Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 32
íslensku fulltrúarnir vöktu verðskuldaða athygli í bún- ingum sínum. Hér eru þær Ásta Möller, alþingismaður, sem á sæti í stjórn ICN, Herdís Sveinsdóttir, formaður FÍH, og Aðalbjörg Finnbogadóttir, hjúkrunafræðingur FÍH, við setningu ráðstefnunnar. fræðingar frá Suður-Afríku kynntu hvernig hjúkrunarfræð- ingar þar eru að móta nýja heilbrigðisstefnu og hvernig þeim hefur tekist að leysa kynþáttaágreining innan samtaka þeirra. (tilefni af 100 ára afmælinu hefur verið tekin saman saga ICN sem var kynnt við þessi tímamót. Breskir hjúkrunarfræðingar kynntu nýjar viðmiðunarreglur til að þekkja og meta sársauka barna en reglurnar eru byggðar á rannsókn sem var gerð á börnum á aldrinum 2-18 ára. Reglurnar eiga að auðvelda hjúkrunarfræðingum að gera sér grein fyrir hvað veldur sársauka hjá börnunum en þau eru í mörgum tilfellum ófær um að lýsa hvernig þau finna til. í tilefni afmælisársins var kynnt nýtt alþjóðlegt merki hjúkrunar, hvítt hjarta. Það á að tákna umhyggju, þekkingu og mannúð sem einkennir störf hjúkrunarfræðinga. Hvíti liturinn hefur verið litur á hjúkrunarbúningum um heim allan og tákn hreinleika. Hvíti liturinn er einnig grunnliturinn í öll- um öðrum litum og táknar grundvallarreglu hjúkrunarfræð- inga, að hjúkra skuli öllum án tillits til kynþáttar eða trúar- bragða. Hjartað táknar mannúð, kærleika og umhyggju fyrir öðrum. Leikarinn Christopher Reeve, sem áður lék Superman á hvíta tjaldinu, var verndari hundrað ára afmælisins en hann hefur þurft mikla aðstoð hjúkrunarfræðinga vegna veikinda sinna en hann lamaðist 42 ára að aldri er hann féll af hestbaki 1995. Hann hefur lagt áherslu á hve hjúkrunar- fræðingar hafi átt mikinn þátt í bata sínum og endur- hæfingu og leggur áherslu á að hið sama gildi eflaust um þær milljónir um heim allan sem njóti starfskrafta þeirra við aðrar aðstæður. Reeve hefur síðan, eftir að hafa verið hetja hvíta tjaldsins, orðið hetja raunveruleikans og berst nú fyrir málefnum fatlaðra og stendur fyrir söfnun fjármuna til rannsókna á mænuskaða og endurmyndun taugafrumna en framfarir á því sviði gætu haft úrslitaáhrif fyrir hann í framtíðinni og komið honum aftur á fætur. Hann er nú for- maður American Paralysis Foundation (www.apacure.org). Franski innanríkisráðherrann, Jean Pierre Chevenement, sem var hætt kominn vegna hjartastopps í skurðaðgerð sl. sumar, var einnig verndari afmælisins. Breska konungsfjölskyldan lagði sitt af mörkum til að gera hátíðarhöldin „konungleg". Hennar hátign, drottningin af Englandi, bauð hjúkrunarfræðingum til móttöku og Anna prinsessa ávarpaði ráðstefnugesti í lokin. Að auki var ráðstefnugestum boðið í heimsóknir á sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og hjúkrunarheimili í London og nágrenni. Lokaathöfnin fór svo fram í Westminster Abbey að viðstöddu miklu fjölmenni. Hvað var að gerast í heiminum fyrir hundrað árum? Mohandas Ghandi var ungur laganemi í Suður-Afríku. Sara Bernhardt lék Hamlet í leikhúsi Söru Bernhardt í París. Rannsóknir í læknavísindum leiddu í Ijós mismunandi blóðflokka manna. Nýja-Sjáland varð fyrsta ríkið til að veita konum kosningarétt. Vísindamaðurinn Martius Bijerinck uppgötvaði tilveru veira. 11 stunda vinnudagur var lögleiddur í Frakklandi. Lítt þekktur listamaður, Pablo Picasso, var að hefja bláa tímabilið í listsköpun sinni. 248 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.