Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 36
rúmi sjúklings án þess að gera sér grein fyrir því að það er að tala um sjúklinginn, hvort sem hann er með meðvitund eða ekki. Við eigum alltaf að hafa velferð sjúklingsins í huga þegar við ræðum saman I návist hans.“ Mikilvægi siðareglna Tækniþróuninni fylgja ýmsar vangaveltur af siðfræðilegum toga og Kirsten leggur áherslu á að hjúkrunarfræðingar geti haft mikil áhrif varðandi afstöðu til margra þeirra spurninga sem eiga eftir að koma fram vegna tækni- nýjunga á 21. öldinni. Hún tekur sem dæmi að þegar hún var ungur hjúkrunarfræðingur var nýfarið að skipta um nýru í fólki. Gjafanýru voru fyrst svo til eingöngu tekin úr lifandi fólki, einkum ættingjum. Þar sem skortur var á nýrum til ígræðslu fundu menn fljótt að hægt var að nota nýru úr nýlátnu fólki. Ýmsar siðfræðilegar spurningar kviknuðu, svo sem hvort rétt væri að halda lífi í heiladánu fólki þar til líffærin væru tekin úr þvl. Hjúkrunarfræðingar lögðu áherslu á að setja þyrfti lög um þetta því þeir tækju ekki þátt í ólöglegu athæfi. í kjölfarið voru sett ný lög í Danmörku. „Þetta sýndi okkur að hjúkrunarfræðingar geta komið ýmsu til leiðar ef þeir standa saman. Ef við tökum ekki afstöðu þá getum við sjálfum okkur um kennt hvernig staðan er í heilbrigðiskerfinu. Ef hjúkrunarfræðingar eru hálfneyddir til að gera eitthvað sem stríðir gegn siðferðis- vitund þeirra verða þeir að standa saman til að berjast t.d. gegn tiltekinni þróun innan heilbrigðiskerfisins. í flestum löndum þurfa hjúkrunarfræðingar að móta reglur sem eru í samræmi við það samfélag sem þeir lifa og starfa í.“ Og hún tekur dæmi af hjúkrunarfræðingum í Noregi sem komu sér saman um ákveðnar siðareglur og settu á lagg- irnar siðanefnd sem hjúkrunarfræðingar geta leitað til og lagt fyrir erindi, t.d. um það sem þeim finnst slæm með- ferð á sjúklingum. „Það er styrkur fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfsstétt að geta vitnað í siðareglur. Þessar reglur verða sífellt mikilvægari á næstu árum vegna þeirrar tækniþróunar sem á sér stað.“ Og hún bætir við að hjúkr- unarfræðingaskorturinn veki oft upp siðferðilegar spurn- ingar hjá hjúkrunarfræðingum. „Hvað á hann t.d. að gera ef þrír sjúklingar þurfa á hjúkrun að halda samtímis, einn þarf að fara á salernið, annar þarf aðstoð við vél sem hann er í og sá þriðji þarfnast þess að talað sé við hann?“ Kirsten valdi sér einkunnarorðin „mannúð" er hún tók við formennsku í ICN. Hvers vegna? Hún segir ástæðuna þá að hún óttist að sú þróun, sem á sér stað í heilbrigðis- geiranum vegna tækninýjunganna, geti leitt til þjónustu sem sé því miður langt frá því að vera byggð á mannúð. „Og það er vegna þess að við erum svo uppveðruð af allri tæknimenningunni og því sem hún gerir okkur kleift að gera. En ef hjúkrunarfræðingurinn lætur sjúklinginn vera einmana, hvað hefur hann þá að lifa fyrir? Hvers vegna ætti hann að vera til? Hann hefur aðeins eina ástæðu til að lifa og það er að taka þátt í mannlegum samskiptum og 252 lifa í mannlegu samfélagi." Hún segist einnig hafa áhyggjur af þróun mála í erfðavísindum. Sumt sé jákvætt og eigi eftir að þjóna mannkyninu. En hún leggur áherslu á að við gerum okkur grein fyrir ýmsum afleiðingum sem þessi tækni getur haft í för með sér. Þannig sé verið að gera tilraunir með erfðavísa og fóstur og í raun sé hægt að búa til nýjan kynstofn. Og hún bendir á að það þurfi ekki lengur konur til að ganga með fóstur heldur sé hægt að koma þeim fyrir í móðurlífi kúa og svína. „Ef þessi vísindi og upplýsingar falla í hendur rangra aðila gæti það breytt heiminum. Þetta er ekki ólíkt því sem gerðist á tímum nasistanna í Þýskalandi, þegar fram komu hugmyndir um að framleiða aría, nema það tæki mun skemmri tíma að koma upp nýjum kynstofni með nútímatækni. Stuðlum við að heilbrigðum heimi? Við lesum um það í blöðunum að Bandaríkjamenn hafi samþykkt áframhaldandi tilraunir við klónun. Ég er mjög óttaslegin út af þessari þróun og ég tel að reglurnar verði að vera mjög strangar, það verða að vera svo miklar takmarkanir að mörgum rannsakendum finnist það ekki þess virði að fást við klónun. Þetta geta verið svo hættuleg vísindi að ég set spurningarmerki við hvers vegna við erum að þessu. Eru rannsakandur að þessu til að gera mann- kynið heilþrigðara og gefa því betra líf? Eða er þetta eins og í sambandi við hjartaígræðslurnar þegar milljónum er eytt í þágu örfárra? Þetta er spurning um mannúð og sið- gæði en þetta er einnig spurning um hvernig eða hvort við stuðlum að heilbrigðum heimi. Ef við setjum mikla fjármuni í hátækni getur verið að við þjónum aðeins örfáum meðan milljónir búa ekki við lágmarksheilsugæslu. Þetta er því spurning um hvernig við getum best notað þá fjármuni sem varið er til heilbrigðismála og afstöðu lækna og hjúkr- unarfræðinga til þessara málefna. Rannsóknir eru á leið sem getur orðið mjög hættuleg en hver þjóð fyrir sig verður að spyrja hvaða leið hún vill fara því það verða stjórnmálamenn sem taka lokaákvarðanirnar í öllum lýð- ræðissamfélögum." Hún bætir við að ICN muni leggja áherslu á mikilvægi erfðavísinda í stefnumótun á alþjóða- heilbrigðissviðinu. Kirsten hefur barist fyrir því að læknar og hjúkrunarfólk taki höndum saman til að uppræta pyndingar en þessar starfsstéttir eru oft þvingaðar af stjórnvöldum til að taka þátt í þeim, aðstoða við að láta fórnarlömbin lifa til að hægt sé að pynda þau sem mest. „Við munum flest eftir þeim hryllingi sem var afhjúpaður í kjölfar seinni heims- styrjaldarinnar, það vakti mikil og hörð viðbrögð við pynd- ingum og útrýmingarbúðum. En samt sjáum við enn fjölmörg lönd, mörg þeirra eiga meira að segja aðild að ICN, beita pyndingum markvisst. Þyndingar eru með því ómanneskjulegasta sem getur átt sér stað í lýðræðisþjóð- félagi, það grefur undan lýðræðinu þar sem enginn þorir að tala um það sem viðgengst því allir eru hræddir." Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.