Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Qupperneq 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Qupperneq 34
skemmri veg. í samfylgdinni leitast sálusorgarinn við að greiða fyrir og miðla trú, von og kærleika. í dæmisögunni um miskunnsama Samverjann sjáum við nákvæmiega þessa fyrirmynd. Mestu skiptir að við séum tilbúin að hjálpa og sýna meðbróður okkar kærleika, hver sem hann er. Viljinn til góðra verka þekkir engin landamæri.“ En er þörf fyrir trúarlega þjónustu? „Margir halda því fram að trúarþörf sé ein af grund- vallarþörfum mannsins sem nauðsynlegt sé að uppfylla. Trúarþörfin verður a.m.k. að brennandi þörf hjá mörgum sem lenda í þrengingum. Þörfinn að leita til æðri máttar þegar þjáningin verður á vegi manns, þörfin fyrir að vera ekki einn. Þar kemur að okkar starfi að ganga með mann- eskjunni og vera tilbúin að leita svara með þeim sem þjást, þó ekki til að veita nein algild svör. Hjálpa manneskjunni að finna sín eigin svör, sína eigin leið sem hentar henni. Hlýtt viðmót og það að vera sannur er nokkuð sem skjól- stæðingar okkar leggja mikið upp úr. Þessir þættir greiða fyrir betri líðan og meiri von, raunsærri von, hjálpa fólki að lifa þann dag sem gefst. Hluttekning okkar má þó ekki ganga út í öfgar tilfinningalega og við megum heldur ekki vera of fjarlæg. Mikilvægast er að „standa álengdar nær“. Nauðsyn þess að hlusta og vera nálægur er mjög mikl- væg okkur sem sinnum fólki. Kúnstin er að kunna að ^jö'f 'fcíl "13o.míu Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, undirritaði 8. mars 1999 samning við Össur hf. um kaup á 400 gervifótum sem gefa á fólki í Bosníu-Hersegóvínu. Með samningi þessum er gjöf íslendinga til íbúanna orðin alls 1.000 gervifætur af fullkomnustu gerð, en áður hafði verið gerður samningur um 600 eintök. Upphæð samningsins nú er tæpar 30 milljónir íslenskra króna og nemur því heildar verðmæti þessarar aðstoðar íslendinga um 70 milljónum. Hluti af fyrri samningi var þjálfun starfsmanna stoðtækja- verkstæða í borgunum Sarajevo, Mostar og Tuzla og nú bætast við borgirnar Zenica og Livno. Áætlað er að fjöldi þeirra sem þurfa gervifætur í landinu sé um 4.500 manns. 70% þeirra, eða 3.100, hafa misst fót fyrir neðan hné og það er sá hópur sem hjálp íslendinga beinist að. Aðstoðin beinist mest að aldurshópnum 20-40 ára, en fullkomin stoðtækni gerbreytir lífi þeirra og atvinnumöguleikum. hlusta og muna eftir þeirri gullnu reglu „að tala er silfur, að hlusta er gull“. Ég vil leggja áherslu á að þó að við séum fulltrúar íslensku þjóðkirkjunnar ber okkur að sinna öllum þeim sem vilja tala eða njóta stuðnings annarrar manneskju, sama hverrar trúar fólk er eða jafnvel þótt það telji sig trúlaust. Öll höfum við þörf fyrir að ræða grundvallarspurn- ingar um lífið og tilveruna, sem sækja mest á þegar við mætum áföllum í lífinu. í lífsbaráttunni sitjum við öll við sama borð, enginn er undanskilinn því að mæta áföllum í lífi sínu, en spurningin er, hvernig við tökumst á við vandann og hvaða hjálp hentar okkur. Ég held okkur sé öllum hollt að spyrja hvers við myndum óska okkur sjálf í sorg og neyð. í hverju felst að hugga aðra manneskju? Og hvað er huggun? í hugleiðingu séra Jóns Bjarmann, sem ég las nýverið, kemur hann inn á þennan punkt. Er huggun sálgæsla? Er hún lærð athöfn eða meðferð sem allir geta lært og tileinkað sér? Hann segir: „Að mínu mati er huggun handa öðrum sálarástand - lífsafstaða, þar sem báðir eru þátttakendur, sá sem huggar og sá sem huggast lætur. Huggun rífur einsemd mannsins og gefur jafnframt von. Von sem okkur er nauðsynleg hversu illa sem okkur finnst vera komið fyrir okkur." Allir erfiðleikar eru léttbærari sé þeim deilt með öðrum. Það telst vart til dyggða í dag að bera harm sinn í hljóði." Hlustafa Mylaosmanovic er 62 ára leigubilstjóri og missti fót vegna sprengju. 178 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.