Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Page 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Page 59
^Píy'Y'íh.^uy' eða eÚY'ðAY'le^.sí í fótum - algengur sjúkdómur sem þú hefur aldrei heyrt minnst á (restless legs syndrom) Þessum sjúkdómi var líklega fyrst lýst árið 1685 en honum voru gerð rækileg skil 1945 og tékk hann þá það nafn sem mest hefur verið notað síðan (restless legs). Þessi sjúkdómur getur hrjáð fólk á öllum aldri, hann er sjaldgæfur meðal barna en verður algengari eftir því sem fólk eldist og hann er yfirleitt langvarandi. Yngra fólk fær oft hvíldir inn á milli, nokkrar vikur, mánuði eða jafnvel nokkur ár, en svo byrjar sjúkdómurinn oftast aftur. Þegar fólk eldist verður styttra á milli hvíldanna. Sjúkdómurinn hrjáir jafnt konur sem karla og er talið að 2-5% af fólki fái hann. í sumum tilfellum finnst skýring og getur eirðarleysi í fótleggjum verið afleiðing af skorti á járni í blóði (lagast með járngjöf), B12 vítamlnskorti eða skorti á fólínsýru (lagast við gjöf þessara vítamína), meðgöngu (lagast eftir fæðingu), sykursýki eða nýrnabilun. Einnig getur eirðarleysi í fótleggjum fylgt drykkjusýki, Þarkinsons sjúkdómi og jafnvel fleiri sjúkdómum. Kaffi eða annað sem inniheldur koffein getur gert ástandið verra. Algengast er þó að ekki finnist skýring á sjúkdómn- um og það form hans er talið ættgengt. Nánast ekkert er vitað um orsakir sjúkdómsins í þessum tilvikum og deila menn t.d. um hvort orsakir hans sé að finna í miðtauga- kerfinu, úttaugakerfinu, blóðrásarkerfinu eða annars staðar. Algengar lýsingar á óþægindunum eru á þann veg að þau byrji 5-30 mínútum eftir að viðkomandi leggst útaf, sest inn í bíl, kvikmyndahús eða fyrir framan sjónvarpið. Óþægindin eru venjulega á svæðinu frá ökklum upp á mið læri en þau geta stöku sinnum náð niður fyrir ökkla og stöku sinnum eru þau í handleggjum. Þessu er lýst sem verkjum, óróa, eirðarleysi, pirringi eða óstöðvandi þörf fyrir að hreyfa fætur og fótleggi. Ein lýsing var þannig að sjúklinginn langaði mest til að berja fætur sína með hamri og honum fannst hann vera að ganga af vitinu. Öðrum fannst eins og fótleggir sínir væru fullir af iðandi ormum eða að litlir maurar væru að skríða á fótunum. Sumir ganga um gólf heilu og hálfu næturnar eins og dýr í búri. Sumum tekst að sofna eftir nokkra stund en aðrir vaka, jafnvel fram undir morgun. Af þessum lýsingum má sjá hve erfitt og alvarlegt ástand margra þessara sjúklinga er. Fyrir utan þau fáu tilvik þar sem tekst að finna læknanlega orsök er því miður ekki hægt að bjóða upp á neina örugga lækningu. Sumir sjúklingar fá bót af því að taka lyfin levódópa (notað við Parkinsons sjúkdómi), kódein (verkjalyf) eða díazepam (róandi), en árangurinn er ekki góður og þessi lyf geta haft slæmar aukaverkanir. Nokkur önnur lyf hafa verið reynd án teljandi árangurs. í Bandaríkjunum hafa verið stofnuð samtök áhugafólks um þennan sjúkdóm (Restless Legs Syndrome Foundation, Southern California Restless Legs Support Group, o.fl.), einnig í Þýskalandi. (Morgunblaðið mars 1999, áður birt 1997, Læknirinn svarar, tekið saman af Magnúsi Jóhannssyni, lækni). Golfmót hjúkrunarfræðinga Föstudaginn 18. júní sl. hittist hópur hjúkrunarfræðinga ásamt mökum á golfvelli Kiðjabergs og tók þátt í golfmóti hjúkrunarfræðinga. Þokkalega viðraði til spilamennsku (rigning og rok) og var keppnisandinn mikill. Vegleg verðlaun voru í boði og var Dentalía styrktaraðili mótsins. Vinningshafi mótsins og þar með golfmeistari hjúkrunar- fræðinga var Svanhildur Thorstensen, í öðru sæti var Steinunn Kristinsdóttir og því þriðja Kristín Pálsdóttir. Makameistari var Árni Tómasson. Að loknu golfmótinu borðuðu mótsgestir saman í klúbbhúsi Kiðjabergs. Ánægja var mikil með mótið og var ákveðið að hafa haustmót á heimvelli golfmeistarans en Svanhildur spilar með Golfklúbbi Akraness. Haustmótið var svo haldið samkvæmt áætlun 3. september. Kristín Pálsdóttir var þá í fyrsta sæti, Ágústa Dúa Jónsdóttir í öðru sæti og Kristín Norðmann í því þriðja. í fyrsta sæti maka var Einar Sverrisson. Systrasel, Pharmaco, Stefán Thorarensen, Heilsuhúsið og Grænn kostur veittu væn verðlaun. Það er von okkar að golfmót hjúkrunarfræðinga verði árviss viðburður hér eftir og að hjúkrunarfræðingar alls staðar af landinu nái að kynnast við iðkun þessarar skemmtilegu íþróttar. Áætlað er að halda mótið aftur í júní árið 2000 og mun staðsetning og dagsetning verða skráð í handbók hjúkrunarfræðinga fyrir árið 2000. Jón Tómasson, Kristín Pálsdóttir, Steinunn Kristins- dóttir, Svanhildur Thorstensen og Árni Tómasson. Herdís Sveinsdóttir Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999 271

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.