Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Síða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Síða 51
Hjúkrun ‘99 Ráðstefnan „Hjúkrun '99, - rannsóknir og nýjungar í hjúkr- un“ var haldin að Hótel Loftleiðum 16. og 17. apríl sl. Ráð- stefnuna sóttu 150 þátttakendur og var um þriðjungur þeirra starfandi við heilbrigðisstofnanir úti á landsbyggð- inni, sjúkrahús, heilsugæslustofnanir og dvalarheimili aldraðra. í undirbúningsnefnd voru Aðalbjörg J. Finnboga- dóttir, Auður Björk Gunnarsdóttir, Halla Grétarsdóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir og Sigríður Magnúsdóttir. ( vísinda- nefnd ráðstefnunnar voru Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, Anna María Þórðardóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Hrund Scheving Thorsteinsson og Ingibjörg Þórhallsdóttir. Auk þess fór fram kynning á veggspjöldum þar sem hjúkrunar- fræðingar kynntu verkefni sín og rannsóknir. Samhliða ráðstefnunni fór fram sýning á list- og hand- verki hjúkrunarfræðinga og var hún í umsjón Sigríðar Magnúsdóttur, en sex fyrirtæki stóðu að kynningu á hjúkrunarvörum. Það var Erlín Óskarsdóttir, settur formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem setti ráðstefnuna og Sigurður Guðmundsson landlæknir flutti ávarp. Að því loknu söng Gospel-kórinn undir stjórn Margrétar Rálma- dóttur. Gestafyrirlesarar voru tveir, þeir dr. Auðna Ágústs- dóttir, verkefnastjóri við rannsóknir á Sjúkrahúsi Reykja- víkur og lektor við HÍ, sem flutti fyrirlestur um rannsóknir og hjúkrunarstarfið, og dr. Marit Kirkevold, prófessor í hjúkrunarfræði við Háskólann í Ósló, sem fjallaði um tengsl rannsókna og hjúkrunar. Fyrirlesarar auk þeirra tveggja voru: Hildigunnur Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur M.Sc. og lektor við HA, sem fjallaði um áhrifaþætti á notkun rannsóknarniður- staðna, Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, hjúkrunardeildar- stjóri, sem fjallaði um sjáanlegar vísbendingar um gæði í öldrunarmálum, dr. Guðrún Kristjánsdóttir, dósent í hjúkrunarfræði við HÍ, en fyrirlestur hennar nefndist „Horft til framtíðar í Ijósi þekkingar um þarfir foreldra barna á sjúkrahúsum". „Frá reynslu til rannsókna" nefndist fyrir- lestur Sóleyjar Bender, lektors við HÍ. „Mikilvægi stjórn- unarlegrar þekkingar og getu hjá yfirstjórnendum hjúkr- unar í heilsugæslu og öldrunarþjónustu" nefndist fyrirlestur Önnu Birnu Jensdóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þær Edda Steingrímsdóttir og Guðrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingar, fluttu fyrirlestur um upprifjun endur- minninga hjá fólki með langvinna lungnasjúkdóma og Árún K. Sigurðardóttir, lektor við HA M.Sc., fjallaði um hlutverk hjúkrunarfræðinga við upphaf insúlínmeðferðar. Sylvía Ingi- bergsdóttir, hjúkrunarfræðingur á geð- og verkjasviði á Reykjalundi, fjallaði um árangur af hjúkrunarmeðferð við Sigurður Guðmundsson landlæknir flutti ávarp við setningu ráðstefnunnar. langvinnum verkjum, Brynja Ingadóttir, hjúkrunardeildar- stjóri, og Margrét Sigmundsdóttir, aðstoðardeildarstjóri, fjölluðu um líðan hjartasjúklinga 4 vikum eftir aðgerð. Herdís Herbertsdóttir og Cecilie Björg Björgvinsdóttir, hjúkrunarfræðingar á B-6 SHR, fjölluðu um líðan skurð- sjúklinga eftir útskrift af almennri skurðlækningadeild og Rósa María Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á geð- og verkjasviði á Reykjalundi, fjallaði um hugræna atferlis- meðferð í endurhæfingu. Þá fjallaði dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir, lektor við HÍ, um aðlögun fjölskyldna sem eiga ungt barn með langvar- andi astma og Sólfríður Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur M.Sc., fjallaði um skyndikomur barna og unglinga til skólahjúkrunarfræðings. Ráðstefnunni var slitið af Aðal- björgu J. Finnbogadóttur ráðstefnustjóra, en fundarstjórar voru Gyða Baldursdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir. vkj Engar veislur í salnum Stjörn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur tekið þá ákvörðun að eftir 1. september nk. verði salurinn að Suðurlandsbraut 22 ekki leigður út til veisluhalda. Salurinn er vinsæll til fundarhalda og verður áhersla lögð á að gera salinn fullkomnari sem fyrirlestrasal. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999 195

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.