Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Síða 45
karlmönnum að meirihluta. Félagið hefur komið þessum
upplýsingum á framfæri við hjúkrunarfræðinga, stjórnvöld
og almenning.
í athugun hefur verið hjá félaginu hvort hjúkrunarfræð-
ingar geti nýtt sér jafnréttislög í baráttu fyrir bættum kjör-
um. Haldnir hafa verið fundir, m.a. með framkvæmdastjóra
skrifstofu jafnréttismála, þar sem rætt var um hugsanlegan
möguleika hjúkrunarfræðinga til málssóknar vegna mis-
mununar í kjörum. Vegna mikilla breytinga í launamálum
hjúkrunarfræðinga á starfstímabilinu, sem ekki er enn
komið jafnvægi á, er stjórn félagsins þeirrar skoðunar að
rétt sé að athuga þennan þátt síðar og með tilliti til niður-
stöðu í athugun á áhrifum nýs launakerfis á launajafnrétti
kynjanna sem vinnuveitendur gáfu yfirlýsingu um við undir-
skrift kjarasamnings félagsins í júní 1997.
Hagfræðingur félagsins hefur undanfarin ár verið fulltrúi
Bandalags háskólamanna í starfshópi um starfsmat sem
skipaður var af félagsmálaráðherra. Þessi starfshópur
hafði yfirumsjón með tilraunaverkefni um starfsmat sem
framkvæmt var hjá Ríkisspítölum, Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar og Hitaveitu Reykjavíkur. Þar var notað
svokallað kynhlutlaust starfsmat til að meta störf og raða
þeim innbyrðis. Skýrsla hefur verið gerð um verkefnið en
ráðuneytið hefur ekki enn gefið hana út.
Ákveðið var að kalla saman nokkra karlkyns hjúkrunar-
fræðinga til að ræða stofnun karlanefndar. ( apríl 1998 var
haldinn fundur með þeim þar sem fram kom að ekki þótti
ástæða til að stofna slíka nefnd.
Markmið 3:
Að gera hjúkrunarfræðinga hæfari til að takast á við
aukna ábyrgð varðandi launaákvarðanir á vinnustöðum.
Ábyrgð á samningagerð var færð frá miðstýrðu samninga-
borði út til stofnana með nýju launakerfi, eins og fram
kemur í umfjöllun um það hér að framan. Yfir 100 hjúkr-
unarfræðingar um allt land tóku þátt í því samningsstarfi.
Fulltrúum félagsins í aðlögunarnefndum var boðið að
sækja námskeið þar sem farið var yfir hlutverk nefndar-
manna og réttarstöðu þeirra og samningatækni. Nám-
skeið þessi voru haldin á vegum Bandalags háskóla-
manna en hagfræðingur og formaður félagsins tóku þátt í
því að skipuleggja og halda þau. Námskeiðin voru haldin í
Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og ísafirði.
Trúnaðarmannanámskeið hafa verið haldin að jafnaði
tvisvar á ári. Þar hefur öllum trúnaðarmönnum verið gefið
tækifæri til að fræðast um vinnulöggjöfina, kjarasamning
félagsins og ráðningarréttindi hjúkrunarfræðinga.
Réttarstaða trúnaðarmanna byggist annars vegar á
kjarasamningi milli félagsins og atvinnurekenda og hins
vegar á samkomulagi milli Bandalags háskólamanna og
ríkisins um réttarstöðu trúnaðarmanna.
í kjarasamningi félagsins frá 9. júní 1997 var gerð sér-
Styrkþegar úr B-hluta vísindasjóðs sumarið 1998.
stök bókun um stöðu félagsmanna sem starfa í aðlögunar-,
samstarfs- eða úrskurðarnefndum á vegum félagsins. (
henni kemur meðal annars fram að félagsmenn í þessum
nefndum skuli njóta réttarstöðu trúnaðarmanna og þar er
einnig gert ráð fyrir að námskeið verði haldin fyrir félags-
menn í þessum nefndum og þau verði kostuð að meirihluta
af vinnuveitendum.
Áfram þarf að vinna sérstaklega að því að bæta
réttarstöðu trúnaðarmanna, sérstaklega þeirra sem starfa í
aðlögunar- og samstarfsnefndum á vegum félagsins.
Markmið 4:
Að vinna að bættum starfsaðstæðum hjúkrunarfræðinga.
Stjórn félagsins ákvað að gera rannsókn á vinnuálagi og
vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga í samræmi við starfs-
áætlun sem samþykkt var á fulltrúaþingi 1997. Á vor-
dögum 1999 var gert samkomulag við Rannsóknarstofnun
í hjúkrunarfræði um framkvæmd slíkrar könnunar og var
spurningalisti sendur til 600 félagsmanna um miðjan maí
1999.
Gerðar voru tvær kannanir á skorti á hjúkrunarfræð-
ingum til starfa, miðað við 1. janúar 1998 og 1. janúar
1999. Spurningalistar voru sendar til allra heilbrigðisstofn-
ana hér á landi til að afla upplýsinga. Kannanirnar voru
unnar af Ástu Möller og voru niðurstöður þeirra birtar í
skýrslum í júní 1998 og mars 1999, svo og í Tímariti
hjúkrunarfræðinga.
Haustið 1998 var skipuð nefnd í samvinnu við fagdeild
hjúkrunarforstjóra á sjúkrahúsum til að skoða ástæður fyrir
skorti á hjúkrunarfræðingum til starfa og gera tillögur til
úrbóta. Nefndin skilaði skýrslu í mars 1999 og var hún
kynnt á blaðamannafundi. í skýrslunni er ítarleg samantekt
á ýmsum könnunum sem gerðar hafa verið á undan-
förnum árum um skort á hjúkrunarfræðingum og málum
því tengdum, auk þess sem afar yfirgripsmikil samantekt
er á ýmsum þáttum um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga,
en slík samantekt hefur ekki verið gerð áður fyrir stéttina.
189
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999