Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Page 35
Bergþóra Karlsdóttir
hjúkrunarfræðingur SHR
„é>íkmaha oa dviskis ný'tAY'"?
Hugleiðingar um offituvandamál kvenna
Hvers vegna þessi titill „einmana og einskis nýtar“? Og
hvers vegna konur? Þrátt fyrir allt tal um jafnrétti fara þær
ennþá verr út úr umframkílóum en karlar. Ég held að við
þekkjum öll þá goðsögn sem við höfum af feitu, glaðlyndu
konunni, stöðugt með gamanyrði og bros á vör. Þeir feitu
einstaklingar sem ég hef kynnst hafa síður en svo verið
sérstaklega hamingjusamir. Þeir þjást af andlegri vanlíðan
og upplifa félagslega útskúfun á margan hátt.
Talið er að of feitir einstaklingar verði fyrir fordómum
innan heilbrigðiskerfisins (Stunkard, 1996, Vickers, 1993)
og ég held að ef við gáum betur sjáum við að oft er
öðruvísi komið fram við þessa einstaklinga en aðra. Það
má einnig benda á þá mismunun sem ríkir innan
tryggingakerfisins. Sá einstaklingur sem á við
offituvandamál að stríða verður að greiða fyrir meðferð hjá
fagaðilum, t.d. NLFÍ í Hveragerði. Má bera þetta saman
við áfengissjúkling sem getur fengið endurtekna meðferð
sér að kostnaðarlausu.
Ég starfaði um skeið í meðferðarteymi sem var starf-
rækt við St. Jósefsspítalann í Hafnarfirði. Síðan hef ég
hugleitt mikið hvers vegna bæði íslendingar og aðrar vest-
rænar þjóðir verða stöðugt þyngri og þyngri, - þ.e. við
fáum stöðugt fleiri og fleiri einstaklinga með alvarleg offitu-
vandamál - þótt áhersla á útlit aukist í sífellu með þeim
afleiðingum að viss hópur grennist stöðugt. Það verður því
að gera skýran greinarmun á raunverulegum vanda
tengdum offitu og þeim sýndarvanda sem þjóðfélagið er
búið að skapa, að allir skuli steyptir í sama mót.
Víst er að offita er raunverulegt vandamál í vestrænum
þjóðfélögum, t.d. er tíðni offitu talið vera 35% hjá banda-
rískum konum og 31% hjá körlum (Stunkard, 1996). Hér á
landi er offita talin þjaka u.þ.b. 30% þjóðarinnar og þar af
er fimbulfita eða banvæn offita um 10% (Laufey Stein-
grímsdóttir, 1997). Svipað ástand er hjá öðrum Norður-
landaþjóðum. Við verðum feitari með hverri kynslóð. Offita
er skilgreind sem ástand með of mikilli líkamsfitu. Alþjóð-
lega mælieiningin fyrir fitu er Body Mass Index (BMI), þ.e.
kílóafjöldi deilt með hæð í öðru veldi (kg/m2). Normalgildi
liggja á milli 20 og 25, en talað er um dauðlega offitu eða
fimbulfitu þegar BMI er meira en 40.
Vestrænar hugmyndir um fegurð eru farnar að hafa
áhrif á konur alls staðar í heiminum. Hin bústna kona
endurreisnartímans breyttist smátt og smátt í drengjalega
konu eftir 1970 (Twiggy). Hin hefðbundna sýn á samband
milli þess að vera holdugur, ríkur og heilsuhraustur hvarf
þó snemma á 20. öldinni. Milli 1900 og 1920 komu fram
hugmyndir um kjörþyngd einstaklingsins og þá komu
einnig fram hugmyndir um að offita væri hættuleg, jafnvel
banvæn, jafnvel þó að engar rannsóknir væru til að styðja
það. Meðalþyngd kvenna sem taka þátt í fegurðarsam-
keppnum í Bandaríkjunum hefur lækkað frá 1958 og frá
öðrum löndum má nefna að á tímabilinu 1951-1981 urðu
þær konur sem hrepptu titilinn ungfrú Svíþjóð 4 cm hærri
en 15 kg léttari (Hesse-Biber, 1991, Rössner, 1993). í
breskri rannsókn sem var gerð meðal nokkurra stúlkna á
aldrinum 8-13 ára kom í Ijós að það sem þær óttuðust
mest var að verða of feitar (Grogan, Wainwright, 1996).
Bandarískir femínistar og fleiri hafa bent á að það að gera
konur svo uppteknar af því hvað þær megi borða og hvað
ekki ræni orku þeirra frá því að taka þátt í stjórnmálum og
viðskiptum.
Ekki eru allir sammála um að aukakílóin séu svo slæm.
Sú líffræðilega staðreynd að konur ganga með börn
stuðlar að sparnaði hitaeininga í líkamanum. Estrogen og
progesteron auka framleiðslu á fituvef og hindra niðurbrot
hans og það er talið vera gott fyrir konur að hafa nokkur
aukakíló á breytingaskeiðinu sökum meiri estrogenbirgða í
fituvef (Vickers, 1993).
Hjúkrunarfræðingurinn McBride (1988) áleit að það
óheilbrigðasta við offitu væri að falla ekki inn í hópinn. Það
leiddi til félagslegrar einangrunar. Hún vitnaði til ummæla
konu í meðferðarhóp: „Fitan gengur af mér dauðri, ekki
vegna áreynslu á hjartað heldur sálina." Samkvæmt White
(1991) eru of feitir einstaklingar álitnir veikgeðja, kæru-
lausir, latir, óaðlaðandi og misheppnaðir. Holdugt fólk er
síður ráðið í vinnu, því „ef það getur ekki ráðið við fituna,
getur það sennilega ekki heldur ráðið við vinnuna". Það
má einmitt nefna í framhaldi af þessu að nokkrar þeirra
kvenna sem voru í stuðningsviðtölum hjá mér í Hafnarfirði
sögðust upplifa félagslega einangrun og jafnvel einhvers
konar útskúfun. Þær sögðust fá verri þjónustu í verslunum
og þeim leið illa á flestum líkamsræktarstöðvum, þar sem
þeim fannst að allt þetta granna fólk í flottu
æfingagöllunum liti þær hornauga. Nú er erfitt að fullyrða
hvað er raunveruleg eða ímynduð upplifun þessara kvenna
en fyrrverandi afgreiðslustúlka í tískuvöruverslun fyrir
179
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999