Sú síðasta sagði: „Ég kom
svoldið stressuð inn á fundina þarna fyrst, maður vissi
ekkert hvernig þetta var, en þessi slökun gaf mér voðalega
mikið. ... Ég var afslöppuð og mér leið vel, svona andlega.
Það verður oft þannig að maður er langt niðri, með
þennan sjúkdóm. ... Spila svona rólega tónlist, svo töluðu
þær svo rólega og það kom margt fram í þessari slökun
sem að hjálpaði til.“
Einn þátttakenda beitti slökuninni sem hann lærði
einnig við önnur tækifæri. Hann sagði: ..ég á það til að
vera rosalega stíf og hún [hjúkrunarfræðingurj kenndi mér
hvernig maður á að slaka á og það hef ég notað ... bæði
til að slappa af og læra rétta öndun."
Einnig kom fram vellíðan eftir fundina. Ein konan sagði:
„Þá leið mér mjög vel [þegar fundirnir voru búnirj. Ég
sofnaði yfirleitt alltaf voðalega vel á eftir.“ Auk þessa gat
ein þess að fyrstu dagana eftir fundina „pældi" hún í því
sem fram kom, sérstaklega í tengslum við það sem betur
hefði mátt fara í hennar lífi. Þessar pælingar drógu hins
vegar ekki úr ánægju hennar með fundina og fundust
henni „allir fundirnir yndislegir".
Opnari samskipti , aukin samkennd og viðkynning
Fram kom að samskiptin á fundinum veittu tækifæri til að
gefa af sjálfum sér og þiggja frá öðrum. Ein sagði „Svo
gáfum við þeim [hjúkrunarfræðingum] smávegis, en það
var nú ekkert miðað við það sem þær gáfu okkur, svona í
sambandi við að hafa okkur í þessum hóp.“ Önnur sagði:
„Maður fékk svona innsýn í líf annarra og gaf sjálfur, sagði
frá einhverju sem hafði komið fyrir mann sjálfan." Enn
önnur sagði: „Mér fannst ég svona miklu opnari ... [og]
mér fannst ég vera mikið duglegri að taka á móti því sem
talað var um [eftir að ég fór að sækja fundina]." Jafnframt
átti þessi kona auðveldara með að fara innan um fólk
eftirá. Hún sagði: „Mér fannst ég eiginlega vera ... meira til
í að taka þátt í ýmsu sem ég hefði ekki gert, þessir fundir
svona ýttu mér meira til að fara innan um fólk.“
Eining hópsins og samtakamáttur var konunum einnig
hugleikin. Það sem einni fannst eftirminnilegast var „hvað
konurnar voru allar samtaka". Önnur sagði: „Þetta hefur
kannski fært okkur nær hvor annarri." Sú þriðja sagði:
„Mér finnst ég eiga meira af vinum ... virkileg vinatengsl."
Aukin kynni þátttakenda innbyrðis komu fram hjá
flestum. Einnig kom fram að afstaða til þátttakenda
innbyrðis varð jákvæðari. Afstaðan hafði ekki verið
neikvæð áður, fremur að konurnar þekktust tiltölulega lítið,
þótt þær hefðu sumar hverjar verið á sömu deild um
nokkurn tíma. Konurnar töldu einnig að þar sem umræð-
urnar voru á skemmtilegum nótum „þá kynnist maður
fólkinu öðruvísi".
Það sem fram fór á fundunum
Þátttakendahópurinn var misjafnlega stór eftir dögum.
Oftast komu 5-7 manns einu sinni í viku, klukkustund í
163
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999