Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Side 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Side 36
unglinga sagði mér að þegar feit unglingsstúlka kom inn í verslunina hefði samstarfsfólk hennar farið að pískra um að það þýddi nú lítið fyrir hana þessa að koma hér inn, það væri hvort eð er ekkert til við hennar hæfi. Einstaklingar með offituvandamál eru oft auðginntir fyrir alls konar megrunarkúrum. Rössner (1993) nefndi m.a. Scarsdale kúrinn, flug- freyjukúrinn, ananaskúrinn og „Fit for life" sem hann áleit vera dæmi um falsmeðferðir. Hann sagði marga þeirra sem græddu peninga á offituvandamálum fólks hafa litla menntun í næringarfræði, en rækju heilsuhæli og líkams- ræktarstöðvar og flögguðu nafnbótum úr óþekktum há- skólum. Lausnirnar skulu vera snöggar og harðsoðnar, jafnvel þótt það hafi tekið okkur allnokkur ár að koma þessum kílóum á okkur þá virðist einfaldara að taka duft úr dós en að breyta fastmótuðum lífsstíl. Það sýndi sig við offitumóttöku Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi að þeim gekk betur sem tóku þátt I meðferðinni af fullri alvöru strax frá byrjun. Mikilvægt er að einstaklingurinn hafi eigin áhugahvöt varðandi meðferð og að hugmyndin um þátt- töku komi frá honum sjálfum, en ekki frá maka hans, lækni, vinnufélögum eða nágrönnum. Það er aldrei hægt að segja frá byrjun hverjum kemur til með að ganga vel og hverjum ekki og það hefur ekkert með gáfur einstaklings- ins að gera. Árangurinn byggist á því að einstaklingurinn geti breytt lífsstíl sínum og matarvenjum til frambúðar. Þeim sem lifa óreglubundnu lífi, hafa t.d. óreglulegan vinnutíma eða eru mikið á faraldsfæti, gengur verr að breyta lífsstíl sínum (Rössner, 1993). Hjúkrunarfræðingar, eins og t.d. McBride (1988), hafa bent á að það vantaði heildræna sýn á meðferð einstak- linga með offituvandamál. Meðferðaraðilinn verður fyrst og fremst að finna út hvað einstaklingurinn vill sjálfur. Hvað telur hann sjálfur að hann þurfi til að ráða við aðstæður? Hver eru skammtíma- og langtímamarkmiðin? McBride mælir með að einstak- lingurinn setji sér sjálfur markmið og leiðbeinandinn ætti að finna út hvaða hvatir liggja að baki óskinni um að grenn- ast. Hún nefnir að konuna gæti langað til að: a) líta betur út, b) líka betur við sjálfa sig, c) fá meira þrek, d) komast í vissa stærð af fötum, e) taka meiri þátt í félagslífi, f) borða heilsusamlegra fæði vegna áhættuþátta varðandi sjúk- dóma í fjölskyldunni. Atferlismeðferðin (behaviour therapy) hefur verið mikið notuð við meðferð einstaklinga með offituvandamál. Sú aðferð miðar að því að hjálpa einstaklingnum að ná tökum á óæskilegu atferli og breyta því í æskilegt (Miller, 1991). Þessi meðferð er talin hæfa þeim best sem hafa minni háttar eða í meðallagi erfið vandamál með þyngd sína. Á fyrsta ári eftir meðferð hafa þessir einstaklingar þyngst aftur um u.þ.b. þriðjung af því sem þeir voru búnir að missa. Einnig má nefna stranga rmatarkúra með mjög fáum hitaeiningum, sem gefa slæman langtímaárangur. 180 Lyfjameðferð miðar að því að minnka matarlyst og má þar m.a. nefna d-Fenfluramin sem eykur losun á serotonin inn í taugamótin og hindrar endurupptöku þess. Lyf þessi verka misjafnt á einstaklinga en yfirleitt þyngjast þeir aftur þegar notkun lyfsins er hætt (Stunkard, 1996, Munro og Ratrick, 1994). Líkamsrækt hefur jákvæð áhrif á líkams- ímynd og sjálfsvirðingu og hefur áhrif til lækkunar á blóð- þrýsting og blóðfitu, jafnvel þó að kílóunum fækki ekki um- talsvert (Vickers, 1992). Munro og Þatrick (1994) mæla með sundi og gönguferðum fyrir mjög feita einstaklinga vegna þess að það reynir minnst á liðina. Þeir mæla með klukkustundarhreyfingu a.m.k. þrisvar í viku í byrjun og að einstaklingurinn setji sér það langtímamarkmið að hreyfa sig daglega. Bandarískur læknir, Albert Stunkard (1996), benti á að ef offita væri flokkuð sem langvinnur (krónískur) sjúkdómur leiddi það til þróunar á öruggari og árangurs- ríkari aðferðum. Hann sagði enn fremur að meðferð við of- fitu miðaði ekki að því að ná kjörþyngd heldur léttast um 5-10%, sem minnkaði sjúklegar aukaverkanir offitu, og reyna síðan að halda þeim árangri. Miller (1991) nefnir að- ferðir til megrunar, s.s. sjálfsstjórnun (self-monitoring), sjálf- styrkingu, stjórnun á umhverfi sínu og samningagerð. Langtímaárangur allra megrunaraðferða er slæmur. Talið er Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.