Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 33
Guðrún Guðmundsdóttir
hjúkrunarfræðingur á húð- og kynsjúkdómadeild
^wí-tvAbún^ klA'mO^Áia — kum uö/^há?
Mikilvægur þáttur í smitasjúkdómavörnum er að rekja smit,
þ.e.a.s. að komast að upptökum smits og ná til þeirra sem
hugsanlega gætu verið smitaðir. Aukin þekking, sem við
öðlumst við að rekja smit, upplýsir okkur um útbreiðslu
smitsjúkdóma. Með því náum við að kortleggja að ein-
hverju leyti þá leið er sjúkdómurinn berst manna á milli.
Ávinningurinn af því að rekja smit í samanburði við
aðrar ráðstafanir varðandi smitsjúkdóma er meðal annars
undir því kominn hversu útbreiddur sjúkdómurinn er.
Mikilvægi smitrakningar verður ekki tíundað hér. En
markmið smitrakningar er fyrst og fremst að draga úr
útbreiðslu sjúkdómsins.
Hafi sjúklingur greinst með kynsjúkdóm skal grennslast
vandlega eftir því af hverjum hann hefur smitast, svo og
hverja hann kann að hafa smitað. Sjúklingur skal láta í té alla
vitneskju sína um það efni. Vinnuferlinu er hagað samkvæmt
því að alls ekki er einblínt á hver smiti hvern heldur nauðsyn
þess að allir sem hugsanlega eru smitaðir fari í skoðun.
Mikilvægt er að rekja klamydíusmit, sem er langalgeng-
asti kynsjúkdómurinn, til að draga úr útbreiðslu sjúkdóms-
faraldursins. Klamydía er kynsjúkdómur sem lætur ekki
mikið á sér bera, þ.e.a.s. um það bil helmingur nýsmitaðra
er einkennalaus og margir fá óveruleg einkenni sem vara
stutt, eins og t.d. sviða við þvaglát. Þetta veldur því að
þeir sem eru smitaðir vita ekki af smitinu og leita því ekki
læknis. Það getur verið afar slæmt því klamydía getur
valdið ófrjósemi í sumum tilfellum. Því þarf öflugt smitrakn-
ingarkerfi ef takast á að flæma þennan vágest burt úr
samfélaginu. Mikilvægasti þátturinn við smitrakningu er að
fræða einstaklinginn þannig að hann geti í framtíðinni var-
ast nýtt smit. En um leið sýnir reynslan okkur að sumir
sem smitast í fyrsta sinn, eiga vegna lífshátta sinna eftir að
sýkjast aftur. Því ber að haga fræðslunni á þann veg að sá
hinn sami vilji koma aftur á deildina þrátt fyrir að honum
verði á og smitist aftur.
Það gerir miklar kröfur til velþjálfaðs starfsfólks að rekja
smit. Sá sem tekur viðtalið þarf að hafa góða almenna
þekkingu á viðfangsefninu til að geta veitt góða fræðslu því
hún er stór þáttur í viðtalinu. Það skiptir meginmáli fyrir
sjúklinginn til að geta myndað trúnaðarsamband og fá
viðkomandi til að leggja sitt af mörkum varðandi smitrakn-
inguna. Það skal tekið fram að vinnuferlið er unnið í nánu
samstarfi við sjúklinginn og byggist mjög á þeim upplýsing-
um sem hann lætur okkur í té. Hjúkrunarfræðingar rekja
smitið 6 mánuði aftur í tímann. Margir vilja hafa samband við
sína félaga sjálfir og við hvetjum til þess en jafnvel þótt
viðkomandi vilji sjálfur hafa samband þurfum við samkvæmt
lögum um kynsjúkdóma að skrifa hjá okkurYiöfn, heimilis-
föng og símanúmer svo við getum fylgt því eftir að viðkom-
andi leiti sér meðferðar. Ef viðkomandi hefur takmarkaðar
upplýsingar um rekkjunaut en það er algengt t.d. „Jói í
Breiðholtinu" eða „Didda“ en bætir oft við hann/hún séu vön
að vera á þessum eða hinum skemmtistaðnum á föstu-
dögum og/eða hann eða hún þurfi að tala við vin/vinkonu
sem getur gefið upplýsingar um viðkomandi. En sumir fletta
í minnisbókinni og hafa þar nöfn og símanúmer rekkjunauta.
Það eru gjarnan þeir sem eiga marga rekkjunauta. Við
leggjum áherslu á að okkur beri skylda til að ná til einstakl-
inga sem eru hugsanlega sýktir og hvetjum þá til að fara og
afla upplýsinga og taka þar með þátt í smitrakningunni.
Hringja síðan til hjúkrunarfræðings, helst til þess sem hefur
með málið að gera og láta hann vita. Einstaklingarnir eru
misduglegir að afla upplýsinga.
Þessi vinna með hverjum einstaklingi er oft langt ferli
og það geta liðið 2-3 vikur þar til viðbótarupplýsingarnar
koma eða kannski koma þær ekki. Ef hann vill eindregið
að við höfum samband við rekkjunaut tel ég æskilegt að
hann lesi bréfið sem við sendum, þagnarskyldan er tryggð
á þann hátt að einstaklingur, sem við sendum bréfið, fær
ekki undir neinum kringumstæðum upplýsingar um hver
benti á hann. Bréfið er alltaf sent í umslagi án áletrunar.
Vaninn er að þeir sem hafa fengið bréf frá okkur koma á
göngudeild húð- og kynsjúkdóma. Hins vegar vilja sumir
fara til t.d. kvensjúkdómalæknis eða heilsugæslunnar.
Einnig gildir sú regla um fólk búsett á landsbyggðinni sem
fær bréf frá deildinni að ef það fer til læknis í sinni
heimabyggð þá sendir læknirinn deildinni þar til gerða
tilkynningu útfyllta um að hann hafi skoðað viðkomandi.
Við skrifum bréf til hugsanlegs smitbera sem ekki hefur
látið heyra frá sér eftir viku til 10 daga og er það í samráði
við sjúklinginn, stundum þarf að skrifa viðkomandi allt að
þrisvar til að fá viðbrögð frá honum. Þetta á sérstaklega
við um ungt fólk þar sem það skiptir oft um heimilisfang,
og þá sérstaklega þá sem eru að prófa að fara að heiman
eða sækja skóla utan heimabyggðar. Vinnureglur hjá
deildinni eru þær að skrifa þrisvar til einstaklingsins, síðan
er reynt að hringja í nokkur skipti, ef það gengur ekki er
málið sett í biðstöðu.
Mannlegi þátturinn
Á húð- og kynsjúkdómadeildinni er það í höndum hjúkr-
unarfræðinga að taka viðtöl við einstaklinga sem greinast
249
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999