Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Qupperneq 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Qupperneq 50
félaga og samtakanna og styrkja félögin í að þjóna félagsmönnum sínum. Á miðstjórnarfundi í apríl 1999 var tekin ákvörðun um að endurgreiða aðildarfélögunum 20% félagsgjalda fyrir árið 1999 með ákveðnum skilyrðum, en tilgangurinn er að styrkja félögin. Náið samstarf hefur verið milli Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga og BHM á starfstíma stjórnar. Hefur það samstarf ekki síst verið á vettvangi lífeyrismála og vegna nýs launakerfis opinberra starfsmanna. Félagið hefur á starfstíma stjórnar sent inn fimm mál til formlegrar afgreiðslu hjá laganefnd BHM auk fjölda form- legra fyrirspurna til stjórnar og framkvæmdastjóra BHM. BHM rekur nú þrjú dómsmál fyrir hjúkrunarfræðinga. Samstarf við Læknafélag íslands Aukið samstarf var við Læknafélag íslands á starfs- tímabilinu. Stjórnír félaganna héldu sameiginlega einn fund og var ákveðið að halda annan sams konar, en hann hefur ekki verið haldinn enn. Áhuga var lýst frá hendi beggja félaga að vinna saman að einstökum sameiginlegum hagsmunamálum. Formenn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga og Læknafélags íslands skrifuðu sameiginlega grein í Morgunblaðið vorið 1998, þar sem fjallað var um áhrif niðurskurðar í heilbrigðisþjónustu á starfsemi heil- brigðisstofnana. Tengsl við félög hjúkrunarfræðinema Haldnir voru fundir með fulltrúum hjúkrunarnema og ákvörðun var tekin um að félagið styrkti félögin um 50.000,- kr. árlega vegna erlends samstarfs og þeim boðin stúdentaáskrift að Tímariti hjúkrunarfræðinga. Stuðningur við hjúkrunarfræðinga sem eiga í fíkni- efnavanda Erindi barst stjórn félagsins frá Þóru Björnsdóttur, hjúkr- unarforstjóra á Vogi, þar sem hún óskaði viðræðna við stjórnina vegna hugsanlegs stuðnings við hjúkrunarfræð- inga sem eiga í áfengis- og fíkniefnavanda. Stjórn félagsins skipaði nefnd til að gera tillögur í þessum málum. Nefndin skipulagði fund 12. maí þar sem þetta málefni var sérstak- lega til umfjöllunar og í framhaldi af því hafa hjúkrunarfræð- ingar sem hafa átt í þessum vanda hist reglulega undir merki AA-samtakanna. Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga 12. maí Félagið hefur séð um undirbúning að dagskrá 12. maí undanfarin ár þar sem Reykjavíkurdeild félagsins er ekki starfandi. Dagskrá 12. maí 1998 var skipulögð í samvinnu félagsins og deilda hjúkrunarforstjóra heilsugæslu og heilsugæsluhjúkrunarfræðinga þar sem þemað var Sam- ráð um heilsugæslu - heilbrigði er allra hagur. Haldinn var í Laugardalnum fjölskyldudagur laugardaginn 10. maí, þar 194 sem áhersla var lögð á að kynna almenningi leiðir til bætts heiibrigðis auk þess sem heilsugæsluhjúkrunarfræðingar voru með sýningu og kynningu á störfum sínum. Að kvöldi 12. maí 1998 stóð vinnuhópur hjúkrunarfræðinga á vegum stjórnar félagsins, sem fjallað hefur um stuðning við hjúkr- unarfræðinga sem eiga í vímuefnavanda, fyrir fræðslufundi þar sem rætt var um konur og áfengi og konur og meðvirkni. Á 12. maí 1999 var opið hús að Suðurlandsbraut 22 þar sem var dagskrá fyrir hjúkrunarfræðinga sem nefndist Hjúkrun í 100 ár. Þar var skyggnst aftur til fortíðar og horft til framtíðar, þá aðallega á hlutverk hjúkrunarfræðinga í forvörnum. Gæðastaðlar í hjúkrun Stjórn félagsins ákvað að beina því til gæðastjórnunar- nefndar að vinna leiðbeiningar um hvernig vinna eigi gæðastaðla í hjúkrun. Ljóst er að á næsta starfsári stjórnar félagsins leggja fagdeildir aukna áherslu á að vinna slíka staðla. Gæðastjórnunarnefnd hefur svarað erindinu á þann hátt að nefndin verði fagdeildum til ráðgjafar í þessum efnum. Þátttaka í heilbrigðissýningu „Heilsa og menning 2000“ Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er þátttakandi í undi- búningi á sýningu „Heilsa og menning 2000“ sem haldin verður í tilefni af Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Erla Dóris Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sagnfræðingur, er fulltrúi félagsins í nefndinni. Lokaorð Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þakkar öllum hjúkrunarfræðingum sem tekið hafa þátt í starfi félagsins á starfstímabilinu fyrir fórnfúst starf í þágu hjúkrunarfræð- inga. Á skrá félagsins eru á bilinu 400-500 hjúkrunar- fræðingar sem hafa á einhvern hátt unnið fyrir félagið á tímabilinu, sem trúnaðarmenn, fulltrúar í aðlögunarnefnd- um og samninganefndum, í nefndum og ráðum, í stjórnum fagdeilda og svæðisdeilda eða við undirbúningsvinnu á vegum félagsins eða fag- og svæðisdeilda vegna ýmissa málefna hjúkrunarfræðinga. Óhætt er að fullyrða að leitun er að félagi sem hefur jafn virka félagsmenn, enda hefur árangurinn verið eftir því. Að lokum þakkar formaður félagsins öllum hjúkrunar- fræðingum samstarfið þau ár sem hann hefur gegnt for- mennsku fyrir hjúkrunarfræðinga og óskar um leið nýrri forystu og hjúkrunarfræðingum öllum velfarnaðar í framtíð- inni. Samantekt úr skýrslu vkj. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.