Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 51
og það var hægt að ná í hann hvort heldur sem var á nóttu eða degi. Sjúklingurinn var ávallt í brennidepli og þörfum hans mætt skilyrðislaust. Þetta féll mjög vel að minni sannfæringu og ég lærði mikið af þessu. Þetta var lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Tengsl mín við Þresbyterian hafa aldrei rofnað og hef ég notið góðs af því í mínu starfi sem hjúkrunarforstjóri. Hef ég, ásamt öðrum hjúkrunarstjórnendum Landspítal- ans, farið í námsferðir þangað og meðal annars fengum við fyrsta sjúklingaflokkunarkerfið, sem notað var á Land- spítalanum, þaðan. Einnig var mér í tvígang boðið að taka þátt í ráðstefnum fyrir hjúkrunarstjórnendur í Bandaríkj- unum og Kanada á vegum Þresbyterian St. Lukes.“ Þegar heim kom fór Vigdís að vinna aftur á hand- lækningadeildinni, var þar í átta mánuði en flutti þá yfir á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. „Á St. Jósefsspítala vann ég frá átta til fjögur. Á morgnana aðstoðaði ég læknana við aðgerðir en eftir hádegi hugsaði ég um skurðsjúklingana þar til vinnudegi lauk. Þá kenndi ég einnig heilsufræði við Flensborgarskólann á þessum árum. Á St. Jósefsspítala var mikil samfella í hjúkruninni, þangað komu t.d. konur sem gátu ekki átt börn, fóru svo í meðferð og ef til vill aðgerð sem hafði í för með sér að konan varð barnshafandi. Þá var henni fylgt eftir fram að fæðingu og síðan eftir fæðingu. Ég vann þarna í 9 ár, ég fylgdist vel með sjúklingunum, sem komu víða að, en læknarnir höfðu hverjir sína sjúklinga og unnu eftir sama kerfi og ég hafði kynnst í Bandaríkjunum. Það var dýrmæt reynsla að starfa með kaþólsku systrunum, eignast þeirra vináttu, sem varir enn, og mér þótti mjög vænt um þegar ég hætti þar störfum að vera beðin um að taka sæti í stjórn spítalans. Var ég þar í stjórn þar til spítalinn var seldur ríki og bæ árið1987.“ „Boðskapur Krists þarf að birtast í daglegu lífi“ Vigdís hefur alltaf verið mikið í kristilegu starfi allt frá því hún var unglingur og segir vinnutímann á St. Jósefsspítala hafa gert sér kleift að sameina þann áhuga starfinu. „Ég tel það mikla gæfu að hafa fengið að vera þátttakandi í kristi- legu starfi, uppeldið sem ég hlaut þar sem barn og ungl- ingur hefur orðið mér traust veganesti í lífi og starfi. Ég fékk að vera bæði þiggjandi og gefandi í því starfi, var bæði í barna-, unglinga- og sumarstarfi og notaði svo oft sumarleyfin mín til að starfa í sumarbúðum K.F.U.M. og K í Kaldárseli. K.F.U.M. og K. er trúfélag þar sem kristin trú er boðuð. Ákveðin trúarboðun vekur ekki aðeins til trúar heldur og til starfa. Boðskapur Krists verður ekki sannur nema að hann birtist í daglegu lífi. Einnig hef ég starfað í Kristilegu félagi heilbrigðisstétta en það var stofnað árið 1978. Hef ég verið í stjórn þar frá upphafi og formaður frá 1990. KFH var arftaki annars félags, Kristilegs félags hjúkrunarkvenna, sem var stofnað 1952. Hugsjón KFH er að sameina trúað fólk í heilbrigðisstéttum, hvetja það og Vigdís við störf á skurðstofunni ásamt Jónasi Bjarnasyni. kenna því að ná til sjúklinga sinna og samstarfsfólks með fagnaðarerindið um Jesúm Krist og mæta þannig trúarleg- um og andlegum þörfum þeirra. Eitt af bænarefnum KFH var að fá presta til starfa á sjúkrahúsum." Starfssviðið breytist „Besta vinkona mín, Hólmfríður Stefánsdóttir, var með mér í Chicago. Þegar hún kom til baka fór hún að starfa sem aðstoðarforstöðukona hjá frk. Sigríði Bachmann á Land- spítalanum og hafði umsjón með sjúkraliðanámi sem þá var nýhafið. Hún sótti um forstöðukonustöðuna þegar frk. Bachmann hætti og fékk hana. í framhaldi af því fór hún til Edinborgar í nám í sjúkrahússtjórnun og tók svo við sjúkrahúsinu. Ég var þá að vinna á St. Jósefsspítala. Um þetta leyti var ég að byggja íbúðina mína og fór að taka vaktir á Landspítalanum til að auka tekjurnar. Ég ákvað einnig að vinna í sumarleyfinu mínu á Landspítal- anum og sagði Hómfríði að hún gæti sett mig á hvaða deild sem væri. Á þessum árum var mjög fátt fólk í stjórn- un og erfitt að fá konur til þeirra starfa. Hólmfríður var með tvær aðstoðarkonur, aðra í fullu starfi og hina í hlutastarfi. Hún spurði mig hvort mér væri ekki sama þó ég ynni hjá henni og leysti aðra aðstoðarforstöðukonuna af í sumarfríi. Ég var svolítið efins, fannst ég ekki þekkja nægilega mikið 263 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.