Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 64
Nýtt á markaönum! Náttúrlegur nefúði Stérimar, náttúrlegur nefúði, er gerður úr dauðhreinsaðri sjávarblöndu og í honum eru mörg heilsusamleg snefilefni sem eru bæði styrkjandi og verndandi fyrir líkamann. Slímhimnan í nefinu er þakin bifhárum sem verka líkt og lofthreinsitæki. Þau hita, gefa raka og hreinsa loftið sem við öndum að okkur. Ef slímhimnan í nefinu þornar eða bifliárin límast niður minnkar vöm okkar við sýkingum. Því er mjög mikilvægt að halda nefinu hreinu og hefja meðhöndlun strax og fyrstu einkenni kvefs gera vart við sig. Uðakerfið í stút hylkisins er þannig uppbyggt að vökvinn er ávallt dauðhreinsaður og það breytir vökvanum í fíngerðan úða sem smýgur um nefhol og aðliggjandi göng. Vökvinn leysir upp slím og óhreinindi. Hylkinu má snúa í hvaða stellingu sem er þegar það er notað. Stérimar er fyrir alla aldurshópa, jafnt ungbörn sem aldna. Flestir foreldrar þekkja hvernig nefrennsli eykst þar til það kemur í veg fyrir eðlilega starfsemi eyrans og leiðir til eyrnabólgu. Þar sem böm eiga erfitt með að anda með munninum er Stérimar efni til að snúa þessari þróun við. Nefúðinn er einnig gagnlegur þegar kenna á börnum að snýta sér. Stérimar nefúðann má nota 2-6 sinnum á dag til daglegra þrifa. Nefúðinn losar stíflur og léttir öndun og er góður fyrir þá sem þjást af hellu, en einnig er mælt með Stérimar fyrir þá sem eru með frækornaofnæmi til að skola og hreinsa nefhol, það eykur vellíðan og viðnám. í Frakklandi er litið á að notkun Stérimar nefúða til hreinsunar á nefi sé jafn sjálfsögð og að bursta tennurnar. 1 20 ár hafa franskir háls-, nef- og eyrnalæknar mælt með notkun Stérimar við kvefi, eyrnabólgu og öðrum loftvegasýkingum. Stérimar er fáanlegt í 50 ml og 100 ml hylkjum og fæst í apótekum um allt land. Í0 Áxtk AfmMi Síðdegisveisla á Kjarvalsstöðum 6. nóvember kl. 16-19. Léttar veitingar og skemmtiatriði í listrænu umhverfi. Eins og auglýst var í 1. tbl. Tímarits hjúkrunar- fræðinga í ár stendur til að efna til afmælisfagnaðar í tilefni af því að 80 ár eru liðin frá því fyrsta félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var stofnað. í auglýs- ingunni stóð að skemmtunin ætti að fara fram á Hótel íslandi. Að höfðu samráði við stjórn félagsins hafa áformin þó breyst nokkuð. í staðinn fyrir ball á Hótel íslandi verður síðdegisveisla á Kjarvalsstöðum 6. nóvember kl. 16 - 19. í boði verða léttar veitingar, tónlist og frumleg skemmtiatriði í góðum hópi hjúkr- unarfræðinga. Húsið er stórt og eru hjúkrunar- fræðingar hvattir til að mæta vel. Undirbúningsnefndin AA fundir AA fundir hjúkrunarfræðinga eru haldnir að Tjarnargötu 20 (Gula húsinu) B-sal mánudaga kl. 17. Hjúkrunarfræðingar athugið! í næsta tölublaði er fyrirhugað að birta lista yfir greinar sem hjúkrunarfræðingar hafa fengið birtar í erlendum fræðitímaritum. Miðað er við greinar sem birtar hafa verið á þessu ári og síðasta ár, eða 1998 og 1999. Vinsamlega komið upplýsingum til blaðs- ins, sendið heiti greinar, nöfn höfunda og birtingar- stað. Hjúkrunarfræðingar eru einnig beðnir um að senda netföng sín til skrifstofunnar, þannig að hægt sé að senda ýmsar upplýsingar á tölvupósti. 276 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.