Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Síða 20
með uppköstum. Lotugræðgi dylst mun betur en lystar-
stol, konan er hvorki áberandi grönn né feit, og hún felur
uppköstin vandlega.
Nærtækt er, þegar skýringa á orsökum átröskunar er
leitað, að líta til félagslegs umhverfis. Frá fæðingu læra
stúlkur að matarlyst sé ókvenleg að „aðlaðandi sé konan
ánægð“ og að velgengni hennar og hamingja velti á
innföllnum maga og ósýnilegum brjóstum og mjöðmum.
Þannig útlit minnir vissulega fremur á karlmann en konu
enda má segja að langt gengið lystarstol sé afskræming á
fullþroska konu. Kvenleg einkenni eru afmáð og konan
verður eins og óöruggt og ráðvillt barn sem lætur sig
ekkert annað varða en eigin spegilmynd. Á því er ekki vafi
að sjúkleg áhersla tískunnar á grannan líkama hefur áhrif á
tíðni átröskunar en þó er varasöm einföldun að leita orsaka
átröskunar eingöngu í ytra umhverfi. Kona sveltir sig ekki
vegna tískunnar en hins vegar hefur félagslegt umhverfi
áhrif á hvernig persónulegur vandi hennar brýst fram.
En hvaða vandamál eru þess eðlis að þau taki á sig
mynd átröskunar og af hverju frekar hjá konum en
körlum? Hér vel ég að reifa hugmyndir um áhrif sambands
móður og dóttur, en þó svo að konur með átröskun geti
átt margt sameiginlegt þá eru þær hver annarri ólíkar. Um
er að ræða samspil félagslegs umhverfis, samskipta innan
fjölskyldu og persónuleika einstaklingsins og er misjafnt
hvað ræður mestu hjá hverri og einni. Þess vegna er ekki
hægt að alhæfa um orsakir átröskunar heldur þarf að
gaumgæfa sögu hverrar og einnar.
Þeir sem hafa mótað skilning minn á átröskun mest eru
femíniskir sálgreinar sem stofnuðu The Women’s Therapy
Centre í London fyrir rúmum 20 árum. Þeim fannst ýmis-
legt vanta á eigin skilning og annars fagfólks á sérstökum
vandamálum kvenna, ekki síst átröskun. Þeim kom saman
um að til þess að skilja vandamál kvenna þyrfti að skilja
mótun þeirra. í stað þess að heimfæra hugmyndir um
mótun karlmanna yfir á konur, eins og Freud gerði, tóku
þær að endurmeta kenningar sálgreiningar um mótun
kvenna sem þeim fannst ófullnægjandi eða beinlínis rangar
og á þeim skilningi byggja þær meðferðarvinnu sína.
í anda viðfangstengslakenningar (object relations
theory) horfa þær til fyrstu tengsla sem nýfætt barn
myndar sem í langflestum tilvikum er við konu. Það hefur
að þeirra mati afdrifaríkar afleiðingar fyrir stúlkubarn að
móðirin er sama kyns og hún sjálf. Móðir á auðveldara
með að samsama sig dóttur en syni en hún á að sama
skapi erfiðara með að aðgreina sig frá dóttur og skynja
hana sem sjálfstæðan einstakling með aðrar langanir og
þarfir en hún. Því eiga mæðgur það til að festast í fari sem
einkennir samskipti móður og nýfædds barns (Winnicott,
1965, bls. 37-56). Þau samskipti lýsa sér gjarnan í óvenju-
miklu næmi móður fyrir þörfum nýfædda barnsins. Móðirin
„veit" hvers barnið þarfnast, ekki vegna rökhugsunar eða
Aquacel eru
há-rakadrægar
sáraumbúðir
og henta á öll
vessandi sár.
AQUACEL
Pharmaco
Hörgatúni 2, 210 Garðabær
Sími 535 7000
236
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999