Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 15
til þess að sumar kvennanna með alvarlega vanlíðan séu
klínískt þunglyndar. Há tíðni hugmynda um sjálfsmeiðingar
í þessum hópi styður þær ályktanir erlendra rannsókna að
nokkrar konur hugleiði, reyni eða fremji sjálfsvíg, þrátt fyrir
að tíðni sjálfsvíga á fyrsta ári eftir barnsburð sé helmingi
lægri en á öðrum þroskaskeiðum kvenna (Appleby og
Turnbull, 1995; Appleby, 1991). Niðurstöðurnar eru áskor-
un um aukna geðheilsuvernd.
Hár en veginn stigafjöldi þriggja undirkvarða á streituprófi
fyrir foreldra (PSI/SF) gefur til kynna að hætta sé á að börn
mæðra, sem þjáðust samtímis af mikilli streitu og þunglyndi,
verði fyrir illri meðferð (vanrækslu, höfnun, ofbeldi) skv. grein-
um eftir Milgrom og McCloud (1996) og Abidin (1990).
Abidin (1990) mælir með skjótum viðbrögðum fagfólks í
tilvikum þar sem streita foreldra mælist um eða yfir 90%
dreifingar á streituprófi, þar sem veruleg hætta sé á illri
meðferð. Ekki er ólíklegt að þunglyndar og streittar mæður
lendi í eins konar vítahring óværðar, streitu og þunglyndis,
þar sem sýnt hefur verið bæði fram á samband óværðar
ungbarns og streitu móður og einnig samband þunglyndis-
einkenna móður og óværðar ungbarns (Milgrom og
McCloud, 1996; Murray og fl., 1996; van den Boom, 1988;
Thome, 1989). Ályktun um samvirkni þunglyndis og óværðar
er studd af frásögnum 19 mæðra þar sem bati mæðranna
eða aukinn hæfileiki þeirra til að lifa við vanlíðan var skýrður
með því að vandamál hjá börnunum hefðu minnkað.
Að mati kvennanna sinntu heilbrigðisstéttir ungbörnum
yfirleitt vel þótt vanlíðan mæðranna hafi oftast ekki náð
eyrum þeirra. Núverandi áherslur á ungbarnavernd í
heilsugæslu geta verið ein af ástæðunum fyrir því að sam-
bandi á milli vanlíðanar mæðra og óværðar ungbarna er
ekki veitt nægileg athygli og að tíðir geðrænir kvillar
mæðra eftir barnsburð fá ekki þá athygli sem þyrfti til að
vera bæði börnum og mæðrum til heilla.
Heilbrigðisþjónusta og önnur aðstoð
Þær niðurstöður, að fáar íslenskar konur fái aðstoð frá fag-
stéttum vegna vanlíðanar, gefa til kynna að íslenskar heil-
brigðisstéttir leiti að, greini og meðhöndli þunglyndi og/eða
aðra vanlíðan eftir fæðingu jafnsjaldan og erlend starfs-
systkini (Mclntosh, 1993; Lloyd og Redman, 1992). í
þessum heimildum kemur fram að konurnar leituðu
sjaldan eftir aðstoð fagstétta, og er það í samræmi við lítið
frumkvæði íslenskra kvenna við að leita eftir aðstoð fag-
stétta. í fyrrgreindum rannsóknum og hjá Murray og fl.
(1996) hefur skortur á frumkvæði kvenna við að leita sér
aðstoðar vegna vanlíðanar og óværðar barns verið túlkuð
á tvo vegu: 1. Skortur á frumkvæði við að leita sér
aðstoðar er einkenni þunglyndis; 2. þunglyndar konur með
erfið ungbörn eiga erfitt með að leita sér faglegrar
aðstoðar vegna ríkjandi hugmynda í þjóðfélaginu um fyrir-
myndarbörn. Þegar barn getur ekki uppfyllt vonir móður-
innar um „eðlilega hegðun" getur það fyllt þær sektar-
kennd vegna frammistöðu þeirra sem mæðra og fælt þær
frá því að leita sér faglegrar aðstoðar.
í heilbrigðisskýrslum heilsugæslustöðva hafa vanlíðan,
óværð og áhættuþættir um þunglyndi að jafnaði ekki eða í
mjög litlum mæli verið skráð. Þrátt fyrir að mælingar með
ofangreindum kvörðum hafi staðfest tilvist þessara þátta
og að foreldrar hafi staðfest réttmæti mælinganna fundust
mjög takmarkaðar upplýsingar um þessa þætti í heilsu-
farsskýrslum (Björg Skúladóttir og fl., 1996). Það vekur
spurningu um hvort heilbrigðisstéttir greini vanlíðan mæðra
og óværð ungbarna en skrái það ekki? Niðurstöður úr
viðtölum þessarar rannsóknar benda hins vegar frekar til
þess að vanlíðan mæðra sé sjaldan greind og að þær
skorti frumkvæði til að bera líðan sína upp við heilbrigðis-
stéttir eins og fram kemur í erlendum rannsóknum
(Mclntosh, 1993; Lloyd og Redman, 1992). Þegar konur
eru tregar til að leita aðstoðar hjá heilbrigðisstéttum og
fagstéttir taka ekki frumkvæði í að leita kerfisbundið að
þunglyndi og annarri vanlíðan, mætist framtaksleysi
beggja aðila. Þetta leiðir til ómeðhöndlaðrar vanlíðanar hjá
stórum hópi kvenna (Cox, 1989).
Lýsingar kvennanna á ástæðum þess að þær leita ekki
oftar en raun ber vitni til heilsugæslustöðva kunna að vekja
efasemdir einstakra heilbrigðisstarfsmanna um réttmæti
niðurstaðnanna. Því ber að taka fram að svörin endurspegla
eingöngu skynjun mæðra.á því sem ábótavant er. Niður-
stöðurnar eru því einhliða mat á geðheilsuverndarstarfi
heilsugæslustöðva frá sjónarhóli skjólstæðinga en meta ekki
raunverulegt geðheilsuverndarstarf sem einstakir starfs-
menn og einstakar heilsugæslustöðvar inna af hendi. Til að
fá gleggri mynd af geðheilsuverndarstarfi á íslandi þyrfti að
kanna það frekar með öðrum rannsóknaraðferðum.
Vísbendingar um meðferðarúrræði
Skýringar kvenna á ástæðum vanlíðanar gefa til kynna að
fyrri dæmi um þunglyndi sé algeng ástæða fyrir langvar-
andi vanlíðan eftir barnsburð. Niðurstöður erlendra rann-
sókna benda til sambands á milli fyrra þunglyndis (sem
getur verið tengt eða ótengt barnsburði) og þunglyndis
eftir barnsburð. Því ættu heilbrigðisstéttir að skrá sögu um
þunglyndissjúkdóma í mæðraskýrslur og nýta þær upplýs-
ingar í fyrirbyggjandi skyni eftir fæðingu (Wickberg og
Hwang, 1997; Beck, 1996; Appleby og fl., 1994; Watson
og fl., 1984; Garvey og fl., 1983). Samskiptaerfiðleikar við
sína nánustu (maka, börn, aðstandendur) eru einnig
algeng ástæða alvarlegrar vanlíðanar og rennir það stoð-
um undir rannsóknaniðurstöður sem sýna samband á milli
þunglyndis og samskipta- og sambúðarörðugleika (Boyce,
1994; Thome, 1992). Þessar niðurstöður benda til þess
að samskipta- eða fjölskyldumeðferð geti verið mikilvæg
fyrir þunglyndar mæður og fjölskyldur þeirra. Fyrir utan
ýmsar viðurkenndar aðferðir við að meðhöndla þunglyndi
benda niðurstöður til þess að virkari streitustjórnun í
231
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 75. árg. 1999