Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 21
lærðrar kunnáttu, heldur vegna næmleika og samsömunar með barninu. Fyrstu vikurnar eftir fæðingu er móðirin mjög upptekin af barninu og umheimurinn skiptir hana minna máli en venjulega. Hún setur sig í spor barnsins og finnur hvernig því líður. Með því móti greinir hún þarfir barnsins, stundum áður en barnið áttar sig á að það vanti eitthvað. Þetta tímabil samruna gengur venjulega yfir á nokkrum vikum en þá tekur við skeið aðgreiningar móður og barns. Móðirin er enn nálæg en hún snýr sér í auknum mæli að öðru fólki og hugðarefnum og hugur hennar er ekki eins bundinn barninu. í stað þess að vita á undan barninu hvers það þarfnast bíður hún eftir vísbendingum frá því. Á þessu tímabili kemur til árekstra, móðir og barn skilja ekki alltaf hvað hitt meinar, þau hafa ólíkar þarfir og eru ekki alltaf ánægð hvort með annað. Að mati margra femíniskra sálgreina (Chodorow,1989, Ernst,1987) er sá hæfileiki kvenna, að setja sig í spor ann- arra og greina þarfir þeirra, ekki bundinn við umönnun kornabarna heldur er hann kjarninn í persónugerð þeirra. Þær telja konur vera njörvaðar í það hlutverk að greina og uppfylla þarfir annarra, helst áður en viðkomandi veit af þeim. Margar konur eiga auðveldara með að átta sig á þörfum annarra en sínum eigin og þannig tekst þeim að forðast ágreining, reiði og höfnun en sitja í staðinn uppi með innri tómleika og ófullnægju. Móðir nýfæddrar dóttur leitast við að sinna henni eins og hún vildi að sér hefði verið sinnt. Hún viðheldur góðu sambandi þeirra á milli og styrkir um leið jákvæða móður- ímynd sína með því að greina og uppfylla það sem hún telur vera þarfir dótturinnar, helst áður en dóttirin hefur svigrúm til að átta sig sjálf. Meðvitað vill móðirin hlífa dóttur sinni við vanlíðan og sársauka en afleiðingin er sú að dóttirin lærir ekki að þekkja og takast á við erfiðar tilfinn- ingar. Hún þjálfar ekki hæfileika til að hlusta eftir sinni eigin rödd, greina þarfir sínar og bera sig eftir björginni. Þess í stað horfir hún til móður sinnar í fullvissu um að hún leysi málin. Þetta samskiptamynstur getur gert mæðgurnar mjög nánar en nándin er á kostnað sjálfsþekkingar og sjálfstæðis dótturinnar. Hún lærir ekki að lesa tilfinningar sínar heldur andlit móður sinnar. Þetta mynstur gengur oft hnökralítið meðan stúlkan er barn en á unglingsaldri kemur órói í sambandið. Kynþroski stúlkunnar er áþreifanleg áminning um breytt hlutverk og nú þarf hún að finna málamiðlun milli þess að vera fullorðin og barn. Henni finnst hún vera lítil en hún veit að hún þarf að verða sterk og sjálfstæð. Hún vill losna undan valdi móðurinnar án þess að hafna henni eða missa hið góða samband þeirra. Það má búast við að eins og allar unglingsstúlkur sé hún óánægð með sjálfa sig en að auki hefur hún óörugga sjálfsmynd og áttar sig illa á eigin tilfinningum. Hún veit ekki hvaðan óánægja hennar og vanlíðan er sprottin svo hún grípur til sama ráðs og allar konur í hennar sporum gera: hún lítur í spegil. Þar fær hún umsvifalaust svar við spurningum sínum, hún er of feit. Ávinningur megrunar er ekki lengi að skila sér. Stúlkan fær fljótlega athygli og hrós fyrir dugnaðinn því það er jú til vitnis um heilbrigða sjálfsmynd að láta sig varða útlitið og passa línurnar. En fljótlega kemur að því að stúlkan missir áhugann á hvort öðrum finnist hún grönn eð aðlaðandi. Þyngdartapið gefur henni fyrst og fremst þá tilfinningu að hún hafi viljastyrk og fullkomna stjórn. Þess vegna kalla hungurverkir ekki á mat, þvert á móti minna þeir hana á að hún sé sterk því hún er hafin yfir veikleika venjulegs fólks. Hún lætur áhyggjur annarra sem vind um eyrun þjóta og er alsæl yfir þessum nýfundna styrk. Loksins finnst henni hún vita hvað hún vill og hún heldur því til streitu, hversu erfitt sem það er og hvort sem öðrum líkar það betur eða verr. Hún tekst á við frá móður, hvorki með hávaða né látum dæmi- gerðs unglings, heldur á ómeðvituðu táknmáli. Þær eru enn þá vinkonur en hún hafnar næringu móður sinnar og sendir henni skýr skilaboð um að hún ráði sjálf yfir líkama sínum. Nú á hún sig sjálf og veit betur en nokkur annar, þar með talið móðirin, hvað henni er fyrir bestu. Þetta tímabil sigurtilfinningar varir mislengi en að því kemur að líkaminn gefur eftir. Þreyta og máttleysi verða allsráðandi og stúlkan verður heltekin ótta við að þyngjast. Hún verður uppstökk og þráhyggju-hugsanir og athafnir verða áberandi. Úr verður vítahringur einangrunar og vax- andi sjálfsafneitunar. Því fyrr sem gripið er inn í þetta ferli því betra. Fái stúlkan hjálp áður en henni stafar hætta af næringarskorti fær hún sjálf að stýra mataræðinu og er auk þess betur í stakk búin til að vinna innsæisvinnu. Þá skiptir sköpum hvernig heilbrigðisstarfsfólk tekur á málum hennar. Það versta sem það getur gert er að fara í valdabaráttu þar sem stúlkan er neydd til að tapa. Þvert á móti þarf að leggja áherslu á að skapa traustar aðstæður þar sem stúlkan getur treyst því að sá sem stjórnar meðferðinni sé banda- maður hennar. Viðtöl snúast ekki eingöngu um mat eða holdarfar heldur hvaðeina sem stúlkunni liggur á hjarta. Hér hef ég beint athyglinni að unglingsstúlkum vegna þess að átröskun er algengust meðal þeirra en hún er ekki bundin við þann aldur. Vanlíðan kvenna á öllum aldri tekur iðulega á sig mynd sjálfsásakana sem tengjast óánægju með útlit. Slík vandamál hafa löngum fengið léttvæga afgreiðslu lækna, s.s. megrunarráðleggingar, geðlyf eða hormónaplástra. En þó svo að kona með átröskun sé 237 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.