Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 12
gráti/væli og erfiðleikum við að matast og melta. Svarendur
geta krossað við einn eða fieiri flokka til að lýsa erfiðleikum
ungbarns á tæmandi hátt. Fjöldi svara er lagður saman og
vísar til þess hversu erfitt ungbarnið er að mati foreldra (Infant
difficulty index). Spönnun erfrá núll til níu (Thome, 1996).
Hálfstöðluð símviðtöl
Eftir að niðurstöður úr spurningalistum lágu fyrir var hringt í
konurnar og ástæðan fyrir símtalinu kynnt. Að fengnu
upplýstu samþykki var samið um tíma sem hentaði þeim
best fyrir símaviðtal. Eftirfarandi efnisflokkar voru ræddir: 1)
Mat á réttmæti mælinga frá sjónarhóli kvenna. 2) Athugun
á breytileika og stöðugleika vanlíðanar. 3) Skýring kvenn-
anna sjálfra á vanlíðan. 4) Heilbrigðisþjónusta og önnur
aðstoð. 5) Skynjun kvennanna á þjónustu heilsugæslu-
stöðva. 6) Leiðir sem konurnar fundu til að lifa við vanlíðan.
7) Skynjun á samskiptum við ungbarnið og umönnun
þess. Símtöl voru skráð strax á blað og stuttu seinna í
samþjöppuðu formi í tölvutækri skýrslu.
Niðurstöður
Fimm prósent úrtaks (N=37) fundu fyrir mjög tíðum
þunglyndiseinkennum skv. Edinborgarkvarða (>14) auk
mikillar streitu í foreldrahlutverki (PSI/SF) og mynda það
undirúrtak kvenna með alvarlega vanlíðan sem niðurstöður
greina frá. Það náðist í 36 þeirra símleiðis; ein kona var
flutt og nýtt heimilisfang fékkst ekki uppgefið (Thome,
1996). Niðurstöður benda til þess að árlega finni u.þ.b.
140 barnshafandi konur á íslandi til mikillar vanlíðanar
tveimur til þremur mánuðum eftir fæðingu.
Lýðbreytum þeirra kvenna, sem mynda úrtakið, er lýst í
töflu I.
Meðaltöl Edinborgarkvarðans, streituprófs fyrir foreldra
og óværðarþátta ungbarna fyrir undirúrtak kvenna með
Tafla I
Einkenni kvenna með mikla vanlíðan 2-3 mán-
uðum eftir barnsburð (N=37) og barna þeirra
Úrtakseinkenni Meðaltal Staðalfrávik
(SD)
Aldur (ár) 27 5,2
Fjöldi barna 2 0,9
Fæðingarþyngd barns (gr) 3517 785
Niðurstöður mælinga með vanlíðanarkvarða og
óværðarkvarða voru þessar fyrir úrtakið (N=37):
Edinborgar-þunglyndiskvarði: Meðaltal 17,5;
staðalfrávik 3; spönnun 14-26.
Streitupróf fyrir foreldra: Meðaltal 90,8; staðalfrávik
15; spönnun 65-138.
Óværð: Meðaltal 3,5; staðalfrávik 2,3; spönnun 0-7.
mikla vanlíðan staðfestu að þeim leið mjög illa þar sem kon-
urnar fundu mun oftar fyrir þunglyndiseinkennum, meiri
foreldrastreitu og áttu mun óværari börn en meðaltal mæðra
í landskönnun hafði sýnt (Thome, 1998). Þrettán konur af 36
(36%) skýrðu auk þess frá hugmyndum um sjálfsmeiðingu.
Ályktað var af háu meðaltali á Edinborgarkvarða, af spönnun
gilda á sama kvarða og af hárri tíðni sjálfsmeiðingarhug-
mynda að líklega væru konurnar þunglyndar.
Streita og óværð
Allar konurnar, sem mældust með mikla vanlíðan nema
tvær, töldu sig eiga óvært ungbarn. Að undanskildum
þremur fengu allar 75 stig og meira á streituprófi fyrir
foreldra. Á sama kvarða fengu 24 konur gildi sem flokkast
yfir 85% prósentudreifingar fyrir samfélagsúrtak (N=734).
Af þeim fundu fimm fyrir streitu yfir 90% prósentudreifingu
fyrir samfélagsúrtak, en það telst mjög hátt (Thome,
1996). Þessar fimm mæður fundu jafnframt fyrir mjög tíð-
um þunglyndiseinkennum (EPDS>15). Þær höfðu allar
áhyggjur af heilsufari ungbarna sinna og fjórar töldu barnið
sitt mjög óvært (4-8 stig á Infant difficulty index). Af
þessum fimm mæðrum, sem leið hvað verst, hafði ein-
göngu ein svarað endurprófun með Edinborgarkvarða.
Niðurstöður úr símaviðtölum
Allar þær konur, sem hringt var í, samþykktu að taka þátt í
viðtölum. Sumar vildu taia um leið og hringt var í þær en
aðrar pöntuðu sér tíma. Lengd símtala var frá hálftíma og
upp í klukkutíma. Að loknum viðtölum var konunum kynnt
sú sérfræðiþjónusta sem stendur þeim tii boða. Frá
niðurstöðum viðtala er greint í samræmi við þá efnisflokka
sem voru ræddir:
1. Mat á réttmæti mælinga með spurningalista frá
sjónarhóli kvenna
Allar þær konur, sem greindust með mikla vanlíðan eftir
barnsburð, staðfestu í viðtölum að þeim hefði liðið illa,
mismikið og mislengi, á öðrum til þriðja mánuði eftir fæð-
ingu (N=36). Ályktað er að staðfesting kvennanna styrki
klínískt réttmæti mælinga með Edinborgarkvarða og
streituprófs fyrir foreldra (PSI/SF) og að viðmiðunarmörk
fyrir vanlíðan séu í samræmi við persónulegt mat kvenn-
anna. Ályktað er að kvarðarnir ásamt viðtölum gefi réttara
mat á vanlíðan en hvor aðferðin um sig.
2. Breytileiki og stöðugleiki vanlíðanar frá öðrum
til þriðja mánuðar fram að fimmta til sjötta mánaðar
eftir fæðingu
9 konur af 36 töldu að sér liði mun betur tveimur mán-
uðum eftir að vanlíðan var greind fyrst. Átta töluðu um
smávægilegan bata inn á milli, þótt vanlíðan tæki sig alitaf
upp á ný. Hins vegar taldi meira en helmingur kvennanna
(N=19) að sér liði enn jafn illa eða verr núna en á öðrum til
228
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999