Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Page 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Page 18
Styrkveitingar iððð Stjórn vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga úthlutaði styrkjum úr B-hluta vísindasjóðsins 10. júní í samsæti I húsnæði félagsins. Að þessu sinni hlutu 9 hjúkrunarfræðingar styrki til 7 verkefna, alls að upphæð 1.570.000 kr. Hjúkrunarfræðingar, sem eiga aðild að sjóðnum, geta sótt um styrki úr honum til að sinna fræði- mennsku. Sjóðsstjórn skipa Anna Lilja Gunnarsdóttir, formaður, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, Halla Grétarsdóttir og Dagrún Hálfdánardóttir. Þeir sem hlutu styrki voru: Anna Birna Jensdóttir o.fl. Samanburður á starfsemi fimm daga og sjö daga öldrunarlækningadeildar á öldrunarsviði SHR 400.000 krónur. Ásta Snorradóttir, Rannveig Þöll Þórsdóttir Könnun á þörf fyrir geðhjúkrunarráðgjöf 200.000 krónur. Dórothea Bergs Konur sem hugsa um eiginmenn með COPD: Hvernig upplifa þær sín lífsgæði? 100.000 krónur. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, Sigríður Lóa Rúnarsdóttir Samanburðarrannsókn á fræðslu til sjúklinga sem fengið hafa kransæðastíflu 100.000 krónur. Styrkþegar B-hluta vísindasjóðs 1999. Margrét Björnsdóttir Gæðastjórnun - Gæði frá sjónarhóli sjúklinga 300.000 krónur. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Aðlögun systkina barna með langvinnan astma- sjúkdóm 300.000 krónur. Vilborg Ingólfsdóttir Könnun á umfangi hjúkrunarþjónustu sem íslendingar, 95 ára og eldri, fá og hvaða aðra heilbrigðis- og félagslega þjónustu svo og stuðning þeir sem búa heima fá helstan frá aðstandendum 170.000 krónur. Fékk styrk frá Rannsóknarráði íslands Ingibjörg H. Elíasdóttir er fyrsti meistaraneminn í hjúkrun við námsbraut í hjúkrunarfræði sem fær styrk úr rannsóknarnámssjóði Rannsóknarráðs íslands. Umsóknir um styrkina voru 78 en 38 fengu úthlutað. Ingibjörg fékk framfærslustyrk að upphæð 840 þúsund. Ingibjörg útskrifaðist úr HSÍ 1975 og lauk námi í gjörgæsluhjúkrun við Ríkisspítalann í Osló 1979. Hún hóf meistaranám haustið 1998. Rannsókn hennar er á sviði heilsuverndar starfsmanna og nefnist „Sjálfstjórn í vinnuumhverfi, vellíðan og vanlíðan" og er markmiðið að athuga áhrif einstakra þátta sjálfstjórnar og álags í vinnuumhverfi hjá báðum kynjum á vellíðan, kvíða og þunglyndi. Leiðbeinendur eru dr. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor, og dr. Guðrún Kristjánsdóttir, dósent. 234 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.