Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 31
Ráðstefnan fór fram i„The Queen Elizabeth Conference Centre“ og nálægum byggingum og mynduðust langar biðraðir við skrásetningu ráðstefnugesta. hættuástand í ýmsum heimshlutum sem hefur áhrif á fjármögnun heilbrigðiskerfisins. Vaxandi áhyggjuefni væru einnig ýmsir faraldrar og sjúkdómar á borð við alnæmi, malaríu og berkla. Fjölgun borgarastyrjalda og náttúru- hamfara hefur einnig áhrif á heilbrigðiskerfið og aðgang að því. Hún lagði áherslu á misskiptingu í alþjóðaheilbrigðis- málum þar sem fimmtungur mannkyns hefur ekki aðgang að nútímaheilsugæslu og helmingur hefur ekki aðgang að nauðsynlegum lyfjum. Hún sagði að ójöfnuður í alþjóða- heilbrigðisþjónustu hefði aukist þrátt fyrir góðan ásetning um að þreyta þessu með slagorðunum „heilsa handa öllum" sem sett var fram fyrir 20 árum. Lélegt og ónógt vatn væri orðið alþjóðlegt heilbrigðisvandamál. Umhverfis- þættir valda meiri og meiri heilsuvandamálum um heim allan. Hún sagði það ekki koma á óvart þó hjúkrunarfræð- ingar hefðu beint sjónum sínum að þessum þáttum þar sem heilsa fólks byggðist á heilbrigði móður jarðar. Hjúkrunarfræðingar væru í góðri aðstöðu til að vera tals- menn heilbrigðs umhverfis. Hún lagði áherslu á að heil- brigðismál væru mannréttindamál og það væri skynsam- leg fjárfesting að fjárfesta í góðu heilsufari um heim allan. Hjúkrunarfræðingar gætu átt stóran þátt í að breyta lífsstíl manna, það væri oft erfitt, en framkvæmanlegt eins og minnkandi reykingar í Bandaríkjunum sýndu. Gro Harlem Brundtland kom á fund með blaðamönnum eftir fyrirlestur sinn og sagði þar að hlutverk WHO væri að aðstoða stjórnvöld við að fá það besta fram í hverri starfsstétt þannig að sérþekking verði lögð til grundvallar við stefnumótun í heilbrigðismálum í hverju landi. Sem dæmi um bætt heilsufar í heiminum nefndi hún bólusetningar og mikilvægi þeirra, sagði stjórnvöld ábyrg fyrir góðri heilsu þegnanna og ítrekaði að því fjármagni, sem færi til heilbrigðismála, væri vel varið. Hjúkrunarfræðingar talsmenn barna um heim allan Carol Bellamy, framkvæmdastjóri UNICEF, gerði að vonum réttindi barna að umtalsefni. Hún sagði hjúkrunarfræðinga berjast fyrir bættum aðbúnaði barna um heim allan og þeir mótmæltu menntunarskorti barna víða um heim, ofbeldi og misnotkun sem grundvallast á kynferði barnanna, vinnuþrælkun, fátækt og lélegum aðbúnaði vegna styrj- alda. Hún sagði efnahagsleg og félagsleg réttindi mikil- vægust, efla þyrfti menntun stúlkna, auka jafnrétti kynj- anna og almennt hreinlæti. Leggja þyrfti áherslu á að þarfir barna teldust til mannréttinda. Bellamy sagðist snemma hafa kynnst hinum einstöku eiginleikum hjúkrunar þar sem móðir hennar hefði verið hjúkrunarfræðingur. Það væri hlutverk hjúkrunarfræðinga að þekkja þarfir barna og fjölskyldunnar innan veggja heimilanna sem utan og vera tengiliðir milli einstaklinga, fjölskyldna, heilbrigðisstofnana og samfélagsins. Þess vegna væru hjúkrunarfræðingar talsmenn barna um heim allan og legðu áherslu á réttindi þeirra og gagnrýndu þær aðstæður sem ógnuðu þeim. Hún sagði að samvinna UNICEF við hjúkrunarstéttina hefði haft í för með sér aukin réttindi barna innan heilbrigðis- kerfisins um heim allan. Með tilkomu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, CRC, sem öll lönd eiga aðild að nema Sómalía og Banda- ríkin, hefði aukin áhersla verið lögð á réttindi barna og í kjölfarið hefði hulu verið svipt af málefnum sem áður hefði verið þagað um, svo sem vinnuþrælkun barna og kyn- ferðisleg misnotkun. Athyglin hefði beinst að þáttum sem hefðu mest áhrif á góða heilsu síðar meir, t.d. meðgöng- unni og fyrstu æviárunum þar sem grunnur er lagður að líkamlegum, tilfinningalegum og vitsmunalegum þroska, mikilvægi menntunar fyrir öll börn og að þau fái að þrosk- ast við öruggar og hvetjandi kringumstæður sem unglingar. Franskir hjúkrunarfræðingar vöktu athygli á ólíkum viðhorfum til dauðvona sjúkiinga og fjölskyldna þeirra, og hjúkrunarfræðingar frá Líbanon vöktu athygli á stöðu hjúkrunarstéttarinnar í stríðshrjáðum löndum. Hjúkrunar- 247 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.