Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 23
Erla Dóris Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur og sagnfræðingur é>lvike,Miisblœr íslenskrar kjúkruviArstéttAr Hver er hvað? „Fröken," kallar kona úr rúmi á stofu 635 þegar hvítklædd vera gengur fram hjá dyrum stofunnar. „Ert þú sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur eða gangastúlka? Ég þarf að tala við hjúkrunarfræðing á vakt,“ segir konan aum og óróleg. „Ég skal biðja hjúkrunarfræðinginn að finna þig,“ segir hvít- klædda veran og gengur í burtu. Konan hugsar með sjálfri sér: „Ó, hvað það er óþægilegt að vita ekki hver er hvað!“ Starfsstéttir innan heilbrigðisstofnana hér á landi nú á dögum þekkjast ekki lengur á búningum sínum því allir klæðast eins fatnaði. Fyrir um það bil tuttugu árum var reyndin önnur því þá klæddust hjúkrunarnemar Fljúkrunar- skóla íslands sérstökum einkennisfatnaði. Eftir að Hjúkr- unarskóli íslands var lagður nlður árið 1986 var nema- búningurinn afnuminn og starfsstéttir heilbrigðisstofnana klæddust eins fatnaði, það er hvítum jakka og buxum. Þannig er það enn í dag þótt litir jakkans hafi breyst. Á 80 ára afmælisári Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er ekki úr vegi að minnast einkennisbúninga sem hjúkr- unarfræðingar og hjúkrunarnemar á íslandi klæddust hér áður fyrr við hjúkrunarstörf. í þessari grein verður í máli og myndum fjallað um sögu einkennisbúnings íslenskrar hjúkrunarstéttar. Einkennisbúningur skipar hjúkrunarkonum þéttar saman Frú Sigríður Eiríksdóttir, hjúkrunarkona og formaður Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna (1924-1960), varð fyrst til að vekja máls á mikilvægi einkennisbúnings til handa íslensku hjúkrunarstéttinni þegar hún ritaði grein í Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna árið 1926. Hún og fleiri hjúkrunarkonur, sem störfuðu við hjúkrunarstörf hér á landi á þessum tíma, höfðu kynnst því í hjúkrunarnámi sínu erlendis að hjúkrunarkonur og hjúkrunarnemar á spítölum erlendis gengu í sérstökum búningum við störf sín. Sigríður hafði lært hjúkrun við Kommunehospitalet í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan árið 1921 eftir þriggja ára hjúkrunarnám. í umræddri grein sagði Sigríður meðal annars þetta: Að mínu áliti eiga allar hjúkrunarkonur að eiga einkennis- búning. Hvers vegna? Einkennisbúningur skipar okkur þjettar saman, bindur, setur heildarblæ yfir okkur, við finnum að við berum nokkurskonar ábyrgðartilfinningu hver fyrir annarri. Við íklæðumst allar sama búningi og fylkjum okkur þar með undir sama merkið. Jeg minnist þess glöggt, er jeg í fyrsta sinn sem hjúkrunarnemi klæddist einfalda Ijereftskjólnum og svuntunni, hversu mjer fannst nokkurskonar skyldleiki milli mín og hinna stúlknanna, sem jeg þó ekki þekkti, af því þær báru sama búning og jeg. Við höfum tekist á hendur sama alvöru- starfið. (Sigríður Eiríksdóttir, 1926). Að mati Sigríðar skipaði einkennisbúningur hjúkrunar- konum saman og sýndi öðru fólki að hjúkrunarkonur til- heyrðu sérstakri stétt en á þessum tíma var hjúkrunar- starfið hér á landi ung starfsgrein þó að hjúkrun hefði verið stunduð allmiklu lengur. Rúmum sex árum áður en Sig- ríður birti umræddra grein í Tímariti Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna höfðu sex hjúkrunarkonur, Harriet Kjær, Christophine Bjarnhéðinsson, Kristín Thoroddsen, Aldís Helgadóttir, Jórunn Bjarnadóttir og Sigríður Magnúsdóttir, stofnað með sér félag sem þær nefndu Fjelag íslenskra hjúkrunarkvenna. Ekki er vitað í smáatriðum um tildrög að stofnun félagsins sem var stofnað í Reykjavík í nóvember 1919, en það mun hafa verið gert fyrir forgöngu Christophine Bjarnhéðinsson, danskrar hjúkrunarkonu. Hún hafði komið hingað til lands árið 1898 til að starfa sem yfirhjúkrunarkona á Holdsveikraspítalanum í Laugar- nesi. Ætla má að stofnun Læknafélags íslands árið 1918 hafi verið hvati að stofnun Fjelags íslenskra hjúkrunar- kvenna en eiginmaður Christophine, Sæmundur Bjarn- héðinsson, yfirlæknir Holdsveikaspítalans í Laugarnesi og prófessor, sat í stjórn þess félags. Á stofnfundi Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna var borið upp til atkvæða hvort stofna skyldi félag í þeim tilgangi að hjálpa stúlkum þeim, er nema vildu hjúkrunarstörf, til að fullnuma sig í Dan- mörku (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996). Fyrsti einkennisbúningur íslenskra hjúkrunarkvenna Á fyrsta starfsári Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna höfðu hjúkrunarkonur, sem störfuðu við hjúkrunarstörf hér á landi, engan sérstakan einkennisbúning. Fyrsti einkennisbúningur félagsins og jafnframt íslenskrar hjúkrunarstéttar leit dagsins Ijós árið 1926. Það var blár aðskorinn kjóll með 239 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.