Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Side 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Side 25
Merki Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna og síðar Hjúkrunarfélags íslands. Björn Björnsson, teiknikennari, hannaði merkið árið 1924. Myndin er í eigu Félags islenskra hjúkrunarfræðinga. Merki Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá árinu 1994. Jóna Sigríður Þorleifsdóttir hannaði merki félagsins. Myndin er i eigu Félags islenskra hjúkrunarfræðinga. Formaður Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna á árunum 1920-1922, Davide Warncke. Hún var dönsk og starfaði sem yfirhjúkrunarkona á Vífilsstaðaspítala. Davide Warncke átti hugmyndina að blágresinu í merki Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna og siðar Hjúkrunarfélags íslands. Myndin er i eigu Félags isienskra hjúkrunarfræðinga. Einkennisbúningur hjúkrunarkvenna frá árinu 1927. Búningur hjúkrunarkvenna var hvítur kjóll með löngum ermum og hvítum stifum flibba. Utan yfir kjólinn klæddust þær hvítri svuntu og á höfði báru þær hvíta blæju og náði hún niður í mitti. Myndin er i eigu Félags islenskra hjúkrunarfræðinga. Einkennisbúningur hjúkrunarnema frá árinu 1927 til 1945. Búningur hjúkrunarnema var eins og búningur hjúkrunarkvenna nema kjóllinn var bláröndóttur með stuttum ermum og hvítum stífum flibba. Utan yfir kjólinn klæddust þær hvítri svuntu. Á höfði báru þær hvíta blæju og náði hún niður í mitti. Brautskráðar hjúkrunarkonur frá Hjúkrunarkvennaskóla íslands árið 1938. Myndin er i eigu Félags islenskra hjúkrunarfræðinga. Frá haustinu 1945 fóru íslenskir hjúkrunarnemar að klæðast einlitum bláum kjól með föstum hvítum kraga í stað bláröndótta kjólsins. Áfram báru þær hvíta svuntu yfir kjólnum og hvita blæju á höfðinu. Brautskráðar hjúkrunarkonur frá Hjúkrunarkvennaskóla íslands árið 1947. Heimild: Lýður Björnsson, 1990. Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 75. árg. 1999 241

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.