Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Síða 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Síða 66
ATVINNA Heilsugœslustöðin Ólafsvík Heilsugæslan í Ólafsvík óskar eftir því að ráða hjúkrunarfræðing til starfa í haust eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er samkomulagsatriði. Heilsugæslan er H2 stöð og um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í um 1700 manna héraði. Samgöngur við höfuðborgarsvæðið eru góðar, aðeins um 2 klst. akstur er til Reykjavíkur. Vinsamlegast hafið samband og leitið uþblýsinga um laun og starfsaðstöðu. Ubblýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, Guðrún Jóna, í síma 436-1000. Hornbrekka Heilsugæslustöðin Ólafsfirði Heilsugæslustöðin Hornbrekka, Ólafsfirði, óskar að ráða hjúkrunarfræðing með Ijósmóðurmenntun í 50% starf. Nánari upplýsingar gefa: Halla Harðardóttir, hjúkrunarforstjóri, og Rúnar Guðlaugsson, forstöðumaður, í síma 466-2480 Dvalarheimilið Höfði Laus er til umsóknar staða hjúkrunarforstjóra á Dvalarheimilinu Höfða Akranesi. Starfið er 100% dagvinna. Umsóknarfrestur er til 1. september 1999. Upplýsingar veitir Sólveig Kristinsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 431 -2500. Hjúkrunarheimilið Droplaugastaðir, Snorrabraut 58, Reykjavík. Hjúkrunarfærðingar óskast á kvöld- og næturvaktir. Upplýsingar gefur forstöðumaður, Ingibjörg Bernhöft, í síma 552-5811. HJÚKRUNARFRÆÐI Hjá námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands eru eftirtalin tvö störf laus til umsóknar: 100% lektorsstarf í hjúkrunarfræði, þar sem lektorinn hefur umsjón með námskeiðinu Hjúkrun fullorðinna I. 100% lektorsstarf í hjúkrunarfæði, með áherslu á geðhjúkrun. Áætlað er að veita störfin frá 1. janúar 2000 til tveggja ára. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 1999. Umsóknum og umsóknargögnum skal skila í þríriti til starfsmannasviðs Háskóla íslands, aðalbyggingu við Suðurgötu,101 Reykjavík. Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla um vísindastörf umsækjenda, rannsóknir og ritsmíðar (ritaskrá), yfirlit um námsferil og störf, (curriculum vitae) og eftir atvikum vottorð. Með umsókn skulu send þrjú eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum, birtum og óbirtum, sem umsækjandi óskar að tekin verði til mats. Ef höfundar eru fleiri en umsækjandi skal hann gera grein fyrir hlutdeild sinni í rannsóknum sem lýst er í ritverkum. Ef um mikinn fjölda ritverka er að ræða skal innsending takmarkast við 20 helstu fræðileg ritverk sem varða hið auglýsta starfssvið. Gera skal grein fyrir því hverjar rannsóknarniðurstöður umsækjandi telur markverðastar, svo og þeim rannsókum sem umsækjandi vinnur að og hyggst vinna að verði honum veitt starfið og sú aðstaða sem til þarf. Umsagnir um kennslu og stjórnunarstörf skulu fylgja eftir því sem við á. Um meðferð umsókna gilda ákvæði 12. gr. laga nr. 41/1999, um Háskóla íslands, og reglna nr. 366/1997, um veitingu starfa háskólakennara. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum síðan greint frá ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um það hefur verið tekin. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stóttarfélags og raðast starf lektors í launaramma B. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Kristjánsdóttir, formaður stjórnar námsbrautar í hjúkrunarfræði, í síma 525 4960 http://www.starf.hi.is Heilbrigðisstofnunin Húsavík óskar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa. Staða hjúkrunarfræðings á skurðstofu og speglunardeild er laus til umsóknar frá 1. september 1999. Um er að ræða 50% starf. Óskum einnig eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á 20 rúma sjúkradeild og 24 rúma öldrunardeild frá 1 .september 1999. Heilbrigðisstofnunin á Húsavík er deildarskipt sjúkrahús, heilsugæslustöð, fæðingardeild, skurðdeild og speglunardeild. Starfsmannastefna stofnunarinnar byggist á fagiegum styrk starfsfólks og tækifærum til símenntunar. Við bjóðum einstaklingsmiðaða aðlögun og möguleika til að kynna sér allar deildir stofnunarinnar á fyrsta ári í starfi. Við leitum að hjúkrunarfræðingum sem eru tilbúnir að takast á við fjölþætt verkefni, geta unnið sjálfstætt og tekið þátt í stefnumótun og uppbyggingu stofnunarinnar. Allar nánari upplýsingar gefur Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 464 0500 eða 464 0542. Sunnuhlíð Hjúkrunarfræðingar Okkur vantar hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga nú þegar. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga á kvöld- og næturvaktir frá 1. ágúst 1999. Upplýsingar gefur Áslaug Björnsdóttir í síma 560-4163. Ellí- og hjúkrunarheimilið Grund Deildarstjóri óskast á vistdeild frá 1. septem- ber 1999 eða eftir nánara samkomulagi. Staða aðstoðardeildarstjóra er laus nú þegar. Bráðvantar hjúkrunarfræðing á kvöld- og helgarvaktir. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 552-6222. 210 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.