Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Side 53
'Íruilt'fÚAþÍlAA
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Zö.—Zi. mAÍ iððð
Fulltrúaþingið var haldið að Grand hóteli Fteykja-
vík og sett formlega af formanni félagsins, Ástu
Möller, kl. 13.00. Fundarstjórar voru kjörnir
Sigþrúður Ingimundardóttir og Hildur Helga-
dóttir. Ritarar voru kjörnir Fríður Brandsdóttir og
Steinunn Krístinsdóttir.
Ásta Möller, formaður, setti fulltrúaþingið. Hún fjallaði um
þau mál sem hefur mikið verið unnið í frá sameiningu hjúkr-
unarfélaganna og nefndi sérstaklega kjaramál og lífeyris-
sjóðsmál. Þá benti hún á stefnumótun félagsins og vinnu við
mótun siðareglna. Ásta minnti á 80 ára afmæli Félags
íslenskra hjúkrunarkvenna en þeim tímamótum verður fagn-
að á haustdögum. Hún kynnti skýrslu stjórnar en útdráttur
úr henni birtist hér í blaðinu. Formaður vakti athygli á breyt-
ingu á félagsgjöldum sem yrðu til umræðu á þinginu og
benti á mikilvægi vinnudeilusjóðs í kjarabaráttu. Hún fór yfir
stefnumótunarvinnu félagsins í ýmsum málum og ræddi
reglur stjórnar um styrki til fagdeilda félagsins sem hafa verið
til endurskoðunar á starfstímabilinu.
Þá sýndi Ásta línurit um þróun launa hjúkrunarfræðinga
undanfarin ár. Ásta hvatti hjúkrunarfræðinga til að taka
virkan þátt í umræðu um breytingar á rekstri heilbrigðis-
þjónustu og vera virka þátttakendur í hugsanlegum breyt-
ingum. Að lokum þakkaði formaður hjúkrunarfræðingum
fyrir góð störf í þágu félagsins og óskaði nýrri forystu
velfarnaðar í framtíðinni.
Anna Lilja Gunnarsdóttir, gjaldkeri félagsins, gerði grein
fyrir reikningum félagsins og voru ýmsar fyrirspurnir bornar
fram, einkum varðandi félagsgjöld.
Reikningar félagsins voru samþykktir með öllum
greiddum atkvæðum. Þá kynnti Anna Lilja tillögu stjórnar
um lækkun félagsgjalda um 0,1%, þ.e. félagsgjöld yrðu
1% af heildarlaunum hjúkrunarfræðinga frá og með 1.
janúar árið 2000. Stjórnin lagði til lækkun á félagsgjöldum
vegna aukinna tekna hjúkrunarfræðinga umfram fyrri
fjárhagsáætlun.
Nokkrar umræður urðu um félagsgjöldin og fundar-
menn ekki á eitt sáttir.
Tillögur um breytingu á félagsgjöldum voru lagðar fram:
Tillaga I: Tillaga frá Norðvesturlandsdeild Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga að hver félagsmaður greiði
1,5% af grunnlaunum í félagsgjöld til Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga. Tillaga II (frá Norðvesturlandsdeild, til
vara): Hver félagsmaður greiði 1% af heildarlaunum til
félagsins þó að hámarki fjárhæð sem svarar til 25% af
launaflokki A1 á ári. Þá gerði Valgerður Jónsdóttir grein
fyrir og kynnti Tillögu III: Að félagsgjöld verði 1,4% af
grunnlaunum. Þá kom fram tillaga frá Vestfjarðardeild
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að félagsgjald verði
1,1 %—1,3% af grunnlaunum. Tillagan var dregin til baka
og lýsti Vestfjarðardeild yfir stuðningi við tillögu Norð-
vesturlandsdeildar. Stjórn félags Félags íslenskra hjúkrun-
arfræðinga lagði fram Tillögu V: Félagsgjöld starfandi
félagsmanna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verði
lækkuð í 1 % af heildarlaunum frá og með 1. janúar árið
2000.
Tillaga stjórnarinnar var samþykkt með meirihluta
greiddra atkvæða. Félagsgjöld starfandi félagsmanna í
Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga verða 1% af heildar-
launum frá og með 1. janúar árið 2000.
Ásta Möller kynnti starfsáætlun stjórnar næsta tímabil
og tillögu siðanefndar um hjúkrunarheit. Almenn ánægja
ríkti með starfsáætlunina og sköpuðust umræður um
ýmsa þætti hennar. M.a. kom fram hugmynd frá Norður-
landsdeild eystri um að hið árlega vísindaþing (fagleg
ráðstefna) FÍH yrði haldið með nokkurra ára millibili annars
staðar en á höfuðborgarsvæðinu, t.d. á Akureyri. Tvær
breytingatillögur komu fram frá fulltúum sem stjórn félags-
ins gerði að sínum. Breytingatillögurnar voru innan ramma
kjara- og réttindamála en markmið þeirra var að vinna að
bættri réttarstöðu hjúkrunarfræðinga.
• Að bæta veikindarétt sérstaklega m.t.t. réttarstöðu
foreldra vegna veikinda barna og m.t.t. veikinda maka.
• Að félagið móti sér stefnu um stöðu hjúkrunarfæðinga
sem starfa á almennum markaði. Starfsáætlun var með
þessum breytingum samhljóða samþykkt.
Anna Lilja Gunnarsdóttir gerði grein fyrir fjárhagsáætlun
næsta starfstímabils. Umræður urðu um nokkra liði
áætlunarinnar en engar athugasemdir. Fjárhagsáætlun var
einróma samþykkt.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999
197