Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Síða 46
Samningar við heilsugæsluna undirritaðir í ágúst 1998.
Meginniðurstaða nefndarinnar var að fjölga þurfi nemend-
um í hjúkrunarfræði um 30-40 á ári til að bæta úr skorti á
hjúkrunarfræðingum. Skýrslan vakti rmikla athygli og er
félaginu kunnugt um að hún hafi verið notuð víða til að
finna lausn á þessu vandamáli. Skýrslan var send til stjórn-
valda og sérstaklega kynnt fyrir heilbrigðisráðherra.
Fyrir kjarasamningana 1997 setti félagið fram kröfur um
lækkun vinnuskyldu og styttri vinnuskyldu eftir 55 ára
aldur. Þessar kröfur náðu ekki fram.
[ kjarasamningi félagsins sem undirritaður var í júní
1997 var vinnutímatilskipun ESB útfærð, en vinnuverndar-
sjónarmið liggja að baki tilskipuninni. Töluverð vinna hefur
verið lögð í endurskoðun á vaktakerfum fyrir hjúkrunar-
fræðinga með hliðsjón af ákvæðum kjarasamningsins,
sérstaklega á stóru sjúkrahúsunum. Félagið tekur fyrst og
fremst þátt í þessari vinnu til ráðgjafar og til að gefa álit á
því hvort breytingar á vaktakerfi séu í samræmi við ákvæði
kjarasamnings félagsins.
í skýrslu um manneklu í hjúkrun er lagt til að einungis í
undantekningartilvikum verði hjúkrunarfræðingar ráðnir á
fleiri en tvær tegundir vakta.
í kjarasamningi félagsins frá 1997 var gerð bókun um
að vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga yrðu sérstaklega
skoðaðar með tilliti til niðurstöðu könnunar á ofbeldi sem
starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu verður fyrir og að
unnið yrði að úrbótum þar sem þess er þörf. Sérstaklega
verði geðdeildir, slysa- og bráðmóttökudeildir skoðaðar.
Jafnframt verði haldið áfram vinnu við að skoða sérstakar
tryggingar fyrir starfsfólk í þessu sambandi.
Stjórn félagsins ritaði bréf til SHR vegna þess að
lögregluembættið hætti að greiða vaktir lögreglumanna á
slysadeild um helgar. Farið var fram á að öryggi hjúkrunar-
fræðinga á vinnustað yrði tryggt.
Félagið, í samvinnu við Bandalag háskólamanna, undir-
býr nú málarekstur fyrir hjúkrunarfræðing sem telur sig
hafa orðið fyrir heilsuskaða vegna mengunar í vinnu-
umhverfi. Hér er um prófmál er að ræða.
Markmið 5:
Að vinna að bættri réttarstöðu hjúkrunarfræðinga.
Á síðasta ári fengu feður í ríkisþjónustu tveggja vikna
sjálfstætt fæðingarorlof. Áður höfðu þeir engan rétt. Reglu-
gerð um barnsburðarleyfi starfsmanna ríkisins hefur nú
verið nær óbreytt um margra ára skeið. Ljóst er að reglu-
gerðin er löngu úrelt, meðal annars hefur fallið dómur um
að hún stangist bæði á við stjórnarskrána og jafnréttislög
því hún heimilar ekki karlmönnum í ríkisþjónustu að fá
launað barnsburðarleyfi. í lögum um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, er ákvæði um að semja
skuli um breytingar á reglugerðum um barnsburðarleyfi og
veikindarétt. BHM og BSRB hafa nú í vetur hafið viðræður
sín á milli um sameiginlega kröfugerð vegna samninga um
þessi mál. Hagfræðingur Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga hefur tekið þátt í þessum viðræðum hvað varðar
barnsburðarleyfisréttindi.
BHM og BSRB hafa unnið að mótun kröfugerðar
vegna samninga um veikindarétt opinberra starfsmanna.
Þar hefur sérstaklega verið rætt um að leggja áherslu á
aukinn rétt foreldra til launaðs leyfis vegna veikinda barna.
í kjarasamningi félagsins frá 1997 er bókun þess efnis
að haldið verði áfram að athuga þörf á sérstökum trygg-
ingum starfsfólks í Ijósi könnunar á ofbeldi sem starfsfólk í
heilbrigðis- og félagsþjónustu verður fyrir.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi um síðustu
áramót bréf til allra stærstu fyrirtækja á tryggingamarkaði
þar sem farið var fram á að skoðaðir yrðu hugsanlegir
möguleikar á að tryggja hjúkrunarfræðinga sérstaklega,
umfram þær tryggingar sem eru nú þegar í kjarasamningi
og hjá lífeyrissjóðum hjúkrunarfræðinga. Svör hafa borist
frá nokkrum tryggingafélögum og eru þessi mál nú í
skoðun hjá félaginu.
Með nýjum lögum um réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins frá 1996 og reglum um form ráðningarsamninga
frá 1996 breyttist töluvert umhverfi hjúkrunarfræðinga
190
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999